Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 51
DV Fókus LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 51 Mick orðinn Sir Mick Mick Jagger, söngvari Rolling Stones, var í gær sæmdur riddaratign af Karli Bretaprins í Buckingham-höll fyrir framlag sitt til tónlist- ar og menningar í heimalandinu. Jagger klæddist svörtum fötum og leðurjakka og lýsti því yfir að hann tæki titilinn Sir ekkert allt of alvarlega. „Maður á ekki að taka slíka titla of alvarlega og passa sig á að líta ekki of stórt á sig," sagði hann. I fjarveru móður sinnar, Elísabetar drottningar, sem lá á sjúkrahúsi vegna hnéaðgerðar, var það Karl Bretaprins sem sæmdi Michael Philip Jagger riddaratigninni. Sir Mick skaut líka til baka á félaga sinn í Rolling Stones, Keith Richards, sem hefur gagnrýnt hann fyrir að þiggja titil sem þenn- an frá yfirvöldum sem þeir félagar áður gagn- rýndu. „Ég held að hann myndi gjarnan vilja vera sæmdur sama heiðri," sagði Sir Mick. „Þetta er eins og að fá ís, ef einn fær ís þá vilja allir fá. Þetta er ekkert nýtt. Keith vill alltaf vera með læti.“ Hinn 92 ára pabbi Micks, Joe, fylgdi hon- um til athafnarinnar eins og dætur hans, þær Elizabeth sem er 19 ára og Karis sem er 32 ára. Bróðir hans, Christopher, spurði Mick hvort hann ætti nú að kalla hann Sir. „Bara stundum," sagði rokkarinn af alkunnri gam- ansemi. Sir Mick Jagger Söngvari Rolling Stones var sæmdur riddaratign i gær afKarli Bretaprins. Pabbi hans, sem er 92 ára, fylgdi honum á athöfn- ina ásamt tveimur dætrum hans. Reykjavikin JTKlil Morgunmatur „Ég borða yfirleitt heima hjá már nema þegarþað er þynnka í mér. Þá skelli ég mér í Skeifuna. Égferá Subway ef það er miðlungsþynnka, en á KFC ef ég er virkilega illa haldinn. Það er líklega besti þynnkumatur í bænum." Hádegisverður „Thorvaldsen erfínn. Eða hann var það að minnsta kosti' fyrir símamálið. Ég veit ekki hvernig það er í dag. Síðast þegar ég fór þarna voru þeir með allan fjandan og ég fékk mér núðlusúpu sem var mjög góð. Ég vona að matseð- illinn sé ekki eitt- hvað fá- tæklegri núna." Kvöidverður „Það fer eftir því hversu grand það á að vera. Ég er mikill pitsu- kall og myndi helstfaraá Caruso og fá mér hálfmána pitsu. Eða þá á Eldjmiðjuna. Ég er frekar vanafastur og fæ mér eiginlega alltaf pepp, ananas og lauk. Annars finnst mér mexíkanskur líka góður. Ég kikti á Casa Grande um helgina. Fínn matur og gaurinn með gítarinn (hinn mikli Don Felix, innskot blm.) var að spila." Eftiriætisverslun „Ég fer yfirieitt í Kringluna og kaupi allt þar. Annarsfer ég í Blend og stund- um í Zöru í Smáranum. En fyrir utan föt fer ég í Skífuna og bæti í Friends-safnið, og ég er að byrja að safna 24 á DVD. Og svo poppa ég i ÁTVR svona þrisvar á ári. Það fer að styttast í ára- mót, þannig að maður fer kannski að skella sér bráðum." Heilsan „Ég hugsa mikið um heilsuna. Ef það er hugurinn sem gildir er ég í góðum málum. En ég hreyfi mig hins vegar ekki mikið. Það er helst að ég sprikli i fótbolta og fari þá í Sporthúsið. Ég var í Hreyfingu fyrir svona 7 mánuðum síðan og mætti fjórum sinnum af þriggja mánaða korti. Ég þyrfti allavega að fara meira í sund, því eins og kom í Ijós í sundmóti 70 mínútna er ég næstum alveg ósyndur. Þegar ég fer í sund kíki ég helst í pottinn í afslöppun, en það ersjaldan að ég þori út í laug." Djammið „Ég reyni að djamma að minnsta kosti þrisvar á ári, og þá í sambandi við þessar ÁTVR-ferðir mínar. Ég ætla að eyða áramót- unum á Hótel Mælifelli á Sauðarkróki Þegar ég er í bænum tek ég rúntinn og enda oft á Hverfisbarnum. En mér er í raun sama hvert ég fer ef ég er í góðra vina hópi. Ég myndi þess vegna fara á Kaffi Austur- stræti ef vinir minir væru að fara þangað." Auðunn Blöndal 70 mínútum Upplýsir hvað kveikir í honum í höfuð- borginni. Á horni Laugavegar og Klappastígs www.simnet.is/homedecorl928/ Skoðið heimasíðuna okkar og kíkið á tilboðin Troðfull verslun af húsgögnum, smáborðum,kommóðum, cd stöndum,vínstöndum,skilrúmum,gjafavöru,púðum og dúkum, töskum og kistlum. S 5522515 l GEFÐU HOFÐINGLEGA ) JÓLAGJÖF SEM KOSTAR LÍTIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.