Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 47
DV Sport
LAUCARDAGUR 20. DESEMBER 2003 47
Reutersvaldi
Armstrong og
Sörenstam
Bandaríski hjólreiða-
kappinn Lance Armstrong
og sænska golfkonan
Annika Sörenstam voru í
gær valin íþróttamaður og
-kona ársins hjá frétta-
miðlinum Reuters.
Armstrong gerði sér lítið
fyrir og vann erfiðustu
hjólreiðakeppni heims,
Frakklandskeppnina,
fimmta árið í röð en hann
rétt marði enska rúgbý-
leikmanninn Johnny Wilk-
inson og þýska ökuþórinn
Michael Schumacher.
Sörenstam vann sex
stóra titla árinu og spilaði á
PGA-mótáröð karla. Hún
hafði nokkra yfirburði í
kjörinu en næst á eftir
henni kom breska hlaupa-
konan Paula Ratcliff.
Leeds þarf
ekki að selja
Trevor Birch, yfirmaður
knattspyrnumála hjá Leeds,
segir að félagið muni ekki
selja sína bestu leikmenn
þegar leikmannamarkaður-
inn verður opnaður á nýjan
leik í janúar. „Við ætlum
okkur að halda sætinu í
úrvalsdeildinni og það
verður erfitt ef við seljum
okkar bestu leikmenn í
janúar," sagði Birch.
Haukar leika seinni leik sinn gegn franska félaginu Créteil í Evrópukeppni bikar- ^
hafa að Ásvöllum á sunnudagskvöld. Þeir þurfa að vinna með tveimur til þremur
mörkum ef þeir ætla sér áfram í næstu umferð.
Fyrri leikur Hauka og Créteil fór
fram í Frakklandi um síðustu helgi
og þar höfðu Frakkarnir sigur,
30-28. Það er því ljóst að Haukarnir
þurfa að lágmarki að ná fram
tveggja marka sigri til þess að
komast áfram í 8-liða úrslit
keppninnar. Viggó Sigurðsson,
þjálfari Hauka, sagði liðið ekki hafa
leikið vel í Frakklandi og að þeir
ættu helling inni fyrir seinni
leikinn. DV Sport sló á þráðinn til
gömlu landsliðskempunnar Páls
Ólafssonar, sem er aðstoðarþjálfari
Viggós, og spurði hann út f leikinn á
sunnudag.
„Það er ekki spurning að við
keyrum á fullu gasi. Það gaf góða
raun í meistaradeildinni og við
höldum okkur því við það. Menn eru
að fara í jólafrí og því er engin
ástæða til þess að slaka á. Við viljum
ekki fara í fríið með því að detta úr
leik í þessari keppni," sagði Páll og
bætti við að Haukarnir væru með
betra lið en Frakkarnir.
„Það er ekki spurning að við
erum með sterkara lið. Ég er alveg
viss um það en við þurfum bara að
láta það koma í ljós á vellinum.
Vissulega getur samt allt gerst í
handbolta."
„Leikurinn leggst gríðarlega vel í
okkur. Við erum bara tilbúnir í
átökin eins og oft er sagt,“ sagði Páll
glaður í bragði. Hann segir að
Haukamir verði að gera mun betur á
sunnudag heldur en þeir gerðu í
Frakklandi, ef þeir ætla sér áfram.
„Það er alveg á hreinu. Við
sluppum í sjálfu sér vel með því að
tapa aðeins með tveimur mörkum
úti þrátt fyrir að hafa átt frekar
slakan leik. Það jákvæða er að það
em nokkrir leikmenn hjá okkur sem
eiga nokkuð inni eftir frekar dapran
leik úti. Ef þeir spila sinn venjulega
leik þá hefitr maður ekkert stórar
áhyggjur af þessu," sagði Páll.
Hægir Frakkar
Haukarnir stóðu sig geysilega vel
í meistaradeildinni þar sem þeir
mættu meðal annars Barcelona og
Magdeburg. Bæði lið spila
gríðarlega hraðan handbolta en
þetta franska lið spilar ekki
handbolta af sömu gerð.
Ávallt hress Páll Ólafsson, aðstoðarþjálfari Hauka, gantast hér við Sigfús Sigurðsson,
leikmann Magdeburg, i viðureign liðanna á dögunum. Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, notar
tækifærið og teygir úr sér á meðan.
„Þeir spila mjög hægan
handbolta. Þeir taka aldrei hraða
miðju og hraðaupphlaupin eru
svona í rólegri kantinum. Hluti
skýringarinnar er að Kervadec er
frekar hægur og hann virtist ekki
alveg ganga heill til skógar úti f
Frakklandi. Liðið fylgir honum
svolítið og það hægir verulega á
þeim. Þeir em reyndar fljótir aftur
og geta því greinilega hreyft sig.“
Keyrum á þá
Haukamir hafa aftur á móti
tileinkað sér að spila hraðan
handbolta og þeir munu leggja upp
með það sama og þeir gerðu í
Frakklandi - keyra upp hraðann,
keyra yfir þá og jafnvel bakka svo til
baka ef á þarf að halda.
Ætla alla leið A
Haukarnir eru metnaðarfullir ög
þeir ætla sér lengra en að komast í 8-
liða úrslitin - þeir vilja fara alla leið.
