Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Qupperneq 12
72 LAUQARDAGUR 13. DESEMBER 2003 Fréttir 0V Kaffi-kóla á markað Kólombískir kafflbænd- ur deyja ekki ráðalausir og í stað þess að fá lítið fyrir sinn snúð vegna lækkandi verðs á kaffi hafa þeir þró- að ýmsar nýjungar. Meðal þess er gosdrykkur með kafflbragði og orkukaffi- drykkir sem eiga að höfða til unga fólksins. Samtök kafflbænda segja þess ekki langt að bíða að drykkir á borð við „Kaffi-kóla“ sjáist í hillum stórmarkaðanna. önnur skemmtileg nýjung er á teikniborðinu en það eru einnota filterpokar sem innihalda hárrétt magn af kaffl fyrir kafflkönnur. Áhyggjur af því að blanda og sterkt eða veikt kaffi ættu þá að vera fyrir bí. Bush hallar sérað Kín- verjum Stjómmálaskýrendur em sammála um að heim- sókn Wen, forsætisráðherra Kína, til Washington hafl verið mikill sigur fyrir kín- versk stjórnvöld. Á meðan heimsókninni stóð varaði Bush Taívana við öllum til- raunum til þess að lýsa yflr sjálfstæði. Þessi ummæli marka stefnubreytingu hjá bandarískum stjórnvöldum. Þau hafa áður þótt vera fremur höll undir málstað Taívans og hafa stutt landið með mikilli vopnasölu. Spenna á milli Kína og Taívans hefur aukist vegna yfirvofandi kosninga í Taív- an. Skoðanakannanir hafa sýnt að þeir frambjóðendur sem berjast fyrir sjálfstæði landsins njóta vaxandi fylg- is. Ummæli Bush hafa vakið hörð ummæli hjá svoköll- uðum haukum innan raða repúblikanaflokksins sem vilja að Bandaríkin taki upp harðlínustefnu gagnvart Kína. Fyrirskipuð vetrarhvíld Masako prinsessa í Jap- an var lögð inn á sjúkrahús í síðustu viku. Sjúkdóms- greining leiddi í ljós að prinsessan er með veirusjúkdóm og verður hún ófær um að gegna opin- berum skyldum fram á vor. „Prinsessan er mjög þreytt og mun hvfl- ast í vetur,“ sagði talsmað- ur prinsessunnar. Eigin- maður Masako er krón- prinsinn Naruhito og eiga þau tveggja ára dóttur. Orðrómur um að prinsess- an væri með barni fór eins og eldur um sinu í Japan þegar fregnir af sjúkrahús- dvöl prinsessunnar bárust út. Spurður hvort þetta væri satt sagðist talsmaður prinsessunnar ekki tjá sig um málið. Skaöabótamál gegn verkfræðistofunni Hönnun er í undirbúningi Damon buinn aö borga vopktöknm Damon keypti húsið við Bakka- staði 9 á 26 milljónir króna og ætlaði að leggja 39 milljónir króna í að fullgera það. Poppstjaman Damon Albam hefur lokið við að greiða öllum verktökum vegna vinnu við hús hans á Bakkastöðum f Grafarvogi. Sfðustu daga hefur hann lagt fram 26 til 30 milljónir króna til undirverktaka verkfræðistofunnar Hönnunar ehf., sem sá um verkefnið, og er kostnaður við húsið kominn upp f rúmlega 90 milljónir króna. Lögfræðingar Damons á fslandi undir- búa nú skaðabótamál á hendur Hönnun, sem þeir segja að hafi bmgðist eftirlits- skyidu sinni þegar kostnaður viö verktaka f vinnu við húsið hljóp upp um rúmar 40 milljónir króna. Damon keypti húsið við Bakkastaði 9 á 26 mílljónir króna og ætlaði að leggja 39 milljón- ir króna í að fullgera það. Húsið er metíð á 58 milljónir króna af fasteignasaia og er það nálægt þeim kostnaði sem lögfræðingar Damons segja að Hönnun hafi áætlað í verkið. Án vitundar Damons jókst kosmaðurinn upp í 90 milljónir króna á árinu og á enn eftir að leggja á annan tug milljóna í húsið til að klára það. Uppi er ágreiningur milli Hönnunar og Damons um hver hafi borið áb>Tgð á verkinu hér á landi. Forsvarsmenn Hönnunar hafa sagt ábyrgðina á stjómleysi við framkvæmdina liggja hjá fulltrú- um Damons á íslandi. Lögfræðingar Damons segja á móti að gerður hafi verið munnlegur samningur við Hönnun um yfirumsjón með smíði hússins, að Hönnim hafi átt að ráða verk- taka til verksins og hafa eftirlit með fram- kvæmdunum. Bið verður á framgangi málsins vegna réttar- hlés sem varir tíi 10. janúar, en fljótiega upp úr því ætia lögfræðingar popparans að þingfesta lögsókn gegn Hönnun. jontrausti@dv.is Össur segir Samfylkinguna draga stuðn- ing við eftirlaunafrumvarp til baka Ríkisstjórnin sagði kostnað miklu minni Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir þingmenn flokksins ekki geta stutt frumvarpið um hærri greiðslur til formanna stjórnmálaflokka og fyrrverandi for- sætisráðherra. Það sé vegna þess að stjórnarliðar verði ekki við óskum um að fyrst verði komist til botns í því hversu kostnaðurinn sé mikill. “Innan okkar flokks komu upp mjög afdráttarlausar og eðlilegar óskir um að kostnaðurinn lægi fyrir. Við því var ekki orðíð og þá treysta menn sér ekki til að styðja þetta mál,“ segir Össur. össur segir að sér og Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstri grænna, hafi í síðustu viku verið kynntir megindrættirnir í frumvarp- inu. í því væri margt sem Samfylk- ingarþingmenn væru sammála. Sjálfur sé hann fylgjandi megin- hugsuninni í frumvarpinu. “Við umræðu í þinginu hafa komið upp álitamál sem þarf að skoða mun betur," segir össur. Hann vísar sérstaklega til útreikn- inga ASÍ: “ASÍ segir að kostnaðurinn við líf- eyrisþátt frumvarpsins sé miklum mun meiri en ríkisstjórnin hefur haldið ffam,“ segir össur, sem þó man ekki. töluna sem rfldsstjórnin nefndi. Össur Skarphéðinsson ‘irman okkar flokks komu upp mjög afdráttarlausar og eðlilegar óskir um að kostnaðurinn þetta lægi fyrir." Steingrímur J. Sigfússon svaraði ekki skilaboðum. Flokkur hans er klofinn í málinu. Úr frumvarpinu hefur verið felld 25 þúsund króna hækkun á launum nefndarformanna. Það verður rætt áfram klukkan tíu í dag Sigurjón Þórðarson, einn flutn- ingsmanna frumvarpsins, sagðist í gær ekki lengur styðja frumvarpið þar sem 220 þúsund kióna hækkun á mánaðarlaunum formanna verður ekki felld út. Samflokksmenn Sigur- jóns, Gunnar Örn Örlygsson alþing- ismaður og Steinunn Kristín Péturs- dóttir varaþingmaður, eru einnig andvíg. Ekki næst í Guðjón A. Krist- insson,- formann flokksins, sem er í fríi erlendis. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingar, sem er einn flutningsmanna tillögunnar lýstí því yfir í gær að hann myndi styðja frumvarpið. gar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.