Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003
Fréttir DV
Japanir hjálpa
loks írökum
Japönsk stjómvöld hafa
loks ákveðið eftir margra
mánaða íhugun að aðstoða
við uppbyggingu í Irak.
Munu tugir birgðaflutn-
ingavéla flytja mat og
nauðsynjavörur til stríðs-
hrjáðra íraka.
Af því tilefni hefur verið
settur varnarbúnaður í allar
birgðaflutningavélar þeirra
enda er hræðsla við þá
mörgu hryðjuverkahópa
sem enn em víða í landinu.
Búnaðurinn virkar þannig
að sé loftskeyti skotið að
flugvélinni getur flugmað-
urinn skotið út tugum blysa
sem ætlað er að hrekja
flugskeytið af leið enda eru
flest flugskeyti hitasækin.
Nýtt HABL
tiífelli
Nýtt tilfelli alvarlegrar
bráðalungnabólgu (HABL)
kom upp í Taiwan í fyrra-
dag. Sjúklingurinn er 44 ára
gamalf vísindamaður sem
starfar á sýklarannsókna-
deild í Taipei, samkvæmt
upplýsingum frá Land-
læknisembættinu. Grunur
leikur á að sýkingin tengist
störfum hans þar og er það
annað slíkt tilfelli sem
greinst hefur. Það fyrra
greindist í Singapore í sept-
einber. Enn sem komið er
hafa engin einkenni fundist
hjá þeim sem maðurinn
hefur átt samskipti við en
heilbrigðisyfirvöld í Singa-
pore hafa sett 70 manns í
einangrun. Yfirvöld í Singa-
pore eru vongóð um að hér
sé um stakt tilfelli að ræða
og að sjúkdómurinn hafi
ekki náð að breiðast út.
Síðasta útkall
fyrir jólapóst
Síðasti sendingardagur
fyrir jólapakka og jólakort
innanlands með Islands-
pósti er sunnudagurinn 21.
desember - eigi jólapóstur-
inn að komast örugglega til
viðtakanda
fyrir jól.
Örugg-
ast er að
senda tím-
anlega svo
viðtakend-
ur gleðjist
á jólum,
segir ís-
landspóst-
ur sem þó tekur á móti
pósti allt fram að jólum.
Laugardaginn 20. des-
ember verða öll helstu
pósthús landsins opin og
sunnudaginn 21. desember
verða öll pósthúsin opin.
Pósturinn er einnig með af-
greiðslu í öllum Nóatúns-
verslunum á höfuðborgar-
svæðinu og í Nettó í Mjódd.
Þá eru sérstök jólapósthús í
Kringlunni, Smáralind,
Mjóddinni, Firði í Hafnar-
firði og Glerártorgi á Akur-
eyri.
Landspítalinn hefur tengt niðurstöður rannsókna við ranga einstaklinga. Þetta er
meðal íjölmargra alvarlegra brotalama sem Persónuvernd segir á meðferð lífsýna
og persónuupplýsinga hjá spítalanum. Landspítalinn kvartaði á móti yfir þvi að
geymslustað lífsýna á spítalanum væri ljóstrað upp
Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónu-
verndar, segir alvarlega öryggisbresti hafa komið í
ljós við meðferð lífsýna og persónuupplýsinga hjá
Landspítalanum.
Að sögn Sigrúnar komu í ljós gallar á upplýs-
ingakerfum við úttekt á öryggi við meðferð lífsýna
og annarra persónuupplýsinga hjá rannsókna-
stofu í meinafræði og á lífsýnasafni Landspítal-
ans:
„Afleiðingarnar eru til dæmis þær að niður-
stöður rannsókna á lífsýnum hafa ekki alltaf
skráðst á rétta einstaklinga. Það eru þannig ýmsir
alvarlegir annmarkar," segir Sigrún.
Að sögn Sigrúnar hefur Persónuvernd ekki
upplýsingar um það hvort sjúklingar hafi beðið
skaða af þessum misbresti. Það liggi þó fyrir að
Landspítalinn hafi ekki mótmælt þessu atriði við
gerð skýrslunnar.
Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans
segist fagna þessari úttekt og hún yrði skoðuð
vandlega.
Óþarfi að tilgreina opna glugga
Persónuvemd fékk athugasemd frá Landspít-
alanum fyrir að ljóstra upp um geymslustaði líf-
sýna á spítalanum. Upplýsingarnar um staðsetn-
ingu lífsýnanna voru að finna í niðurstöðu athug-
unarinnar sem Per-
sónuvernd birti á
heimasíðu sinni.
Niðurstaðan var
tekin út eftir hálfan
sólarhring að
beiðni Landspítal-
ans.
