Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 Fókus DV iSÍ á UeUanum*? Geðsjúkur maður réðst inn á heimili Kristjáns Sigurjóns- sonar, fréttamanns á Útvarp- inu, fyrir rúmum átta árum og varð honum næstum að bana. Maðurinn hafði þá ítrekað hótað Kristjáni sím- leiðis enda stóð hann íþeirri meiningu að Kristján útvarp- aði hans leyndustu hugsun- um. Kristján féllst á að segja DV sögu sína. Heppinn að liía aí árás brjálaðs manns Málið komst í fréttir á sínum tíma. Al- menningur fékk þó aldrei að vita að árásarmaðurinn var illa haldinn af of- sóknar-geðklofa og hafði haft í hótun- um við Kristján svo vikum skipti. Ástæðan var sú að hann var sannfærður um að Kristján, sem þá var starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri, útvarpaði hans leyndustu hugsun- um. „Þetta virtist ekki vera alvarlegt í fyrstu, enda hættir manni til að taka það ekki alvar- lega þegar maður fær símhringingu þar sem maður er beðinn að hætta að útvarpa hugsun- um einhvers," segir Kristján. „Þegar honurn fannst ég virða óskir hans að vettugi og ég hélt áfram að útvarpa hugsunum hans fór þetta að leggjast þyngra á hann. Símtölunum fór að fjölga, hann fór að hringja heim til mín og á endanum var hann farinn að hafa í hótunum við mig og sagði að ég skyldi hafa verra af ef ég hætti þessu ekki.“ Hafði samband við lögreglu Kristjáni og fjölskyldu hans stóð ekki á sama um símtölin. Þau vissu ekki hver var að verki enda númerabirtar ekki til á hverju heimili fyrir átta árum. „Við höfðum samband við lögregluna og ráðstafanir voru gerðar til að rekja símtöl í heimasímann. Það varð aldrei af því vegna bilunar í búnaðinum." Kristján hafði lúmskan grun um að sá sem hefði í hótunum við hann gæti verið einn vist- manna sambýlis fyrir geðfatlaða sem var spöl- korn frá heimili hans. „Ég hafði samband við forstöðumanninn og lét hann vita af þessum grun mínum. Hann sagðist ætla að hafa augu og eyru hjá sér enda fátt annað hægt að gera.“ Hlátur starfsmanns sambýlisins gerði útslagið Grunur Kristjáns reyndist á rökum reistur og að kvöldi þriðjudagsins 28. mars árið 1995 ákvað árásarmaðurinn að nú væri nóg komið. Hann hafði heyrt einn starfsmanna sambýlis- ins skella upp úr og þóttist strax viss um að að- hlátursefnið væri hann sjálfur, starfsmaðurinn hefði augljóslega heyrt hugsanir hans í útvarp- inu. Hann sótti sér stóran búrhníf með rúm- lega 20 sentimetra löngu blaði í eldhúsið, fletti upp heimilisfangi Kristjáns í símaskránni og hélt af stað. „Ég man að ég var að koma yngri dóttur minni í rúmið þegar hann hringdi dyra- bjöllunni," segir Kristján. „Konan mín fór til dyra og maðurinn á dyraþrepinu spurði eftir mér. Þegar ég mætti henni í ganginum náði hún að gefa til kynna að ekki væri allt með felldu enda var maðurinn frekar óásjálegur. Ég hafði því varann á og það hefur örugglega bjargað mér.“ Heppinn að sleppa lifandi Þegar Kristján kom til dyra opnaði hann bara til hálfs. Maðurinn spurði: „Ert þú Kristján Sig- urjónsson?" Þegar Kristján jánkaði því dró mað- urinn hnífinn fram undan jakkanum og lagði til Kristjáns sem náði að hopa undan. Það dugði þó ekki til. Hnífurinn stakkst í hann vinstra megin, neðan við brjóstkassann, skar út úr einu rifbeini og hafnaði í lifrinni. „Eins undarlega og það hljómar var þetta ekki sárt og ég var meira að segja ekki viss um hvort ég hefði verið stung- inn fyrr en ég lyfti upp peysunni og kíkti." Kristján reyndist vera með miklar innvortis blæðingar og var