Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 Fréttir DV Útgáfufélag: Frétt ehf. Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson, ábm. Rltstjóran lllugi Jökulsson MikaelTorfason Fréttastjórar Kristinn Hrafnsson Kristján Guy Burgess DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - Aðrar deildir. 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing- ar auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Setning og umbrot Frétt ehf. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagna- bönkum án endurgjalds. Upp eða niður Uppsveiflan í efnahags- lífinu getur snúist í erfið- an samdrátt að mati Þorsteins Þorgeirssonar, hagfræðings Samtaka iðnaðarins. í leiðara í tíma- riti samtak- anna, segir Þorsteinn: „Gríðarlegar stdriðjuíjár- festingar á komandi árum munu hafa ruðningsáhrif á ijölda atvinnugreina og mörg störf í landinu. Vissulega réttlætir sá langtímaávinningur ein- hverjar fórnir. Þd er mikilvægt að réttri efna- hagsstjórn verði beitt á komandi árum með auknu aðhaldi í opinber- um fjármálum og ábyrgri ákvarðanatöku aðila atvinnuiffsins." Sámur kominn út Sámur, blað Hunda- ræktarfélags fslands, er komið út. Meðal efn- is má nefna grein um geldingu hunda, hundaæði, hlýðna hunda í Svfþjdð og postulínshunda. Hálka á Tjörnesi Á Raufarhöfn hefur þorpið allt verið skreytt ljdsum í tilefni jólahatíð- arinnar. Þeir fyrstu byrj- uðu að skreyta strax í nóvember og aðnr eru ekki hættir enn. íbúamir hafa töluvert verið í búðasnatti í nágranna- byggðum og hafa um- hleypingar stundum sett strik í reikninginn. Til dæmis þurfti að draga bfla upp og niður og fram og aftur á nýja, fi'na vegarkaflanum á Tjör- nesi á dögunum en allt fór það vel. Skjár einn austur Nú styttist í að útsend- ingar Skjás eins náist í öllum hverfum Fjarða- byggðar en hingað til hefur stöðin aðeins sést á Reyðar- firði Hafa bæjar- yfirvöld í Fjarðabyggð verið í við- ræðum við forráða- menn Skjás eins frá liðnu hausti. Munu útsendingar heij- ast á Norðfirði nú um helgina og á Eskifirði strax í framhaldi af því. Er tilhlökkun í íbúum sem fæstir þekkja Jay Leno nema af afspurn. •D Q. Q. 3 jQ 3 O :0 «o 'rtj 1« O Q- > £ 3 <U 'O £L o «o <u o i/i C «o '<U Q. «o JXL Þetta taumlausa ég Græðgin hefur ekki aðeins heltekið for- sætisráðherra okkar, nokkra banka- stjóra og einkavæðingarforstjóra. Að mati rfldsskattstjóra nær græðgisvæðingin einnig til fyrirtækja, er ráða sérfræðinga til að komast undan hinni sáralitlu hlutdeild, sem fyrirtækjum er ætlað af skattbyrði landsins. Viðbrögð sérfræðinga og forstjóra eru eins og í pólitík, bönkum og einkavæðingu. For- kláraðir farísear jesúsa sig í bak og fyrir og furða sig á grófu orðbragði rfldsskattstjóra. Það jaðrar raunar við meintan dónaskap fjöl- miðla, sem níðast á ráðherra, er segist ramba við dauðans dyr. Græðgisvæðingin er raunar ekki neitt sérís- lenzkt fyrirbæri, heldur hefur hún á síðustu misserum orðið að svinghjóli alþjóðastjórn- mála. Rfldsstjórn Bandaríkjanna tók snemma eindregna forystu á þessu sviði, en nú eru rfldsstjdrnir annarra auðríkja farnar að taka hana sér til fyrirmyndar. Liðinn er tíminn, þegar Bandarfldn veittu Evrópu Marshall-aðstoð, Sameinuðu