Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 4
4 LAUCARDAGUR 13. DESEMBER 2003 Fréttir DV Eldur í sjónvarpi Mildi þykir að kona og barn skyldu sleppa úr eldsvoða í Þóru- felli um miðjan dag í gær. Barn- ið var að horfa á sjónvarp þegar tækið sprakk. Eldurinn barst hratt um íbúðina. Mæðgin- in flúðu út og fengu skjól hjá nágrönnum. Það logaði gíatt í íbúðinni þegar slökkvilið bar að garði. Reykræsta þurfti íbúðina og að sögn slökkviliðs er innbú að miklum hluta ónýtt eða mikið skemmt. Reykurinn barst auk þess í tvær nærliggjandi fbúðir og stigagang. Þar urðu nokkrar reykskemmdir. Skjól í strætó fbúar í stigagangi fjöl- býlishússins við Þórufell, þar sem eldur kviknaði í gær, þurftu að yftrgefa hí- býli sín hið snarasta. Um var að ræða nokkurn fjölda fólks og brá lögreglan í Reykjavik á það ráð að kalla eftir strætisvagni. íbúarnir sátu í hlýjum vagninum á meðan þeir biðu þess að slökkviliðsmenn réðu nið- urlögum eldsins. Baugur kaupir heilsu- vörukeðju Útrás Baugs heldur áfram og hefur fyrirtækið nú fest kaup á bresku heilsuvöru- keðjunni Juli- an Graves. Fyrirtækið hefur vaxið ört undanfarin ár' og rekur fyrirtækið nú um 200 versl- anir sem selja heilsuvörur og munaðarvörur víðs veg- ar um Bretland. Kaupverð- ið nam 1,9 milljörðum ís- lenskra króna. Julian Gra- ves veltir tæpum 4,5 millj- örðum á ári og hjá félaginu starfa 800 manns. Eftir kaupin á Baugur 60% í fé- laginu, Fengur 20% og Nick Schutts, stofnandi félags- ins, 20%. Schutts mun áfram stjórna félaginu en Pálmi Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Fengs, verð- ur stjórnarformaður. Nítján nýir ríkisborgarar Temma Bell, dóttir lista- konunnar Louisu Matthías- dóttur og Lelands Bell, er meðal þeirra nítján einstaklinga sem allsherjarnefnd mælir með að fái ís- lenskan ríkisborg- ararétt. Temma fæddist árið 1945 í Bandaríkjunum. Listamað- urinn Odd Nerdrum er einnig á listanum en hann festi kaup á Esjubergi við Þingholtsstræti síðla árs 2002. Þá mælir nefndin með því að handboltafólkið Sandra Analyté frá Litháen og Aliksandr Shamkuts frá Hvíta-Rússlandi, sem bæði leika með Haukum, fái rík- isborgararétt. Allsherjarnefnd bárust 26 umsóknir um ríldsborg- ararétt á síðasta þingi og leggur nefndin til að 19 þeirra fái ríkisborgararétt að þessu sinni. Eimskipafélag íslands hefur falið Landsbankanum að kanna áhuga á kaupum á út- gerðarfélaginu Brimi sem ræður yfir 11% af aflaheimildum íslandsmiða. Stærsti hlutur Brims er ÚA en líklegt er talið að Kaldbakur kaupi þennan bita. Magnús Gunnars- son, starfandi stjórnarformaður Eimskips: Mun stýra mestu tilfærslu afla- heimilda tilþessa. Eimskipafélag íslands ákvað í gær að selja Brim, sjávarútvegsarm fyrirtækisins. Brim ræðuryfir 11% aflaheimilda á íslandsmiðum og er stærsta sjávar- útvegsfyrirtæki landsins sé miðað við þann mæli- kvarða. Mikill áhugi er á félaginu en þó verður að teljast ólíklegt að það verði selt í heilu lagi. Bitinn er of stór. Brim var stofnað á sínum tíma þegar Eimskip sameinaði rekstur Skagstrendings, Útgerðarfélags Akureyringa og Haraldar Böðvarssonar. Þessar þrjár einingar verða líklegast seldar stakar að mati sérfræðinga. En málið er flókið vegna fjármála- og byggðahagsmuna. Sérfræðingar telja að Brim hafi verið keypt á allt of háu verði á sínum tíma og erfitt verði að selja það fyrir viðunandi verð, hvort sem er í heilu lagi eða einingum. Að sama skapi verði að taka tiUit til mögulegrar byggðaröskunar sem gæti fylgt viðskiptunum. Líklegast að Kaldbakur hreppi hnossið Landsbanki íslands mun sjá um að kanna áiiuga kaupenda. Heimildir blaðsins herma að þrátt fyrir áðurnefnd vandamál sem gætu skapast við söluna sé ltklegast að Kaldbakur muni kaupa Útgerðarfélag Akureyringa af Brimi. Kaldbakur er í meirihlutaeigu Kaupfélags Eyfirðinga og Samherja. Félaginu er mikið í mun að ÚA verði áfram í eigu heimamanna og vitað er að Samherji hefur sýnt fé- laginu mikinn áhuga gegnum tíðina. Kaldbakur undirritaði í vikunni lánasamninga við Kaupþing Búnaðarbanka, sem á 18% í Kaldbaki, og Lands- bankann um