sendur í bráðaaðgerð. Hann lá á sjúkrahúsi í þrjár vikur og taldist heppinn að hafa lifað árásina af. Hafði áhyggjur af dætrum sínum „Ég beið ekki varanlegt líkamlegt tjón þótt ég sé reyndar með ljót ör. Mér fmnst ég líka hafa náð að spjara mig ágætlega andlega þótt svona atburðir fylgi manni alltaf og gleymist ekki svo glatt. Ég hafði meiri áhyggjur af dætrum mínum sem urðu vitni að árásinni. Yngri dóttir mín var á sjötta ári og hin á því fjórtánda. Þetta var þeim erfitt en þær virðast hafa náð að vinna úr þessu. Verst fannst mér að dómskerfið lét þær gjalda fyrir það að vera sterkar. Ég fékk 400 þúsund krónur í miska- og skaðabætur en kröfum um að fjölskyldan fengi bætur var hafnað á þeim forsendum að hún virtist koma nokkuð heil út úr þessu. Þegar ég les dóma í dag verð ég oft mjög reið- ur yfir því hversu lítils virði líf manna og æra virðast metin í kerfinu." Myndi ekki þekkja manninn í dag Árásarmaður Kristjáns, sem var á þrí- tugsaldri, var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps en dómari málsins komst að þeirri niðurstöðu að hann væri ósakhæfur. Hann var sendur á réttargeðdeildina að Sogni þar sem hatln var vistaður næstu misserin. í dag býr hann á sambýli og stund- ar vinnu. Kristján segist ekki líta á árásarmanninn sem ofbeldismann heldur alvarlega veikan einstakling. „Auðvitað varð maður reiður fyrst og fannst að svona hlutir ættu ekki að geta gerst. En ég fékk góðar skýringar hjá geðlæknum og maðurinn hafði einhvern veginn náð að leyna þessum hugsunum sín- um fyrir læknum og starfsfólki sambýlisins. Enginn hafði hugmynd um að hann væri svona langt leiddur. Það er ekki hægt að setja sig inn í þennan hugarheim, maður hefur einfaldlega ekki hugmyndaflug í það." Nú fyrir jólin kom út bók sem heitir Nor- ræn sakamál. í henni er að finna frásagnir íslenskra og norrænna lögreglumanna, meðal annars af máli Kristjáns. „Ég hef að- eins einu sinni hitt manninn eftir árásina. Þá sat ég í biðsal réttarsalarins þegar hann var leiddur út. Ég heyrði aldrei hans vitnis- burð og las eiginlega í fyrsta skipti í bókinni hvernig hann upplifði þetta," segir Kristján sem segist ekki myndu þekkja manninn á götu í dag. Sjónvarpsfólk berskjaldað Það er Kristjáni hulin ráðgáta hvers vegna hann varð fyrir valinu en ekki einhver fjöl- margra samstarfsmanna hans á Útvarpinu. „Ég hef aldrei fengið neinar skýringar á því. Það hafa náttúrlega mjög margir sem vinna í útvarpi og sjónvarpi fengið hótanir og verið áreittir á ýmsan hátt. Sjónvarpsfólk er í raun einna verst statt hvað svona varðar. Meðal annars þess vegna tók ég þá ákvörðun að mig langaði ekki að verða þekkt andlit og þegar ég þurfti að vinna fyrir Sjónvarpið fyrir norðan reyndi ég að komast hjá því að vera sjálfur í rnynd." Hvaö segir orðabókin? Samkvæmt upplýsingum frá íslenskri málstöð er ekkert nýyrði í smíðum sem væri hægt að nota yfir þá einstaklinga sem fá aöra á heiiann og ofsækja þá og ekki stendur til að bæta neitt sérstaidega úr því í nánustu framtfð. Það virðist Ifka sama hversu djúpt er grafið, ekkert gamalt og gott orð kemur upp úr krafsinu. Það er ekki gott að segja til um ástæðuna fyrir þessu. í ensk-íslenskum orðabókum er orðið stal- ker þýtt sem veiðimaður en þar er um að ræða allt aöra merkingu sama orðs þótt „stalkerar" eigi vissulega ýmislegt sameig- inlegt með veiðimönnum. Sögnin to stalk er svo þýdd sem: laumast eða læðast að (td. bráð).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.