þjóð- irnar voru stofnaðar á grunni fagurra sátt- mála og Evrópusambandinu var hvað eftir annað ýtt á æðra tilverusdg að undirlagi póli- tískra embættismanna, sem höfðu markmið sameiginlegs ávinnings allra aðila að leiðar- ljósi. Ekki eru mörg ár síðan rfld fómuðu hik- laust ýmsum sérhagsmunum í þágu meiri sameiginlegra hagsmuna. Þannig borguðu Bretland og Þýzkaland gustukafé til fátækra héraða Evrópu. Nú dettur engum í hug að fórna fimmeyringi fyrir hugsjónir, sem hafa flutt mannkynið fram eftir vegi. Nú tala Bandaríkin aðeins með hótunum og ógnunum við fyrrverandi bandalagsrfld í Evrópu. Bandarfldn neita nánast öllu sam- starfi við umheiminn, allt frá Kyoto-bökun yfir í stríðsglæpadómstól. Viðkvæðið er alltaf það sama: Samstarfið getur skaðað hagsmuni Bandaríkjanna og heft svigrúm þeirra. Evrópa er að verða eins. Frakkland og Þýzkaland neita að borga sektir fyrir meiri halla á fiárlögum en myntbandalag Evrópu leyfir og komast upp með það í krafti stærðar sinnar. Spánn og Pólland neita að samþykkja jafnari atkvæðisrétt í Evrópusambandinu, af því að þau hugsa bara um eigin hag. Frakkland og Þýzkaland ná sér niðri á Spáni og Póllandi með því að frysta greiðslur tfl þróunar fátækra svæða í Evrópu. Smáseiði á borð við Tékkland og Ungverjaland segjast í skelfingu sinni enga aðild eiga að græðgi Spánar og Póllands og bjóða fram aðild sína að fransk-þýzkri innherjaklíku. Þegar bandarfld og ríkjasamtök tapa áttum vegna taumlausrar græðgi einstakra ríkja, er skiljanlegt, að íslenzk fyrirtæki ráði skattleys- isfræðinga og forsætisráðherra láti klæð- skerasauma fyrir sig lög um himinháan starfslokasamning. Þáð er tíðarandinn. Þetta taumlausa ég. Jónas Kristjánsson Þótt lífeyrisfrumvarp Davíðs Oddssonar sé nú orðið að lögum, þá er ljóst að það hefur skiiið eftir sig spor í (slenskum stjómmálum. Mál- ið sem átti að sigla gegnum þingið átakalaust og eftirtektarlítið en hef- ur reynst furðu afdrifaríkt. Eins og bent hefur verið á hér í DV - og reyndar víðar - þá hafði máiið með- al annars þær afieiðingar að rflás- stjómarflokkamir standa nú þéttar saman en áður og hugleiðingar um að samstarf þeirra muni ef til vill ekki endast fram að forsætisráð- herraskiptum em nú að mestu úr sögunni. Birgir Guðmundsson skrifar um þetta mál í Fréttablaöinu í gær og fjallar þar um þau sár sem málið hefur valdið innan stjómarandstöð- unnar, en allir formennimir lentu í býsna kröppum dansi vegna þess að fmmvarpið virtist sniðið til að þeir myndu styðja það - enda hækkaði þeirra eigin kaup verulega við sam- þykkt þess. Birgir segir meðal annars: „En á sama tíma og átökin um lífeyrismál æðstu ráðamanna efla samstöðuna í stjórnarflokkunum, er alveg ljóst að þetta mál mun hafa þveröfug áhrif í stjórnarandstöðuflokkunum. For- menn þeirra hafa orðið fyrir svo al- varlegum álitshnekki vegna málsins að seintmun fenna yfír. Steingrímur J. Sigfússon og Ússur Skarphéðinsson hafa ekki einvörð- ungu misst tiltrú hjá almennum fíokksmönnum og ýmsum úr þinglið- inu líka, eins og GuðjóniA. Kristjánssyni, heldurbúa þeir við að hafa öfluga forystumenn í sínum fíokkum - Ögmund Jónas- son, þignfíokksformann VG, oglngi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, varafor- „Kona