Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Page 19
18 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 !ll' Fókus 0V Þessa dagana eru margir karlmenn að velta því fyrir sér hvað konur raun- verulega vilja. Nánar tiltekið, hvað vilja þær jólagjöf? Er í lagi að gefa konunni sinni g-streng, eða vilja þær frekar góða bók? Valur Gunnarsson fékk leikkonurnar Elmu Lísu Gunnars- dóttur og Sólveigu Guðmundsdóttur í lið með sér og rannsak- aði málið. Við sitjum í sendiferðabíln- um og bfðum eftir tveimur stúlkum, Teitur ljósmynd- ari og ég. Elma Lísa og Sól- veig hafa samþykkt að hjálpa okkur að leysa ráð- gátuna um hvað það er sem konur vilja. Nánar til- tekið, hvað er það sem þær vilja í jólagjöf. Það er þó eitt sem að allir karlmenn vita um konur. Þær eru lengi að hafa sig til. Okkur til halds og trausts höfum við fullan poka af frosnu heilsunammi sem Teitur hafði keypt um morguninn en skil- ið eftir í bílnum allan daginn. „Heilsunammi" hljómar í fyrstu eins og eitt af þessum orðasam- setningum sem er mótsögn í sjálfu sér, eins og „sýndarveruleiki" eða „gjafaverð," en þetta er reyndar ekki svo slæmt. Að minnsta kosti ekki þegar maður er búinn að halda súkkulaðihúðuðum bananabitan- um eða jógúrthnetunni í lófanum í smá tíma. Við náum hins vegar ekki að gefa snarlinu nógu góð skil. Elma kemur hlaupandi yflr gang- stéttina og, merkilegt nokk, á rétt- um tíma. „Hún er bara ein,“ segir Teitur. „Og ég sem hafði pantað tvær,“ segi ég, og ekki í fyrsta skipt- ið sem þannig pöntun klikkar. Ég teygi hendina aftur, opna hurðina, og fæ mér aðra lófafylli af heilsunammi. Þetta er eins langt og riddaramennska mín nær. Elma sest inn og tilkynnir okkur að við þurfum að fara að ná í Sólveigu, samleikonu hennar úr Meistaran- um og Margarítunni sent Hafnar- fjarðarleikhús frumsýnir þann 6. janúar. Konur og skór „Byrjum á skóm,“ segir Elma þeg- ar við komum inn, sem er líklega það sama og Imelda Marcos sagði við eig- inmann sinn þegar þau fóru að kaupa inn. Maður þarf þó sem betur fer ekki að hafa fjárráð einræðisherra á Filipsseyjum til að gleðja frúna, því stúlkumar njörva óskalistann niður í tvo valkosti: stígvél, eða áramótaskó með glimmeri. Leikkonumar komast í gírinn þegar þær koma inn í búðina, og fara að leika sjónvarpsmarkaðs- stúlkur af mikilli list. „Þetta er ekkert verð fyrir slíka vöm,“ segir Sólveig og ég er næstum sannfærður, enda er þekking mín á kvenmannsskóm ein- hvers staðar mitt á milli vitneskju minnar um æxlunarferli þömnga eða finni punkta þjóðfélagsgerðar í Efri- Volta. Þær taka fram stígvél og Sólveig er enn í sjónvarpsmarkaðsham. „Rautt fyrir þá sem þora," segir hún, en við- urkennir þó að hún hafi einhvem tímann átt sitt græna tímabil, sem sést víst enn á grænu sófasettinu í stofunni hennar. Leiðin að hjarta konunar virðist því ekki vera, eins og almennt er talið, mikið magn af ókeypis áfengi, heldur virðist sem að sleppa henni lausri í skóbúð heilli konu jafn ömgglega og að leiðin að hjarta mannsins liggur í gegnum magann. Konur koma á óvart Áður en langt um líður er þær farnar að upplýsa mig um fleiri leyndardóma betur lyktandi kyns- ins. „Það má ekki vera eitthvað sem mikið er til af,“ segir Elma þegar við göngurn framhjá tískuvöruverslun, enda virðist það vera helsta martröð kvenna að mæta í samkvæmi þar sem einhver önnur er í nákvæmlega eins kjól, vandamál sem herskarar af mönnum í svörtum jakkafötum virðast kæra sig köllótta um. „Gjöfin þarf ekki endilega að vera dýr,“ bæt- ir hún við eins og þruma úr heið- skíru lofti, og ég kemst enn og aftur að því hvað ég veit í raun lítið um Kápa: 16.900 1 krónur „Spari, hversdags. f kvenleg" DV Fókus LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 1 9 Leikföng: „Nauðsynlegt að varðveita bamið i sjáfum sér" Northface úlpa: 21,990 krónur „Róinantískari gjöf en gönguskór." konur. „Stundum getur verið gott bara að nota ímyndunarafliö," og ég sé nú fram á að geta sparað mér stórfé, jafnvel þótt ímyndunaraflið standi á sér. Það lifnar enn meira yfir mér þegar ég sé að næsti áfanga- staður er dótabúð. Stelpurnar fara að leita að húlahringjum, sem þær segja að