Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.2003, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 2003 Fréttir DV Kínastjórn vill meiri fisk Kínversk stjórnvöld veita skattaívOnanir fyrir innílutt- an fisk í þeim tilgangi að styðja við bakið á þeim kín- versku fyrir- tækjum sem nú eru f harðri samkeppni við íslenskar fiskafurðir á mark- aði í Evrópu. Galdur Kínverj- anna felst í því að flytja inn fisk og vinna úr honum verðmætari afurðir með ódýru vinnuafli. Kínverjar hafa keypt fisk í Evrópu og flutt hann frystan með skip- um til Kína. Þar er hann lát- inn þiðna og hann unninn áður en hann er fluttur aftur til Evrópu og seldur ódýrari en fiskur sem unninn er með dýrara vinnuafli í Evrópu. Vefmiðillinn Intrafish greinir frá því að kínversk stjórnvöld hvetji til innflutningsins með því að lækka tolla og skatta á hráefninu. Frændurnir tveir sem rændu Bónus í Kópavogi vopnaðir í vikunni eru í vinahópi sem meðal annars stóð að innbroti í Keflavík, þaðan sem haglabyssur frændanna voru fengnar. Lögreglan leitar höfuðpaursins í Keflavíkurráninu. Vitorðsmaður í Bónus reyndi að sprengja sig upp og drekkja sér. Lögreglan leitar pilts með hyssur 33 létust í slysum Alls hafa 23 látist í um- ferðarslysum á árinu sem er að líða, 13 karlar, 8 konur og tvö börn. Það er einum fleira en í fyrra en þá létust 22 í umferðarslysum. ÞeUa kemur fram í upplýsingum sem Landsbjörg sendi frá sér í gær. Aðeins tveir mán- uðir voru slysalausir, janúar og febrúar, en flest umferð- arslysin urðu í júlí og ágúst - þá létust tfu manns. Að umferðarslysum slepptum létust ellefu manns í annars konar slysum á árinu. Gervitré eða ekta? „Ég er búin að nota sama gervitréð í fimmtán ár. Keypti það í Vörumarkaðnum sáluga við Ármúia. Það var ansi skemmtileg búð. Tréð er nátt- úrlega alltafjafnfallegt og svo þegar jólin eru búin skelli ég því ipoka með skrauti og ser- íu. Skömmu fyrir jól tek ég tréð út og rétti úr því eins og ball- ettdansara. Þá segja allir„veil". Svona er ísland ídag.“ Rósa Ingólfsdóttir fjölmiðlakona „Jólatréð verður að vera ekta. Ég vil hafa tréð stórt, ekki lægra en 2,5 metra, og barr- heldið. Það er alltaf skemmti- leg stemning að fara með fjöl- skylduna að velja tréð. Ég set svo fyrstu tvær kúlurnar á tréð og þá tekur konan við. Gervi- tré kemur ekki til greina, mér finnst það eins og að hafa gúmmíöndí matinn." Jói Fel bakarameistari 11::; i i . ’ |j V j£_ V 1 ■áár.’i * t 1 • ! 'jjrjg a! 1 ;■ .... * MHEW-, : Hópur félaga undir tvítugu er undir smásjá lög- reglunnar vegna ráns í Bónus f Kópavogi og þjófn- aðar á sex haglabyssum í Keflavík fyrir skemmstu. Um er að ræða sama vinahóp og réðst inn á heim- ili fjölskyldu frá Filippseyjum í Breiðholti í haust. Höfuðpaur innbrotsins í Keflavík í síðustu viku er eftirlýstur af lögreglu og er hann grunaður um að hafa undir höndum tvær af byssunum. Fjórir Keflvíkingar í hópnum brutust inn á heimili í Keflavík í síðustu viku og höfðu þaðaná brott með sér sex riffla og haglabyssur. Tvær af haglabyssunum birtust afsagaðar í höndum frændanna Jóhanns Bjarna Guðjónssonar og Heimis Inga Hafþórssonar í verslun Bónuss á mánudagskvöldið þar sem þeir skipuðu starfs- fólki að krjúpa og rændu peningageymslur. Leit stendur yfir að tveimur byssunum sem eftir eru, en frændurnir eru í haldi á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum DV varð trúnaðar- brestur á milli Keflavíkurstrákanna fjögurra sem rændu byssunum. Þeir földu byssurnar í holu nærri Vogum á Vatnsleysuströnd eftir innbrotið. Tveir þeirra fóru í holuna án vitundar hinna, náðu í tvær byssur og seldu þriðja aðila þær. Sá er grun- aður um að hafa látið Bónusræningjunum þær í té. Þá var tveimur af byssunum skilað til lögreglu. Frændurnir Jóhann og Heimir höfðu 19 ára starfsmann í Bónus í vitorði með sér. Pilturinn fékk taugaáfall eftir að vopnaða ránið var framið og reyndi að fyrirfara sér með því að sprengja upp bif- reið sína í Öskjuhlíðinni. Þegar það tókst ekki gekk hann í sjóinn og reyndi að drekkja sér. Pilturinn bjargaðist og er í faðmi fjölskyldu sinnar eftir áfallið. Lögreglan telur að ránfiðringur hafi gripið um sig meðal vinahópsins, en flestir þeirra höfðu ekki stundað glæpastarfsemi fyrr en í haust. Viðræður um framtíð varnarstöðvarinn- ar heíjast á næsta ári Græða ekki á staðfestunni Douglas Feith, aðstoðarvarnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sem fór fyrir sendinefnd sem hitti Halldór Ásgrímsson í gær, segir að heildar- stefna Bandaríkjanna í varnarmálum kunni í einhverjum tilvikum að bitna á staðbundnum hagsmunum banda- manna Bandaríkjanna. Um slík til- felli verður hins vegar ekki rætt fyrr en á næsta ári. Spurður að því hvort hægt væri að breyta hluverki varnar- stöðvarinnar á Miðnesheiði þannig að hún gagnaðist varnarhagsmunum Bandaríkjanna svaraði Feith að slíkar spurningar yrðu teknar fyrir í viðræð- um á næsta ári. Feith sagði að dyggur stuðningur íslendinga við Bandaríkin í um- deildum málum hefði ekki áhrif á niðurstöður viðræðna í framtíðinni. Um er að ræða langtímabreytingu á. varnakerfi Bandaríkjanna og þær ráðast ekki af stundarhagsmunum heldur breytingum á straumum og stefnum í alþjóðamálum. Með heimsókn Feiths eru málefni Halldór Ásgrímsson og Douglas Feith Feith kom við á íslandi tilað ræða varnarmálin. vamarstöðvarinnar sett í alþjóðlegt samhengi. Feith hefur, ásamt Marc Grossman aðstoðamtanríkisráð- herra, ferðast vítt og breitt um Evr- ópu til þess að kynna bandamönn- um áætlanir Bandaríkjanna. Evrópuferð Douglas og Gross- mans gefur til kynna að áherslu- munur ráðuneytanna tveggja varð- andi framtíðarskipan herstöðvanets Bandaríkjanna hafi minnkað til muna og á þann veg að utanríkis- ráðuneytið hafi færst nær varnar- málaráðuneytinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.