Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003
Fókus DV
Frá götum Guatemala í
Guðbjörg Þorsteinsdóttir var tekin í fóstur í
Guatemala sjö ára og flutt til íslands. Þar
beið hennar gatan ein, rétt eins og í
Guatemala. Reynsla hennar er skelfileg. Hér
á landi lifði hún til fjölda ára í heirni dóp-
neyslu og kynlífsþrælkunar.
Hún er dökk á brún og brá, lágvaxin
og ekki leynir sér að Guðbjörg er af er-
lendu bergi brotin enda fædd í
Guatemaia.
„Ég var líklega sjö eða átta ára þegar
ég kom til landsins og man það fyrst að
mér var ekið í sjúkrabíl beint af flugvell-
inum. Mér hefur verið sagt að ég hafi
verið undirlögð af sýkingum og
vannæringu," segir hún og lekur fram
að hún muni ekki margt frá þessum
fyrstu dögum, jafnvel mánuðum. „Ég
var hrædd, það er minrúngin sem upp
úr stendur. Ég skildi ekki tungumálið og
þekkti ekki þetta fólk sem tók mig að
sér. Fyrstu orðin sem ég lærði voru:
„Haltu kjafti!" og ég áttaði mig ekki á
hvers vegna farið var með mig á skrif-
stofu skólastjóra fyrir að segja þessi fáu
orð sem ég kunni f íslensku," segir hún
og bætir við að skólagangan hafi verið
brösótt.
Foreldrar Guðbjargar fengu hana
um það bil sjö ára og hún segist ekki
hafa átt erfitt með að aðlagast eftir að
hún kom tii íslands. „Ég kom beint af
munaðarleysingjahæLi í Guatemaia-
borg sem rekið var af nunnum. Þangaö
var ég send eftir að móðir mín dó og
systkin mín fóru á tvist og bast. Ég hef
ekki séð þau síðan,“ segir hún og lítur
undan.
Móðirin dó og börnin fóru
á tvist og bast
Móðir Guðbjargar var dópisti og átti
nokkur börn með jafn mörgum mönn-
um. Guðbjörg segir hana ekki hafa vitað
hverjir feður þeirra voru. „Mér þótti
vænt um hana og ég var mömmubam.
Ufið á götunni var erfitt; það var stríð í
Guatemala og ég man eftir harðri har-
áttu fyrir brauði. Mamma var lamin og
henni var nauðgað; það sama beið
systra minna. Ég saknaði hennar mikið
þegar hún dó en á munaðarleysingja-
hælinu vildi ég ekki tala við nokkurn
mann; bara grét. Örfáar nunnur komust
ekki yfir að hugsa um öli þau börn sem
þar voru," segir hún og tekur fram að
hún sakni ekki bamaheimilisins.
Dagurinn þegar hún yftrgaf bama-
heimilið er ljós f huga hennar. „I->að
kom kona og sótti mig og annað bam.
Mér var ekkert sagt og ég vissi ekki neitt
hvað beið mín. Ég man að ég fékk
bangsa; guian bangsa með hatt og gogg.
Ég hafði aldrei átt slíka gersemi áður.
ÍLann fylgdi mér á spítalann hér heima
og ég hélt fast utan um hann og á hann
enn. Allt var framandi; snjórinn, fyrsti
ísinn sem ég fékk og sturtukLósettið. Ég
stóð lengi og smrtaði niður aftur og aft-
ur,“ segir hún og getur ekki varist brosi.
Oönsk hjón vildu ekki eiga hana
Áður en Guðbjörg kom til íslands
hafði hún verið send til Danmerkur til
hjóna sem ætluðu að taka hana að sér.