sé gott fyrir magavöðvana, meðan ég fer að skoða kassa merkt- um Action Tank Play Set. Inni í er skriðdreki sem hægt er að breyta í virki, með vélbyssum og þyrlum og öllu, sem virðist geta staðið af sér hvaða árás sem er, og áður en ég veit af er ég farinn að stjórna harðvítugri sveit vopnbúinna manna. „Þetta er ekki til,“ segja stelpurnar og hrifsa mig út úr dagdraumunum. „Húla- hringir eru bara seldir á veturna. „Það er hollt að fara hingað og varð- veita barnið í sjálfum sér,“ segir Elma áður en við förum út. „Eigum við ekki að fara að korna," segi ég, og kannast ekki við neitt barn í sjálfum mér. Konur ilma „Konum finnst aUtaf gott að fá góða lykt," segir Elma þegar við göngum inn í snyrtivörubúð, en það væri annars verðugt rannsóknarefni fyrir vísindamenn að komast að því hvort konur lykta betur frá náttúr- unnar hendi, eða hvort þær noti ein- hver trikk. „Þetta er svona erótísk gjöf sem hægt er að nota saman og gæti leitt ýmislegt af sér,“ bætir hún við, og ímyndunaraUið hrekkur strax í gang. Við göngum meðfram enda- lausu úrvali af olíum og sápukubb- um. Sumar bráðna í hendinni á manni, sumar skilja eftir glimmer, aðrar lykta eins og súkkulaði. Ég sting upp á að við förum í konfekt- búð, enda var það, fyrir tíma ofur- ntódela og átröskunarsjúkdóma, patentuð leið til að bræða hvaða stúlku sem er. Ég lief til dæmis margoft keypt súkkulaði handa kæmstunni minni, en af einhverjum ástæðum helst það aldrei nógu lengi í kassanum til að nýtast sem gjöf. „Konfekt er bara handa ömmu og afa,“ segja stelpurnar, og enn önnur goðsögnin um kvenmanninn hryn- ur fyrir augum mínum. Konur og nærföt Unga fólkið í dag virðist alltaf vilja vera að gera eitthvað heilbrigt. „Það er fínt að gefa henni gönguskó ef þið emð göngupar," segir Sólveig. „Nú, eða línuskauta." „Eg sé ekki alveg rómantíkina í göngskóm,“ segir Elma. „En kannski í úlpu," og tekur fram rauða dúnúlpu. Við komum við í bókabúð, og Sólveig stingur upp á taflborði. „Til að rækta sambandið," segir hún, og bætir við að konur séu betri skákmenn en karlar. Ef það er rétt eru æsandi undirföt líklega besta leiðin til að gleðja karlmann eftir að hafa niðurlægt hann við taflborðið allt kvöldið, og við förum í nærfata- vöruverslun. „Sumar vilja eitthvað krúttlegt, aðrar vilja frekar eitthvað kynþokkafullt," segir Elma. „Bestu ráðin em að tékka á stærðum, og muna að konur eru íhaldsamar á nærföt, þannig að það er ekki víst að kona vilji klæðast einhvetju allt öðru en þær gera vanalega." Eg finn mig knúinn til að leggja á hilluna öll plön um að gefa minni leðursamfesting. „Annars á maður bara að fylgja hjart- anu,“ segir Sólveig. Og þó. Kannski verður það leðursamfestingur þrátt fyrir allt. Konurkaupa Nú tekur við endalaus runa af fatabúðum, og stelpurnar virðast staðráðnar í að skoða þær allar. „Ég sá eitthvað bleikt," segir Elma og hleypur einhvers staðar inn, og ég hef ekkert um að velja nema að elta. Bjór og fótbolti vom búin til svo að karl- menn gætu forðast aðstæður eins og þessar. En ég var þó orðinn talsvert vitrari um það hvað konur raunveru- lega vilja, að minnsta kosti hvað varð- ar hluti sem hægt er að kaupa í fata- búðum, og hafði lært margt sem kom mér á óvart, eins og til dæmis að það er hægt að koma mun fleiri verslun- um inn í Kringluna en virðist við fyrstu sýn. Loks nálguðumst við leið- arenda, en eitt var þó eftir. Teitur ljósmyndari var ekki enn búinn að finna gjöf handa konunni sinni. Stúlkurnar standa hugsi um stund. Ég er í þann mund að fara að stinga upp á Action Tank Play settinu þegar Elma Lísa öskrar upp: „Kápa!" Sólveig samþykkir samstundis, og fyrr en var- ir erum við aftur stödd í fatabúð. „Þessi er spari, en þessi er meira svona hversdags," segir Elma um tvær álíka síðar svartar kápur meðan Teitur reynir að sjá nokkurn mun á þeim. Að lokum er honum rétt kápa og hann fer í áttina að afgreiðslu- borðinu. „Ég get allaveganna sagt eitt um þennan verslunarleiðangur," seg- ir Elma þegar við göngum út úr Kringlunni. „Ég er loksins komin í jólaskap." Ég gat ekki komist hjá því að vera sama sinnis. valur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.