Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 Fókus DV Gott Bowie-ár Árið 2003 voru David Bowie aðdá- endur dekraðir með spennandi út- gáfum. Hér eru þær helstu: Ziggy Stardust The Motíon Picture kkkk Sögulegir „lokatónleikar" aukasjálfs Bowie, Ziggy Stardust, frá 1973 komu út bæði á CD og DVD í vor. Góð heimild um eftirminnilega stund í rokksögunni. Aladdin Sane 30 ára af- mæiisútgáfa ★★★★★ Tvöföld útgáfa bundin inn í bók. Einhver flottasta endurútgáfa sem maðurhefurséð. Hún kom út í kjölfar svigaðrar útgáfu á Ziggy Stardust í fyrra og góðu fréttirnar eru að EMI stefnir að tvöfaldri afmælisútgáfu af Diamond Dogs á næsta ári. Black Tie, White Noise ■k'k'kic Ein af betri seinnitíma Bowies í þrefaldri endurútgáfu. Auk plötunnar sjálfrar fylgdi með remix- plata og DVD. Mjög forvitnilegur pakki. plötum ZiggyStar- dust (kkkk), Léts Dance (kk), Scary Monsters & Super Creeps (kkkk) SACD Þrjár af plötum Bowies í nýrri SACD endurhljóðblöndun. Flottur hljóm- ur, en lítið lagt í útgáfurnar að öðru leyti og engin aukalög. CLUB BOWIE Club Bowie kkk Forvitnileg útgáfa með 9 remixum af Bowie-lögum sem hafa fæst verið fáan- leg á geisladisk áður. Þ. á m. Scumfrog mixið af Loving the Alien og David Guetta mixið af Heroes. Plata fyrir hörðustu aðdá- endurna. Reality kkkk Nýja Bowie-platan hefur fengið fína dóma, enda prýðis plata. Fyrir skemmstu kom út sérstök út- gáfa af plötunni til- einkuð Reality-tónleikaferðinni. Á henni er eitt aukalag (gamli Kinks- slagarinn Waterloo Sunset) og svo tónleikar frá 8. september á DVD. Þetta voru kynningartónleikar teknir upp í London og sjónvarpað beint til kvikmyndahúsa I nokkrum stórborgum. Ekki bestu Bowie-tón- leikar sögunna, en ágætis auka- efni samt. Best Of Bowie (einföld útgáfa) ★★ Tvöfalda útgáfan af þessari safnplötu kom út í fyrra. Hún stendur alveg fyrir sínu, en það mundi enginn Bowie-aðdá- andi með snefil af sjálfsvirðingu láta grípa sig með þessa einföldu. Það vantar of mikið af lífsnauðsyn- legum lögum. Maður gæti eins reynt að búa til smásögu úr Don Kíkóta. Árið 2003 er búið að vera mikilvægt ár fyrir David Bowie. í haust sendi hann frá sér sína bestu plötu í langan tíma, Reality, og í kjölfarið hóf hann tónleikaferð sem mun ná til 17 landa og standa langt fram á næsta ár. í vikunni kom svo út yfirlits- safnið Sound + Vision sem gefur innsýn í feril þessa merka listamanns. Trausti Júlíusson skrifar um manninn sem breska tónlistarbiblían NME valdi „áhrifa- mesta tónlistarmann sögunnar“. ungu mennina Flestir tónlistarmenn ná sköpunarlegu há- marki á ákveðnu tímabili og svo fjarar smám saman undan þeim þar til þeir verða einhvers konar lifandi minning um fyrra ágæti. Þeir fara þá gjarnan að spila öll gömlu og góðu lögin á tónleikum sem eru aðallega sóttir af sauðtrygg- um langtíma-aðdáendum með fortíðarglampa í augunum. Dæmin eru of mörg til þess að telja þau upp, en þetta á jafnt við um Rolling Stones og Kraftwerk... Á þessu lögmáli eru nokkrar undantekningar, tónlistarmenn sem hafa náð að endurnýja sig reglulega og fara á nýjar slóðir tónlistarlega og ná að toppa aftur og aftur. Gott dæmi um það eru djasssnillingurinn Miles Davis, sem stóð fyrir mörgum byltingum í djassheiminum, og svo Dav- id Bowie sem er ekki bara „áhrifamesti tónlistar- maður sögunnar", ef við tökum mark á tónlistar- blaðinu NME, heldur líka sönnun þess að það er hægt að eldast með reisn í rokkinu og halda áfram að gera áhugaverða hluti þó að maður sé kominn hátt á sextugsaldurinn. Stöðug endurnýjun David Bowie fæddist 8. janúar 1947 í Brixton- hverflnu í London. Hann ólst þar upp fyrstu árin, en flutti svo til Bromley þar sem hann útskrifaðist úr Bromley Technical High School þegar hann var 