„Athugasemd
Landspítalans laut
að því að nákvæm
tilgreining stað-
anna, þar sem ör-
yggi reyndist ábóta-
Sigrún Jóhannesdóttir vant, gæti raskað
„Afleiðingamar eru til dæmis þær öryggi upplýsing-
að niðurstöður rannsókna á lifsýn- anna. Við töldum
um hafa ekki alltaf skráðst á rétta sanngjarnt að verða
einstaklinga/'segirforstjóriPer- yið ± ugasemd-
sonuverndar um galla a upplýs- . . _ H ° ...
ingakerfum Landspítalans. lnnl■ Það er ekkl
Rannsóknarstofa Landspítalans Það vantar til dæmis að tryggja iæsingar, segir forstjóri Persónuverndar meðal annars um
öryggismáiin á lifsýnasöfnum Landspitalans. DV-Mynd Hari
„Þetta er mikilvægt verkefni
því það varðar heilsufar allrar
þjóðarinnar."
nauðsynlegt að tíunda nákvæmlega alla glugga
sem eru opnir á nóttinni," segir Sigrún.
Ólæst, lekt og bilað rafmagn
Lffsýnasafn Landspítalans er að stofni til um
100 ára gamalt. Það er lang stærsta lífsýnasafn
landsins og er í mörgum byggingum.
Sigrún segir að víða hafi komið í ljós misbrest-
ir á því að það væru viðhafðar nauðsynlegar ör-
yggisráðstafanir:
„Það vantar til dæmis að tryggja læsingar og að
tryggja öryggi raflagna og að ekki sé hætta á
vatnsleka. Þetta fjallar þannig ekki eingöngu um
leynd heldur líka að gögn séu varðveitt ömgglega
þannig að hægt sé að nota þau sjúklingum til
hei0a,“ segir Sigrún.
Samstarf við viðfangsefnin
Sigrún segir Persónuvernd vilja skilgreina
hlutverk sitt sem samstarfsaðila þeirra sem hún
hefur til athugunar og fari ekki fram með valdi. At-
hugasemdirnar varðandi Landspítalann hafi því
einfaldlega verið listaðar upp og spítalanum gef-
inn nokkurra mánaða frestur til að bregðast við.
Sigrún bætir því við að Persónuvernd hafi
gert eða hyggist gera úttekt á öllum lífsýnasöfn-
um landsins. „Þetta er mikilvægt verkefni því
það varðar heilsufar allrar þjóðarinnar," segir
hún.
gar@dv.is
Færeyskir foreldrar tortryggnir og ósáttir við fóstur barna sinna
Hitta börnin 6 klukkustundir á ári
Færeysk hjón, sem Hæstiréttur
synjaði um forræði fjögurra barna
sinna í vikunni, fá að hitta börnin
tvisvar sinnum á ári í þrjá klukku-
tíma í senn. Foreldrarnir voru taldir
alvarlega vanhæfir til að fara með
forsjá barnanna og ástæða til að ótt-
ast um börnin. Þau báru mikil ein-
kenni vanrækslu og grunur lék á að
þau sættu líkamlegu ofbeldi. Fyrr-
verandi makar hjónanna hafa hlotið
fangelsisdóma í Færeyjum fyrir að
hafa beitt börnin kynferðislegu of-
beldi, en hjónin sjálf eru ekki grun-
uð um slíkt. Börnin eru nú öll hjá
sitthverri íslenskri fósturíjölskyld-
unni. Hefur líðan þeirra breyst til
hins betra og þau tekið framförum í
þroska, samkvæmt niðurstöðu sér-
fræðinga. Hjónin komu hingað til
lands með sex börn en tvö þau elstu
eru orðin sjálfráða. Hjónin kröfðust
þess til vara að fá rýmri umgengni
við börnin, en hún er samkvæmt úr-
skurði tvisvar á ári, þrjár klukku-
stundir í senn, undir eftirliti starfs-
manna barnaverndarnefndar. Auk
þess hafa börnin fjögur hist inn-
byrðis fyrir tilstilli fósturforeldra.
Sálfræðingar töldu ekki óæsldlegt
að fundum barnanna með foreldr-
um sínum yrði fjölgað lítillega. Ljóst
væri þó að hjónin væru enn afar
ósátt við fósturráðstöfun barnanna,
tortryggni þeirra og innsæisleysi
virtist síst minna en var og ekki til
þess fallið að skapa það andrúms-
loft, sem æskilegt sé á umgengnis-
fundunum. Þeim sé ekki í huga að
styðja við fóstrið með því að sam-
þykkja það í eyru barnanna. Því
taldi Hæstiréttur ekki ástæðu til að
auka umgengni hjónanna við börn
sín. Hjónin hafa síðan eignast tvö
börn til viðbótar sem búsett eru hjá
þeim.