úti íbæ." Var hún á móti lífeyrisfrumvarpinu „frá upphafi" eður ei. mann Samfylkingarinnar - sem voru á móti málinu frá upphafí. “ Þetta er áreiðanlega rétt í tilfelli ögmundar - og mun framganga hans í málinu eflaust uppi um skeið - en hins vegar herma heimildir okk- ar á DV að ekki sé jafa rétt að Ingi- björg Sólrún hafi verið „á móti mál- inu firá upphafi". Málið var lagt fram á þingflokksfundi SamfyUdngarinn- ar að kvöldi til og þar mun fátnn eða engum andmælum hafa verið hreyft við málinu. Viröast samfylkingar- menn rétt eins og fleiri þingmenn hreinlega ekki hafa áttað sig á hvað þama var á ferð og þó einkum hvemig það myndi mælast fyrir úti í samfélaginu. Eftir að allt komst í háaloft vegna málsins og Samfylk- ingin bakkaði fiá stuðningi viö frumvarpið, þá hélt Páll Magnússon varaþingmaður Framsóknarflokks- ins því fiam í ræðustól að „kona úti í bæ“ hefði talað samfylkingarmenn til, tekið þá út undir vegg og fengið þá til að styðja ekki ffumvarpið. Var þar átt við Ingibjörgu Sóliúnu og andstæðingum ffumvarpsins úti í samfélaginu þótti Ingibjörg maður að meiri fyrir vikið. man að Jón Baldvin, starfsfélagi minn, sagði að maður ætti ekki að vera í vinnunni nema svona einn til tvo tíma á dag og síöan ætti maður að vera einhvers staðar að huga um framtíðina. Þetta hljómar ágætlega í mínum eyrum. Það væri oft hjálp- legt að hitta hina gáfuðustu menn landsins, td. á Þingvöllum og rölta þar um hraunið og spekúlera. Þannig er þetta nú ekki. en það er mjög mikilvægt fyrir þann sem er í ráðherrastól eða við stjóm fyrirtækis að hann festist ekki í smáatriðunum. Maður hefur kynnst mjög góðum mönnum sem maður telur að muni nýtast til góðra verka, bæði hjá fyrir- tækjum og eins í opinberri stjórn- sýslu, sem verða helteknir af smáat- riðum og gera engan greinarmun á þeim og aðalatriðunum, og sinna jafnvel smáatriðunum til að forðast aðalatriðin. Það eru oft hinir verstu starfsmenn þó þeir séu góðgjarnir, velviljaðir og jafn samviskusamir og hinir, þegar þeir sitja frá morgni til kvölds við að leysa smáatriðin sjálfír ... Þess vegna verða menn að gæta sín. “ Án þess að vilja á nokkurn hátt gera hlut Ingibjargar Sólrúnar minni en efni standa, þá teljum við okkur sem sé hafa heimildir fyrir því að hún hafí hreint ekki lagst á móti frumvarpinu er það kom fram - og enga fyrirvara haft um stuðning sinn við það. Þær viðræður sem Páll Magnússon eða aðrir framsóknar- menn sáu hana standa í við þing- menn fíokksins munu hafa snúist um annað. Raunar segja heimildir okkar að Ingibjörg Sólrún hafí að- eins lagt fram eina athugasemd við lífeyrisfrumvarpið þegar það var kynnt íþingflokknum ogþað laut að hinni stórfelldu hækkun sem for- menn stjórnandstöðufíokkanna áttu að fá. Ingibjörg vildi fá að vita hvern- ig væri aftur með flokksformenn sem ekki sitja einu sinni á Alþingi - frekar en hún sjálf. Af Davíð er það að frétta að í nýjasta tímariti Vís- bendingar er prýði- legt viðtal við for- ingjann þar sem hann fer víða. Með- al annars fjallar hann um eigin stjómsýslu og starfs- aðferðir með þessum hætti: „Ég Hver var á hverju hven Fyrst og fremst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.