Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 Fókus DV «, Litlu munaði að Sherry Byrne tækist að bjarga sér úr klóm nauðgara og morðingja. Ofbeldismaðurinn var góður vinur fjölskyldunnar. Lögreglan í Beavercreek í Ohio fékk mörg símtöl fimmtudaginn 25. mars 1985 um dular- fullan bíl á hraðbraut í grennd við bæinn. Bíln- um var lýst þannig að út úr skottinu mætti sjá hönd sem héldi á pappírssnifsi. „Hjálpið mér!“ stóð á miðanum og athugull vegfarandi sagði engu líkara en áletrunin væri skrifuð með varalit. Einn ökumaður skrifaði niður númer bflsins og lét lögreglu vita. Daginn eftir var bfleig- Sérstæð sakamál *"*"11 kallaður á lögreglustöðina í Beavercreek og beðinn að ' útskýra málið. Hann sagði þetta hafa verið gert í gríni. Lögreglan kærði hann fyrir að valda ótta á götum úti og skipaði honum hætta slík- um hrekkjtim hið snarasta. Lýst eftir konu Á meðan á þessu stóð vakti mannlaus Ford Escort athygli vegfarenda við Sharon- villemótelið sem er í grenndinni. Starfsfólk hafði séð konu stíga út úr bflnum en síðan hafði enginn séð hana. Daginn eftir, föstudaginn 26. mars 1985, fékk lögreglan í smábænum Springdale til- kynningu um hvarf ungrar konu. Konan hét Sherry Byrne, 21 árs, og var lýst sem grannvax- inni og glaðlegri konu. Hún hafði yfirgefið heimili sitt daginn áður og sfðan hafði ekkert til hennar spurst. Eiginmaður Sherry sagði þau hjónin hafa verið sátt. Hann hafði talað við hana síðla fimmtudagsins og hún sagst koma heim um kvöldið. Kvöldið leið og ekkert bólaði á Sherry. Á endanum leitaði eiginmaðurinn til lögreglu og sagði konu sína týnda. Lögregla, ættingjar og vinir Sherry leituðu hennar alla helgina en án árangurs. í málum sem þessum fellur oftast grunur á eiginmanninn en lögregla taldi það ekki eiga við í þessu tilviki. Eiginmaðurinn var frávita af áhyggjum. Hann sagði konu sína hafa ætlað að heimsækja vinafólk sem var statt á móteli til að fagna því að vinkonan væri loks með barni. A Saklaus hrekkur Rannsóknarlögreglumenn í Fairborn, sem stýrðu rannsókn málsins, komust óvænt á sporið þegar þeir fundu út að góðvinur Sherry og eiginmanns hennar, David Brewer, 26 ára, hafði verið kallaður á lögreglustöðina í Bea- vercreek vegna hrekkjabragðs. Þetta gerðist Ung og glöð Sherry Byrne var21 árs þegarhún var myrt. Hún var hamingjusamlega gift og vakti athygli fyrir glaðlegtyfirbragð. Hróp á hjálp Afstakri útsjónarsemi tókst Sherry að hripa neyðarkall með varalit. Vegfarendur áttuðu sig ekki á alvöru málsins. Brewer kveðst hafa stöðvað bílinn og reynt að semja við Sherry um að þegja yfír málinu. Hún hafí neitað og þá hafí hann gert tilraun til að kyrkja hana. daginn eftir að Sherry hvarf. Fairborn-lögregl- an hafði þá fengið upplýsingar frá kollegum í Beavercreek. Uppátækið hafði Brewer skýrt svo: Hann hafði hitt unga stúlku og reykt með henni kannabis. Stúlkan, sem hann mundi ekki hvað hét, hafði sfðan krafist þess að fá að leggjast í skottið á bflnum og veifa hjálpar- beiðninni að vegfarendum. Brewer gerði þau mistök að segja lögregl- unni í Fairborn ósatt enda datt honum ekki í hug að þeir hefðu aflað upplýsinga í Bea- vercreek. Þá rifjaðist upp fyrir