Þau viidu hana ekki þegar tfl kom vegna
veikinda hennar og hún var send til
baka. Nokkru síðar var hún komin tii Ls-
lands. „Ég var hrædd við aiit og alia
þegar ég kom. Ég lærði fljódega að skflja
að grátur væri ekki æskflegur og það
táknaði óþægð að gráta. Ég átti að vera
sterk, prúð og stillt og mig grunar að ég
haf! ekki staðið undir væntingum for-
eldra minna. Þau em virkir alkóhólistar
og ég var tekin til að bjarga hjónabandi
þeirra. Ég upplifði alla tíð höfriun frá
þeim; fannst ég ekki vera velkomin og
skfl ekki enn í dag hvers vegna þau vom
að taka mig að sér,“ segir hún og dökku
augun verða myrk þegar hún hugsar tfl
baka. „Ég var átta eða níu ára þegar ég
reyndi fyrst að svipta mig Lífi. Þá tók ég
inn allar töflumar hennar mömmu og
það var dælt upp úr mér. Ég gerði það
einfaJdiega til að þóknast henni. Hún
vfldi losna við mig og ég vildi gera henni
tfl hæfis,“ segir hún og lítur beint upp.
Ekki löngu síöar leitaöi Guðbjörg í
fyrsta sinn tfl Rauðakrosshússins þar
sem hún fékk athvarf. Þá hafði hún
gengið í gegnum misnotkun ættingja og
ofbeldiö á heimflinu var orðið meira en
hún þoldi. ,Ætli ég hafi ekki verið níu
ára þá. Þar með var hafin ganga mín á
milli fósturheimfla og stofnana. Þess á
milli var ég á götunni. Ég fór að drekka
og nota dóp og foreldrar mínir vildu lít-
iö af mér vita,“ segir hún og þagnar.
Hún heldur áfram og útskýrir að líklega
hafa þau talið sig vera að gera henni
gott. „iin fleiri fósturheimili var ekki
það sem ég þurfti. Ég treysti engum."
Kynlífsþræll í neyslu
Guðbjörg dregur ekki úr því að hún
hafi verið erfitt barn. I henni hafi verið
mikil reiði sem bitnaði á þeim sem fyrir
henni urðu. „Ég treysti engum og þorði
ekki að mynda nein tengsl. Ég efast ekki
um að það hefur verið erfitt að tjónka
við mig. F.g kynntist krökkum sem voru
eldLri en ég og voru f neyslu og ég fylgdi
þeim. Þessu líferni fylgdu innbrot,
skjalafals og allt sem hægt var að kom-
ast yfir til að fjármagna neysluna. Það er
svo margt óhugnanlegt sem fylgir
þessu, sem maður vill helst ekki muna
en veröur að lifa með. Karlmenn nota
sér á ógeðslegan hátt konur sem eru í
þessu rugli og ég er ekki undanskflin
ffemur en margar aðrar. Ég get ekki
nefnt það annað en kynlífsþrælkun og
þaö eru ekki alltaf menn sem sjálfir eru
í neyslu og rugli. Menn með fullu viti
nýta sér ástand manns og jafnvel hafa
tekið með valdi stúlkur eins og mig.
Sjálf á ég að baki skelfilega reynslu í
þessum efnum sem ég á erfitt meö að
horfast í augu við. Annars á maður ekki
að vera að hlífa þessum skröttum sem
geta til að mynda fengið af sér að taka
þrjár konur og binda þær niður á með-
an sex karhnenn nýta sér þær. Á eftir
vorum við neyddar tfl að horfa á mynd-
band af þessari skelfilegu athöfn," segir
„Karlmenn hafa litið á
mig eins og druslu sem
væri aðeins til eins nýt.
Nú er ég að upplifa
það í fyrsta sinn að
vera einhvers metin og
finna að mínar þarfir
hafa forgang. Kærast-
inn minn er líka fyrsti
maðurinn sem mér
finnst að þyki vænt um
mig eins og ég er."
hún og þagnar um stund. Eftir nokkra
umhugsun heldur hún áfram og segir
að það séu tfl menn sem lifi á því að
misnota stúlkur á þennan hátt. „Þeir
sleppa alltaf þessir djöflar sem standa á
bak við þennan viðbjóð," segir hún
ákveðin og lítur upp með hörkusvip.
