Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Side 42
42 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 Fókus DV f uttinn nkk Ómar Ragnarsson upplýsti ísamtali við blaðakonu The Guardian að hann hefði verið beittur þrýstingi og hótað á meðan hann vann að þáttum um virkjunarmál. Hann segist hafa haldið ótrauður áfram en hvarvetna hafi hann skynjað þrýstinginn enda fyrirtæki ekki þorað að leggja nafn sitt við myndina. Hann býr nú í lítilli leigu- íbúð og er ekki ósáttur við að hlutskipti sitt. Eftirskriftin verður að hann hafi ekki heykst á neinu. „Þetta er í aðra röndina dálítið fyndið því ég hef sagt frá þessu áður en enginn tekið eftir því eða þótt það neitt merkilegt fyrr en nú,“ segir Ómar Ragnarsson um meintar hótanir í hans garð á meðan hann vann að þáttum sínum um virkjunarmál og gerð myndar sinnar, A meðan land byggist. Ómar segir að allt frá því hann hóf að fjalia um virkjunar- mál á íslandi hafi hann fundið fyrir ákveðnum þrýstingi. „Þegar grein Susan De Muth f The Guardian birtist á dögun- um ráku allt í einu allir upp stór augu yfir því sem allir vissu," segir hann. Hann bendir á að líklega sé þetta elsta mál fjölmiðlunarinnar að þegar hluturinn er sagður í þriðja sirm þá virki hann betur en í hin tvö. „Þetta hófst allt saman árið 1998 þegar áhrifamaður í þessu þjóðfélagi kom að máh við konu mína, Helgu ]ó- hannsdóttur, í trúnaðarsamtali í því umhverfi að ekki var annað hægt en taka alvarlega. Ég tók þetta sem skilaboð ákveðins sendiboða sem augljóslega hefði góðar heimildir. Hann sagði við hana: Annað hvort stöðvar þú manninn þinn og það er besti kosturinn. Að öðrum kosti verður hann hreiniega stöðvaður og ég ráðlegg þér að fara að mínum ráðum.“ Krafa um að ég yrði rekinn frá Sjónvarpinu Ómar telur ekki neitt fengið með því að nefna nöfn í þessu sambandi. Um hafi verið að ræða tveggja manna trúnaðarsamtal. Hann segir konu sína hafa komið slegna heim en hún sé sterk manneskja og hafi einfaldlega svarað ' að hún skipú sér ekki af því hvað maður hennar gerði. Ómar segir að þarna hafi verið komin hótun sem ekki hafi verið annað hægt en taka mark á. „Ég hélt áfram en beið eftir að eitthvað gerðist. í framhaldi af þessu kom krafa aust- an af fjörðum um að ég yrði rekinn frá Sjónvarpinu og gerð var rannsókn á mínum störfum eitt og hálft ár aftur í tímann að beiðni útvarpsráðs. Ekkert kom fram í þeirri rannsókn og sumt af því sem ég var sakaður um hreinlega stóðst ekki. Málið datt því niður en þrýstingurinn hefur verið stöðugur síðan.“ Ómar heldur því ffam að eftir þetta hafi hann fundið þennan þrýsting víða í þjóðfélaginu. Hann hafi birst í sam- tölum hans við hina og þessa menn sem dregið hafi úr hon- um og bent honum á að láta nú af þessari umfjöllun um virkjunarmál; það væri best fyrir hann. Ekki geti hann hönd á fest hvaðan þetta sé komið. Hann hafi einfaldelga fimdið fyrir þrýstingnum hvarvema; einkum og sér í lagi þegar hann líti til baka. „Aliur þessi þrýstingur olli því hins vegar að ég var í gríð- arlegri sjálfsritskoðun allan tímann. í gegnum þessi ár hef ég siglt á milli skers og báru af mikilli varkámi," segir Ómar og útskýrir að hann hafi verið skemmtikraftur í 45 ár og höggvið mann og annan í gríni, gert at í stjómmálamönnum og aldrei óttast neitt. „Fyrir fjórum árum samdi ég tvo