endurfjármögnun gamalla lána og nýja lántöku fyrir aUt að 10 miUjarða króna. Þessi samningur gerir það að verkum að fjárfestingar- geta félagsins er mikil. Nægilega mikil til þess að kaupa ÚA, en innan Brims var UA metið á rúma 7,5 miUjarða á sínum tíma. Vissulega gætu kaup Kald- baks á ÚA kaUað fram vandamál varðandi kvóta- þak vegna aðkomu Samherja að Kaldbaki en marg- ir benda á að ekld sé erfitt að fara kringum slík þök. Fleiri um hituna í málefnum HB en færri í Skagstrendingi Kaldbakur hefur ekki einungis miUjarða í sjóð- um tU kaupanna því fyrirtækið á einnig rúm 30% í Tryggingamiðstöðinni. Landsbankinn gæti horft hýru auga til þessarar eignar en markaðsvirði hennar er tæpir 4 miUjarðar. Innan fjármálaheims- ins er talið líklegast að kaup Kaldbaks á ÚA verði þannig að Landsbankinn fái hlutabréf í TM í skipt- um fýrir bréfin í ÚA og fyrrnefnda félagið borgi það sem upp á vantar með peningum. Ef Landsbankinn og Kaldbakur myndu skiptast á bréfum ætti bankinn rúmlega 30% í TM. Stærsti hluthafi TM er ísfélag Vestmannaeyja og tengdir aðilar. ísfélagið sæi hag í samstarfi og í eignaraðild á HB. Ljóst er að ef viðskipti á mUli Landsbankans og Kaldbaks fara fram með áðumefndum hætti opnast gmndvöUur fyrir einhvers konar viðskipti á miUi bankans og ísfélagsins í tengslum við TM og HB. Hætta á ólgu Heimamenn á Akranesi lýstu yfir áhuga sínum á að kaupa aftur félagið þegar Landsbankinn tók yfir Eimskip. Ekkert hefur breyst í þeim efnum. Flesúr þeir sérfræðingar sem blaðið ræddi við í gær vom sammála um að heimamenn hefðu ekki fjárhags- legt bolmagn tU þess að kaupa fyrirtækið sjálfir. En það útUokar ekki að þeir geri það í samstarfi við aðra aðUa eða fyrirtæki. Það hlýtur að teljast lfldeg- ur kostur þar sem óheppUegt gæti verið fyrir Lands- bankann að stuðla að sölu á HB sem myndi leiða það af sér að rekstur myndi fara úr byggðarfélaginu. Slíkt gæti skapað pólitíska ólgu sem gæti skaðað bankann. Hvað sem af verður er einnig ljóst að Grandi, sem lengi hefur haft augastað á HB, fylgist grannt með málum og gæti komið að málum. Flestir eru sammála um að óljóst sé hvað verð- ur um Skagstrending. En það er lida fyrirtækið, þótt öflugt sé, í hópi hinna tveggja stóm innan Brims. Heimamenn hafa lýst yfir áhuga á að kaupa félagið aftur og beiðni um viðræður liggur á borð- um stjórnenda bankans. Telja verður líklegt að málefni Skagstrendings verði látin bíða meðan framtíð ÚA og HB ræðst þrátt fyrir að ekki sé minna í húfi fyrir heimamenn. Mick Jagger er tannlaus Það er nú hlaupið í flest skjól þegar sjálfur Mick Jagger er orðinn Sir Mick Jagger. í fyrsta lagi er orðið ótrúlegt hvernig svona hyski eins og Elísabet Bretadrottning haga sér. Það er snobbbið sjáiði tU. Hún er farin að snobba fyrir frægum. Bara hverjum sem er. Svartltöfði er nefni- lega þannig að hann sér í gegnum alla. Líka Mick Jagger sem þiggur þennan titil eins og ekkert sé. Af því að hann vill að elítan samþykki sig pn Elísabet vill að alþýðan samþykki sig. En allir sannir Stóns-aðdáendur skammast sín rétt eins og allir Bubba-aðdáendur skammast sín þegar hann tuðar þessi ástarljóð sín. Menn mýkjast og allt það en fyrr má nú láta draga úr sér tenn- urnar en að fara að kyrja þetta væl. Því Bubbi var kóngurinn, rétt eins og Jagger. Þetta voru uppreisnar- seggir sem héldu okkur á lífi. Þeir sungu með hnefanum og skrifuðu ljóð sín með blóði. Voru sannir listamenn, næstum því. Nú eru þeir hins vegar eins og tvær gamlar konur sem þiggja hvaða upphefð sem þeir fá. Flvort sem það er Elísabet Bretadrottning eða miskunn bflaumboðs. Þá leggur Svarthöfði nú frekar til að menn taki. fram Bob Dylan-safnið sitt. Það er eini listamaðurinn sem hefur leyft sér að þroskast og dafna án þess að láta rífa úr sér hverja einustu tönn. Hann kyrjar ekld eins og gömul frænka í jólaboði. Bob Dyfan er eins og Megas. Að eilífu sannur. Og áfram Megas! Finna útgefanda handa honum svo Alþingi eyðileggi manninn ekki með þessum bévítans heiðurslaunum sínum. Svarthöfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.