Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 35
DV Fókus LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 35 heimildir og kallaði sig De Pontis de Sainte-Hélene greifa og ofursta í hinum konunglega her. Og fáeinum dögum síðar fór það sem eldur í sinu um alla Parísarborg að lögreglan hefði ekki varpað Daríusi öfugum á dyr og kannski meira að segja dæmt hann til hýðingar fyrir að ljúga sök- um upp á virðulegan greifa eins og við hefði mátt búast. Þvert á móti hafði Daríus stutt mál sitt svo sterk- um rökum að lögreglan hafði látið sannfærast, og De Pontis greifí og ofursti í Parísardeildinni væri nú í haldi eins og hver annar ótýndur glæpamaður. Smátt og smátt spurðist sann- leikurinn út um borgina og reyndist svo ótrúlegur að jafnvel Alexandre Dumas hefði átt í erfiðleikum með að fá fólk til að trúa öðru eins í skáld- sögu - og kallaði höfundur Greifans af Monte Christo þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Því greifinn De Pontis var vissulega fýrrum tukthús- limur og þjófúr að nafni Pierre Coignard og hafði líka verið hlekkj- aður við Daríus í fjögur löng ár í hinu illræmda fangelsi í borginni Toulon í Suður-Frakklandi. En það var ekki allt og sumt - því ævi Pierre Coign- ards var flóknari en svo að „einföld" svikabrögð eins og að taka sér nafn annars manns segðu þar alla sög- una. Hið iilræmda fangelsi íTou- lon Pierre Coignard reyndist vera sonur ediksframleiðanda í héraðinu Langeais og fimmtán ára gamall hóf hann iðnám og_ hugðist verða hatt- ari. Þetta var á fnestu umrótstímum frönsku byltingarinnar og Pierre gekk í hinn nýja byltingarher árið 1792. Til að drýgja tekjur sínar fór hann brátt að draga sér aukna björg í bú með smáþjófnuðum og færðist með tímanum æ meira í fang. Hann var orðinn þrautþjálfaður þjófur og svikahrappur þegar upp um hann komst árið 1801 og hann var dæmd- ur til fjórtán ára þrælkunarvinnu fyrir þjófnaði sína og fjársvik. Þess- um árum skyldi eyða í fangelsinu í Toulon sem þekkt var fýrir illan að- búnað og harðneskju við fanga. Til marks um það var hann hlekkjaður við annan smáglæpamann, vin vorn Daríus. Talið var óhugsandi að sleppa úr fangelsinu í Toulon. Þeir fáu sem það reyndu náðust næstum undan- tekningarlaust og voru dæmdir í lífs- tíðarfangelsi eða hreinlega teknir af lífi. En Pierre Coignard var einn þeirra örfáu sem lifðu af flóttatil- raun. Hann undirbjó sig líka vand- lega og lét ekki til skarar skríða fyrr en árið 1805 þegar hann braut með einhverjum hætti af sér hlekkina og lét sig hverfa. Daríus hugsaði hon- um greinilega þegjandi þörfina fyrir að hafa skilið sig eftir - og það átti eftir að reynast honum dýrt. Altént komst Pierre Coignard undan og létti ekki för sinni fyrr en hann var kominn til Barcelona í Katalóníu á Spáni. Þá hafði Napóle- on verið í mörg ár að reyna að brjóta Spánverja undir sig og á Spáni var því fjölmennur franskur her. En þar var líka áköf andstaða við yfirráð Frakka og auk þess höfðu safnast þangað íjölmargir franskir útlagar sem flúið höfðu byltinguna og stjórn Napóleons. Útsjónarsamir ævin- týramenn áttu því ýmissa kosta völ og þarna datt Pierre Coignard í lukkupottinn. Hin heittelskaða Rósa Fyrst kynntist hann stúlku að nafni Rósa Marcen og þau felldu hugi saman. Þótt ekkert bendi til annars en ást Pierre á Rósu hafi ver- ið einlæg spillti það síst áhuga hans að hún var í býsna einstakri aðstöðu. Hún var nefnilega þjónustupía hjá gömlum útlægum greifa sem hét De Pontis de Sainte-Hélene. Hann hafði hrökklast frá Frakklandi við byltinguna og glatað mestöllum eig- um sínum, svo hann bjó í raun við fátækt þarna í Barcelona. Skömmu eftir að Pierre kom til leiks andaðist svo greifinn, saddur lífdaga, og þar sem hann átti enga erfingja féllu hans lítilfjörlegu reitur í skaut þjón- ustustúlkunnar. Þar var um að ræða kistil sem hafði að geyma skilríki hans, vottorð um