gam- ■ anbragi, annan með virkjun og hinn á móti, en ég þorði ekki að syngja þá sem skemmtikraftur. Nú spyr ég sjálfan mig hvað sé eiginlega að mér. Hvað er ég svona hræddur við? Hvað hef ég óttast svona? Það er ekki fyrr en nú sem ég átta mig á þessu." ,»•■. ./-1 1 Seldi allt sem hægt var að selja Ómar neitar því alfarið að yfirmenn hans hjá Sjónvarp- inu hafi nokkum tífna bmgðið fyrir hann fæti. Hann hafi fengið fullt frelsi til að vinna að þessum málum án afskipta og verið treyst. Hann hafi gætt hlutleysis og unnið af fag- mennsku og telur menn ekki geta áttað sig á hver hans eig- in skoðun á virkjunarmálum sé. „Ég gæti verið bæði með og á móti og hvort ætti að virkja Gullfoss eða Geysi myndi ég hugsanlega geta rökstutt. Þannig orða ég svarið við þeirri spumingu hver mín skoðun sé.“ Eins og fram hefur komið hefur Ómar notað megnið af sínu fé í gerð myndarinnar. Hann segist hafa ráfað í fjömtíu ár stefnulaust um landið. „Orðið heimskur þýðir heima- alinn maður og ég áttaði mig á að ég var ekki aðeins heimsk- ur, heldur íjallheimskur. Þess vegna fór ég að kynna mér þessi mál betur og ég hef komist að raun um að mér endist ekki ævin til að gera þessum málum almennileg skil," segir hann. Hins vegar hefur myndin kostað mig svo mikið að ég hef ekki haft efni á að eiga íbúð. Eg seldi líka jöklabflinn sem ég var á. í staðinn fór ég á dmslu sem átti að henda en fékk gefins. lítilU leiguíbúð. Þau Helga séu tvö eftir og þurfi ekki neitt meira. „Það er einn óttinn; fólk óttast að þurfa að búa í Lftilli leigufbúð. Ég nýt þess; ég er naumhyggjumaður og ulla á að við þurfum að ferðast í 1200 kflóum af stáli um götirr borg- arinnar. Ég er alsæll með mitt og það er þá ekki neitt til að skilja eftir sig. Ég hugsa um að einhvem tíma á öldinni spyrji barnabömin mín ekki: Hvers vegna gafst afi upp; af hverju heyktist afi á að klára verk sitt? Það er spurning sem ég vil ekid að þau eigi eftir að spyrja. Ég er ánægður með mitt og óttast ekki neitt lengur því það er óttinn sem dregur svo úr og er eyðileggjandi." Vertu þægur, Ómar Ómar hefur reynt að fá styrki til gerðar myndarinnar en jafnan fengið þau svör að menn vilji ekki tengjast því máli. „Margur hefði sagt að ég hefði átt að reyna meira að fá styrki til gerðar myndar innar en einn framkvæmda stjórinn sagði mér að hann gæti ekki rökstutt fyrir hluthöf um hvers vegna þeir legðu fé í mynd sem fjallaði um svo við kvæmt mál. Það var svo loks í haust að þrír aðilar styrktu mig til gerðar erlendu myndarinnar með nokkur hundmð þúsund krónum. „En það voru ekki aðeins fýrirtæki heldur vísindamenn og fræðimenn, sem sögðust ekki geta tekið þá áhættu að koma nálægt þessu máli. Ég fann þennan ótta hjá öllum sem ég ræddi við. Því fór allt mitt fé, sem annars hefði farið í íbúð, í myndina. Svo einfalt er það. Einn framkvæmdastjóri orðaði þetta á þann veg að hann þyrfti að velja þá gaum gæfilega sem hann vildi styrkja. Það er auð velt að neita þér, sagði hann. Það eru tvær setn ingar sem standa upp úr. Annars vegar; þú verð ur stoppaður og hins vegar; vertu nú þægur. Ómar neitar því að vera ósáttur við að búa í Ómar Ragnarsson Lét engan koma i veg fyrir að mynd hans yrði gerð, þrátt fyrir hótanir sem aldrei urðu að verujsika. .- DV-mynd Hari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.