Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 51
DV Fókus 4 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 51 Gott og Ijótt Fiskurinn var góður, ferskur og hæfilega lítið eldaður, jafnt pönnu- steikt stórlúða sem hvítlauksristaður hlýri. Estragon-krydd hæfði stórlúð- unni vel, sem og hvítlaukur hlýran- um. Pönnusteiktur saltfiskur var vel útvatnaður og milt eldaður, borinn Veitingarýni ffam með lauk- og ólífublönduðu tómatmauki, sem yfirgnæfði ekki á þessum stað. Hér var borin virðing fyrir hrá- efni. í eldamennskunni var því leyft að njóta sín, öfugt við það, sem því miður tíðkast víða á snobbuðum stöðum, þar sem hráefni er eyðilagt með matreiðslubókastælum, sér- staklega þar sem hinn nýi og oftast dapri blandstíll að hætti uppa hefur haldið innreið sína. Súpur dagsins voru aftur á móti flestar óvenjulega magnaðar af kryddi, kúmenkrydduð sveppasúpa og reyklaxkrydduð seljustöngla- súpa. Hrásalat var alltaf frísklegt og girnilegt. Borið var fram tvenns kon- ar og stundum þrenns konar brauð með smjöri og ólífuolíu. Umgjörðin á Gallerý Fiski á horni Höfðabakka og Strengs er smekk- laus og kuldaleg, þrátt fyrir grátt tré- gólf og ljósar borðplötur úr límviði. Hvítmálaðir veggir og loft, berir gluggar og perur, stálstólar og stál- borð framkalla kuldann. Noregsblá- ar sessur og sófabök, Svíþjóðarbláar setur og stólbök, svo og Ishafsgræn skilrúm við anddyri og salerni garga hvert á annað. Á verðlagi staðarins má ekki bú- ast við lúxus í innréttingum. En ljósaskermar úr Ikea og gluggatjöld úr Rúmfatalagernum mundu gera gæfumuninn. Varla er meiningin að búa til eins konar flskbúðarstemn- ingu, því að þá væru flísar heppi- legri, svo sem sjá má í mörgum er- lendum flskréttahúsum. Umhverfið dregur fjögurra stjörnu matreiðslu niður í þrjár stjörnur í heildina. í hádeginu er staðurinn vinsæll í tveggja manna viðskiptahjali bindis- lausra verkstæðisformanna, sem vafalaust liði eins og fiskum á þurru landi, ef staðurinn væri smart. En þeir fá í hádeginu mat, sem er pen- inganna virði, súpu dagsins og val milli þriggja fiskrétta á 1290 krónur að meðaltali. Á fastaseðli, sem er notaður á kvöldin, kosta fiskréttir að meðaltali 1490 krónur. Jónas Kristjánsson Fegurðardrottning frá Venesúela Áritaði nektar- myndir sem lausnargjald frá mannræningjum Fyrrverandi keppandi í Miss Universe fegurðarsamkeppn- inni, Veruska Ramirez frá Venesúela, slapp heldur ódýrt þegar henni var rænt í bifreið í Valencia fyrir skömmu. Ræningj- amir höfðu að sögn lögreglu ekk- ert illt í huga og ætluðu bara að fremja „hefðbundið rán" og hafa af henni verðmæti og fjármuni. Þeir gerðu sér ekki grein fyrir að þær væm að ræna fegurðar- drottningu Venesúela fyrr en þeir rákust á kassa í bílnum með 15 nýútkomnum dagatölum sem meðal annars innihéldu nektar- myndir af fegurðarrósinni. Loks komust mannræningjarnir og Veruska Ramirez Slapp frá mannræn- ingjum með því að árita dagatöl sem hún sat fyrir á. fegurðardrottningin að því sam- komulagi að hún yrði látin laus gegn því að þeir tækju öll daga- tk tölin, en ekki fyrr en hún væri búin að árita þau. Við svo búið hóf stúlkan að rita nafn sitt á dagatölin og loks var henni sleppt á götuhorni í Valencia, þaðan sem hún gekk á næstu lögreglustöð og tilkynnti glæp- inn. Að sögn umboðsmanns Ramirez var stúlkan ósködduð eftir atburðinn og ræningjarnir létu það nægja að hafa af henni fjármuni og dagatölin. Lögregla rannsakar nú málið en að svo stöddu hefur ekki tekist að hafa uppi á glæpamönnunum. Dv. Nýtt DV sex morgna vikunnar. Sími 550 5000 Ekkert kynningartilboð. askrift@dv.is Engin frídreifing. WWW.VÍSÍr.ÍS Mánaðaráskrift 1.995 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.