herforingjatign hans í konungshernum gamla, og annað þvíumlíkt. Þegar Rósa Marcen fór í gegnum kistilinn eftir lát greifans - ásamt sínum heittelskaða Pierre Coignard - Napóleon „G reifinn “ barðist fyrst á móti honum en gekk siðan i her hans kviknaði fljótlega hjá tukthúslimn- um fýrrverandi sú trú að þarna hefði hann fengið upp í hendur tækifæri sem algjörlega ástæðulaust væri að láta framhjá sér fara. Þau Rósa gengu nú í heilagt hjónaband og gerðust um leið greifi og greiíýnja. í upphafi 19. aldar voru að sjálf- sögðu engar hagstofur komnar til sögunnar og ekki búið að finna upp ljósmyndatæknina, hvað þá DNA- greiningar, og því var auðveldara um vik en nú mundi reynast að taka á sig gervi annars fólks. De Pontis de Sainte-Hélene hafði heldur ekki ver- ið í fararbroddi franska aðalsins; hann var í reynd lítt kunnur, átti fáa ættingja og í svipinn voru litlar líkur á að einhver birtist í Barcelona sem þekkti greifann og kæmi auga á að hinn nýi De Pontis væri öllu spræk- ari en hann ætti að vera. Greifinn hafði sem fýrr greinir verið háaldr- aður en Pierre Coignard var um þrí- tugt um þetta leyti. Enda efaðist enginn um greifatign Pierres, né heldur liðsforingjanafnbót hans. Pi- erre gekk nú í spænska herinn sem barðist gegn Napóleon, iíkt og fjöl- margir franskir útlagar höfðu gert. Hann þótti djarfur hermaður og gat sér gott orð í orrustum en þar kom að hann ákvað að gerast liðhlaupi og stökk yfir í franska herinn. Þar var honum tekið með kostum og kynj- um enda kunni Napóleon vel að meta það þegar útlagar sneru aftur. Flúið úr stríðsfangabúðum Coignard fékk hershöfðingjana í her Napóleons til að skipa sig majór og síðan hélt hann enn til orrustu, nú til að berja á spænska hernum sem hann hafði tilheyrt fyrir skemmstu. Hann vann sér enn góð- an orðstír, en svo illa vildi til að hann var brátt tekinn höndum og settur í búðir fyrir franska stríðsfanga. Sem betur fer áttuðu Spánverjar sig ekki á því að hann hefði áður gerst lið- hlaupi úr þeirra eigin herliði - ef það hefði runnið upp fyrir þeim hefði hann sjálfsagt verið tekinn af lífi. Fremur auðvelt reyndist fyrir mann sem hafði sloppið úr fangels- inu í Toulon að laumast brott úr spænskum fangabúðum og Pierre lagði brátt á flótta ásamt nokkrum Frökkum öðrum. Þeir komust til Ai- sír og þaðan komst Pierre til Frakk- lands. Hann gerði sinni trúu og tryggu Rósu orð að hitta sig í París og þangað kom hún með kistilinn góða með öllum skilríkjum De Pontis de Sainte-Hélene greifa. Pierre tók vitaskuld mikla áhættu með því að halda til Parísar en þar voru náttúrulega mestar líkur á að einhver yrði til að bera brigður á að- alstign hans. Jafnframt átti hann á hættu að einhver kæmist að því að hann hefði barist með Spánverjum gegn Frökkum en ekki höfðu allir sama umburðarlyndi fýrir því og Napóleon sjálfur. En pappírar Rósu komu í veg fyrir allar spurningar og á skömmum tíma komu þau hjón sér vel fyrir í höfuðborginni. Pierre Coignard var viðurkenndur sem hraustur hermaður er barist hefði af djörfung og dug fyrir Frakkland og var hann nú hækkaður í tign og skip- aður ofursti. íburðarmikill lífsstíll Umrótin sem varð þegar Napóle- on féfl af stóli árið 1815 megnaði ekki að hrófla neitt við De Pontis de Sainte-Hélene greifa, þeim ágæta manni. Hann tók einfaldlega við sömu stöðu í konungshernum og hann hafði áður gegnt í her Napóle- ons. Þau hjón héldu sig með mikilli sæmd í París og ef einhver spurði um lifibrauð hans - sem hlaut að vera eitthvað annað og meira en rétt og slétt ofurstalaunin - þá kvaðst hann hafa hlotinn mikinn arf eftir föður sinn sem verið hefði forríkur maður. En sannleikurinn var allur annar. Coignard hafði fundið sér annað viðurværi til að viðhalda þeim íburðarmikla lífsstíl sem þau greifa- hjón höfðu tamið sér. Hann var sem sé - milli þess sem hann heimsótti dagstofur hinna ríku og ættstóru í París eða marseraði