„Við ætlum okkur alla leið í
þessari keppni, það er ekkert mjög
flókið. Það þýðir ekkert annað en að
setja markið hátt. Við emm búnir að
sjá liðin í þessari keppni og miðað
við það hvernig við stóðum okkur í
meistaradeildinni teljum við okkur
eiga alla möguleika á að fara alla
leið.
Það þýðir reyndar að allt þarf að
ganga upp. En af hverju ekki að
stefna að því? Það er engin ástæða til
að fara í felur með það takmark
okkar. Það er oft talað svo
varfærnislega að manni hálfleiðist
það orðið. Við erum aftur á móú
óhræddir við að segja frá okkar
takmörkum. Ef þau ganga ekki upp
þá bara ganga þau ekki upp en við
höfðum þó metnað til þess að fara
alla leið og vomm óhræddir við að
segja frá því." henry<5>dv.is
Ætlum okkur alla e ð
S\OP \
Bradford fór á kostum Bandarikjamaðurínn Nick Bradford fórá kostum gegn Madeira á
fimmtudagskvöldið og skoraði 38 stig.
Tvö töp á þremur dögum í Portúgal enduðu drauminn um
efsta sætið hjá Keflavík
Bradford stigahæstur
í tapi gegn Madeira
Keflavík hafnaði í þriðja sæti í B-
riðli vesturdeildar Evrópubikarsins í
körfuknattleik eftir að hafa tapað
tveimur leikjum í Portúgal, gegn
Overanse og Madeira, á þremur
dögum. Keflavík var með jafnmörg
stig og franska liðið Toulon en Tou-
lon var með betri árangur í innbyrð-
isviðureignum liðanna.
Þetta þýðir að Keflavík mætir
franska liðinu Dijon í næstu umferð
en Dijon hafnaði í öðm sæti A-riðils.
Franska liðið hefur heimavallarrétt-
inn í viðureignunum gegn Keflavík
en liðin þurfa að vinna tvo leiki til að
fara með sigur af hólmi.
Bradford fór á kostum
Keflavík tapaði fyrir Madeira á
fimmtudagskvöldið, 108-107, en
sigur í þeim leik hefði fært liðinu
efsta sætið t' riðlinum.
Nick Bradford fór á kostum í liði
Keflavíkur en hann skoraði 38 stig,
gaf 6 stoðsendingar og hitti úr fjór-
um af fimm þriggja stiga skotum
sínum íleiknum. DerrickAllen skor-
aði 28 stig og tók 6 ffáköst og Jón
Nordal Hafsteinsson skoraði 17 stig.
Keflavfk sakrtaði Fals Harðarsonar
en hann lék ekki með vegna meiðsla
á hné.
Madeira var mun sterkari aðilinn
í fyrri hálfleik og leiddi, 58-46, þegar
flautað var til hálfleiks. Leikmenn
Keflavíkur komu hins vegar sterkir
til leiks í þriðja leikhluta og leiddu
eftir hann, 78-77. Síðasti leikhlutinn
var æsispennandi en það fór þó svo
að lokum að Madeira fór með sigur
af hólmi, 108-107. Keflvíkingar
fengu tækifæri tii að tryggja sér sig-
urinn á síðustu fimm sekúndum
leiksins en tókst það ekki.
Féll ekki okkar megin
Guðjón Skúlason, þjálfari Kefa-
víkur, var ósáttur við dómarana í
leiksloks og sagði þá hafa rænt
sigrinum af sínum mönnum. „Ég
veit ekki hvort það er viðeigandi en
mér fannst dómarinn hafa af okkur
sigurinn. Við spiluðum vel í síðari
hálfleik, hittum vel og spiluðum
góða vörn en sigurinn valt á einum
hlut sem féll ekki okkar megin f
kvöld - þannig er körfuboltinn,"
sagði Guðjón.
Með sterkt lið
Þjálfari Madeira var hæst-
ánægður með sigur sinna manna á
Keflavík. „Þetta var frábært. Keflavík
er með sterkt lið sem var að berjast
um sigurinn í riðlinum og því er ég
mjög stoltur af mínum mönnum.
Keflavík er með frábærar þriggja
stiga skyttur sem geta gert hvaða liði
sem er skráveifu.
Allen stigahæstur
Miðherjinn Derrick Allen var
stigahæstur hjá Keflvíkingum í leikj-
unum sex í riðlakeppninni í Evrópu-
bikarnum. Allen skoraði 25,7 stig að
meðaltali f leikjunum sex, tók 8,7
fráköst og hitti úr 60% skota sinna
innan teigs. Nick Bradford skoraði
24 stig að meðaltali, tók 8 fráköst og
gaf 3,3 stoðsendingar.
Gunnar Einarsson skoraði 12,3
stig að meðaltali, Falur Harðarson,
sem spilaði aðeins fimm leiki, skor-
aði 11 stig að meðaltali og tók 19 fleiri
skot fyrir utan þriggja stiga línuna en
innan hennar. Það sama má segja
um Magnús Þór Gunnarsson en
hann skoraði 10,8 stig að meðaltali
en tók 23 fleíri skot fyrir utan þriggja
stiga línuna en innan hennar.
oskan@dv.is
STAÐAN í RIÐLINUM
Overanse 6 4 2 518-507 10
Toulon 6 3 3 504-501 9
Keflavík 6 3 3 585-579 9f
Madéira 6 2 4 514-534 8