lögreglumönnum að eiginmaður Sherry hafði einmitt sagt að hún ætti stefnumót við par á móteli. Við eftir- grennslan kom í Ijós að vinafólkið hét Brewer. Brewer hafnaði þessu og sagði ekkert slíkt stefnumót hafa verið ákveðið. Kona sín væri þar að auki ekki með barni. Lögreglumönnum þótti frásögn Brewers heldur götótt; einkum það að hann skyldi ekki muna nafn ungu stúlkunnar. Ekki síst í ljósi þess að þau hefðu varið stórum hluta dagsins saman og hann ekið með hana í skottinu langar leiðir. Með lífsmarki Yfirheyrslumar héldu áfram og Brewer neitaði aðild að hvarfi Sherry. Yfirheyrslan stóð linnulaust í sjö klukkustundir án þess að Brewer játaði. Þá lásu lögreglumenn yfir hon- um hvaða rétt hann hefði, buðu honum kaffi og leyfðu honum að fara á salerni. Að því loknu brotnaði Brewer saman og játaði. Brewer sagðist lengi hafa verið hrifinn af Sherry. Hann hefði margoft reynt við hana en hún hefði alltaf hafnað honum. Fimmtudag- inn örlagaríka kvaðst hann hafa hringt í Sherry og beðið hana að hitta sig og eiginkonu sína á tilteknu móteli. Þau ættu von á barni og því væri tilefni til að fagna. Sherry kom á staðinn eins og um var rætt en þá var Brewer að sjálf- sögðu einn. Hann sagði þau hafa haft kynmök á mótelinu en hún hefði sagt eftir á að hún myndi segja eiginmanni sínum ffá öllu saman. í málum sem þessum fellur oftast grunur á eiginmann- inn en logregfa taldiþað ekki eiga við í þessu tilviki. Eiginmaðurinn varfrávita afáhyggjum. „Það skal aldrei verða," hugsaði Brewer og skipaði Sherry að leggjast þegar í stað í farang- ursrými bflsins. Hann ók um nágrenni Bea- vercreek góða stund og á meðan tókst Sherry að hripa með varalit á blaðsnifsi sem hún veifaði síðan út um skottið í þeirri von að ein- hver tæki eftir henni. Því miður sáu margir ökumenn hjálparbeiðnina en enginn áttaði sig á alvöru málsins. Brewer kveðst hafa stöðvað bflinn og reynt að semja við Sherry um að þegja yfir málinu. Hún hafi neitað og þá hafi hann gert tilraun til að kyrkja hana. Hún barðist fyrir lífi sínu og greip hann þá til búrhnffs, sem hann hafði alltaf í bfl sínum, og stakk hana margoft í brjóstið. Sherry var enn með lífsmarki þegar hann kom henni aftur fyrir í skottinu. Hann ók sem leið lá að geymsluhúsnæði í grennd við Beávercreek og fleygði henni í litla geymslu sem hann hafði á leigu. Sherry var enn á lífi. Spurður hvort hugsanlegt væri að Sherry væri enn á lífi kvað Brewer það mögulegt. Lög- regla og sjúkralið þusti á vettvang en við þeim blasti skelfileg sjón. Sherry Byrne hafði aug- ljóslega verið látin í nokkra daga. Við rannsókn á líkinu kom í ljós að Sherry hafði augljóslega barist við morðingja sinn, hún var öll marin og blá, og henni hafði án vafa verið nauðgað. Brewer var með alls kyns hundakúnstir í réttarhöldunum Hann bar því meðal annars við að hann hefði myrt Sherry í sjálfsvörn. Frá- sögnin þótti afar ótrúverðug og svo fór að David Brewer var sakfelldur fyrir morð að yfir- lögðu ráði. Hann var dæmdur til dauða. Dómnum var áfrýjað, en án árangurs fyrir Brewer. Hann var tekinn af lífi með eitur- sprautu í aprfl á þessu ári. arndis@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.