16 ára. Hann byrjaði þá að reyna fyrir sér sem tón- listarmaður og spilaði á saxófón og söng í nokkrum hljómsveitum sem ekki náðu neinni hylli, þ. á m. The King Bees, The Manish Boys og Davy Jones & The Lower Third. Hann gaf út tölu- vert af efni á seinni hluta sjöunda áratugarins, en það var ekki fyrr en hann sendi frá sér lagið Space Oddity árið 1969 sem hann fór að vekja athygli í poppheiminum. Síðan hefur hann gefið út 27 plötur, samið tónlist fyrir leikrit, kvikmyndir og sjónvarpsþætti, farið í ótal tónleikaferðir, látið í sig helling af dópi, prófað að vera tvíkynhneigður, farið í meðferð og það sem sennilega er merkileg- ast: Skipt margoft um tónlistarstefnu og ímynd og haldið áfram að fara með tónlistina sína á nýjar slóðir. Bowie hefur auðvitað alveg átt sín slæmu tímabil (Never Let Me Down, Tin Machine ...), en David Bowie Sönnun þess að það er hægt að eldast með reisn í rokk- inu og halda dfram að gera óhugaverða hluti þó að maðursé kominn hdtt d sextugsaldurinn. honum hefur alltaf tekist að rífa sig upp aftur. Hann var frjóastur á áttunda áratugnum. Þá sendi hann frá sér hvert meistaraverkið af öðru og breytti um karakter og tónlistarstefnu nánast með hverri plötu. Og allt heppnaðist þetta hjá honum. í seinni tíð hefur hann líka gert góða hluti. Hvort sem við tölum um Scary Monsters & Super Creeps frá 1980, Black Tie, White Noise (1993), Outside (1995), Earthling (1997) eða nýju plötuna Reality. am Ný yfirlitsútgáfa Nýja Bowie safnið, Sound + Vision, innniheld- ur fjóra diska. Það rekur sögu Bowie frá því seint á sjöunda áratugnum og fram til ársins 1993. Á þessum plötum eru bæði flest þekktustu lögin, tónleikaupptökur, sjaldgæfar útgáfur og áður óút- gefíð efni. Það er reynt að nálgast kjarnann í tón- list Bowies og það tekst nokkuð vel. Boxið inni- heldur að auki bók sem rekur sögu hans á þessum tíma. Umbúðirnar eru sérstaklega flottar, það er mikið lagt í bæði texta, myndefni og hönnunina sjálfa. Upphaflega kom Sound + Vision boxið út sem þriggja diska safn árið 1989 og þótti þá tíma- mótaútgáfa, en í nýju útgáfunni hefur fjórða disknum verið bætt við og textinn verið uppfærð- ur. Þessi pakki er kannski fyrst og fremst stílaður á harða aðdáendur, en þeir eru fjölmargir, ekki síst hér á landi þar sem pötur Bowie hafa alltaf selst sérstaklega vel. Bestu Bowie lög sögunnar? Það fer ekkert á milli mála að David Bowie er enn leitandi tónlistarlega. Hann var t.d. tilnefnd- ur sem besti jaðartónlistarmaðurinn („best alternative album") á Grammy-verðlauna- hátíðinni 1997 fyrir hina drum&bass skotnu Earthling, en þá stóð hann á fimmtugu, og platan hans frá því í fyrra, Heatlien, var tilnefnd til Merc- ury-verðlauna. Þessi verðlaun eru fyrst og fremst hugsuð fyrir upprennandi tónlistarmenn sem eru Hann var frjóastur á áttunda áratugnum. Þá sendi hann frá sér hvert meistaraverkið aföðru og breytti um karakter og tónlistar- stefnu nánast með hverri plötu. Og allt heppnaðist þett hjá honum. að gera nýja og ferska hluti. Því verður samt ekki neitað að ef maður er beðinn um að nefna bestu verk Bowies þá eru allar líkur á því að lögin sem koma upp í hugann séu frá áttunda áratugnum. Tímaritið Mojo gaf nýlega út aukablað helgað Bowie. Á meðal efnis er val á bestu Bowie-lögum allra tíma. Það voru aðdáendur, tónlistarmenn og gagnrýnendur sem völdu. Hér kemur listinn yfir þau tíu lög sem hlutu flest atkvæði: 1. Heroes (1977). 2. Life On Mars? (1973). 3. Ashes To Ashes (1980). 4. Station To Station (1976). 5. Space Oddity (1969). 6. Sound & Vision (1977). 7. Star- man (1972). 8. Five Years (1972). 9. Changes (1971). 10. Sweet Thing/Candidate/Sweet Thing (1974).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.