með hermönn- um sínum - orðinn foringi í þjófa- flokki! Aðgangur Pierres, sem greifa, að heimilum hinna ríku gerði honum kleift að skipuleggja bíræfin innbrot og lögreglan í París tók að furða sig á því hvernig á því stæði að einhver tiltekinn þjófaflokkur virtist alltaf vita nákvæmlega hvar mestra verð- mæta væri að leita. Og Coignard notfærði sér einnig sambönd sín í hernum og mælt er að einu sinni hafi þjófaflokkur hans brotist inn á aðalskrifstofurnar í sjálfu stríðs- málaráðuneytinu og brotið upp peningaskáp sem þar var, og haft á brott með sér gull og silfur sem geymt var í skápnum. Gæfan rennur út Og þannig lifði Pierre Coignard tvöföldu eða öllu heldur þreföldu lífi um skeið og allt virtist ganga honum í haginn. I rauninni var hann Pierre Coignard, fýrrum refsifangi sem þóttist vera De Pontis de Sainte-Hél- ene greifi og fínn maður en var svo í rauninni innbrotsþjófur og foringi í bófaflokki. Ekki er að vita nema þessi blekkingarvefur Pierres hefði vel getað viðhaldist árum saman og jafnvel til hans æviloka - ef lukkan „Þessi maður er ekki De Pontis de Sainte- Hélene greifil Þetta er bara hann Pierre Coignard, og við sát- um saman í fangelsi í gamla daga. Við vor- um mestu mátar og það var líka eins gott, fyrst við vorum hlekkjaðir saman." Loðvík 18. Eftir að hann náði völdum af Napóteon vænkaðist enn hagur„greifans“ hefði ekki loks yfirgefið hann hinn örlagaríka haustdag árið 1817 og þrjóturinn Daríus ekki komið auga á hann þar sem hann sat stríðsfák sinn á Vendome torginu. Sem fyrr segir trúði lögreglan um síðir sögu Daríusar og grefinn De Pontis var kallaður til yfirheyrslu og síðan handtekinn. En Pierre hafði séð það svartara og gerði sér lítið fyr- ir og strauk umsvifalaust úr fangels- inu - ekki í fýrsta sinn. Um leið og hann var laus reið gffurleg innbrota- alda yfir París og var því líkast sem hann og þjófaflokkur hans væru að flýta sér að mjólka þekkingu hans og bíræfni áður en aðallinn og yfirvöld- in áttuðu sig til fulls á því hvernig að innbrotunum var staðið. En með stóraukinni starfsemi lagði þjófa- flokkurinn sig líka í aukna hættu og svo fór að lögreglan handtók allan hópinn í einu lagi eftir vel heppnaða fyrirsát - nema Pierre Coignard sjálf- an sem slapp enn úr greipum yfir- valdanna. Um síðir var hann þó handtekinn líka eftir að ást hans á eiginkonunni Rósu hafði leitt hann á villigötur. Hann stóðst ekki mátið að fara að finna hana þótt hann mætti vita að lögreglan hefði strangt eftirlit með henni og enn var hann kominn undir manna hendur. Ekki konunni að kenna í þetta sinn var lögreglan reynsl- unni ríkari og gætti hans héðan í frá svo vel að honum varð ekki framar undankomu auðið. I júní 1819, tæp- um tveimur árum eftir að Daríus ráf- aði af tilviljun inn á Vendome torg til að fylgjast með hersýningu, þá lauk sögu De Pontis de Sainte-Hélene greifa endanlega með því að Pierre Coignard var dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyrir að hafa tekið sér nafn hans og nafnbætur - og svo að sjálf- sögðu fýrir innbrotin og aðra glæpi sem tókst að sanna á hann. Coign- ard lagði við réttarhöldin þunga áherslu á að Rósa kona sín ætti eng- an þátt í óhæfúverkum hans og fór svo að hún var sýknuð og því laus allra mála. Ekki eru til heimildir fyrir því um hvað Rósu varð, hvort hún lét sig einfaldlega hverfa eða hvort hún hélt til nálægt fangelsinu þar sem Pi- erre Coignard var geymdur og heim- sótti sinn heittelskaða eiginmann reglulega. Af honum er það hins vegar að segja að hann sat fimmtán ár í fangelsinu og andaðist í sjúkra- húsi þess árið 1834, þá sextugur að aldri. í fangelsinu var hann aldrei kallaður annað en Greifinn og ans- aði reyndar varla nema hann væri ávarpaður fullu nafni De Pontis de Sainte-Hélene ofursti og greifi. Var hann vinsæll maður og hvers manns hugljúfi. illugi@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.