Misst alla sem mér hafa tengst
Guðbjörg hefur eignast börn sem
hún hefur misst frá sér. Hún vili ekki
ræða það neitt nánar og telur ekki til
neins að riíja það upp. Hún missti
kærasta sinn tii nokkurra ára en hann
tók of stóran skammmt í æð. Hún
bendir á að þannig hafi líf hennar verið;
missir þeirra sem hún tengisl. Tími
þeirra saman var ekkert f takt við þaö
sem gerist hjá venjulegu fólki sem fer í
vinnuna, eldar mat og horfir á fréttir. IJ'"
hennar f mörg ár hefur verið utan við
það sem fólk skflur. Á næturnar fann
hún sér skjól í kössum, stigagöngum
eða einhverjum kofum sem tæpast
héldu vindi né vatni. „Við vorum I
neyslu út í gegn,“ segir hún harkalega
og það er töffarinn í henni sem taiar.
Guðbjörg er sannarlega töff; hún
hefur þoiað svo margt og bendir á að
öðruvísi korrflst maður ekki af í þessum
dópheimi. „Ég hef verið tekin og setið
inni fyrir vopnuð rán, líkamsárás og
ýmislegt sem hefur ekki neinn tilgang
að tala um. Þannig er það bara; ég hef
stjómast af reiðinni sem hefur verið
hvatinn að svo mörgu og svo oft komiö
mér í vanda," segir hún.
Hjartað þolir ekki áframhald-
andi dópneyslu
Oftar en einu sinrfl hefur hjarta Guð-
bjargar gefið sig og það hreinlega
stöðvast. Neyslan á hinum ýmsu efnum
hefur gert það að verkum. Hún segist
hafa verið lánsöm og í öll skiptin hefúr
einhver verið nærri sem komið hefur
henni undir læknishendur. „Ég hef leg-
ið á sjúkrahúsi margsinnis og læknam-
ir segja að ef ég stöðvi ekki neysluna
endanlega verði það minn barfl. Hjart-
að þolir ekki lengur það álag sem fylgir
því að sprauta mig með amfetamíni,
kókaíni og öllum þeim efnum sem ég
hef notað," segir hún og ekki er að sjá á
henni að henni sé sérstaklega brugðið.
Hún segist oft hafa viljað fara endan-
lega; ekki þótt taka því að lífga sig við til
að halda áfram að þjást. „Ég var án
vímu I eitt og hálft ár en féll aftur í
haust. Náði mér upp úr því og hef verið
edrú um tíma núna."
Hún segist ekki vera viss um hvort
hana langi tfl þess að vera edrú. „Mig
langar oft ekki til að lifa; er orðin þreytt
á að vera töff og sterk. Þegar ég er í
neyslu get ég deyft allan sársaukann og
minningamar því ég á erfitt með að lifa
með þessu," segir hún hörkulega.
Kærastinn sá fyrsti sem virðir
mig
Hún segist fáum treysta, reyndar
ekki neinum fyllilega. „Það er helst
kærastinn minn sem hefur verið edrú I
tvö ár og reynst mér óskaplega góður
og traustur. I iann vfll að ég taki leið-
sögn og fari eftir því sem sponsorinn
minn segir og ég veit að það á ég að
gera. Það er bara svo erfitt að fá ekki að
ráða sér sjálfur; ég er heldur ekki alltaf
sátt við það sem ég á að gera. En þrátt
fyrir allt langar mig að vera edrú og lifa
venjulegu lífi," segir hún og bætir við
að aldrei fyrr hafi karlmaður komið
fram við iiana af eins mikilli virðingu
og kærastinn. „Karlmenn hafa litið á
mig eins og druslu sem væri aðeins til
eins nýt. Nú er ég að upplifa það I
fyrsta sinn að vera einhvers metin og
finna að mínar þarfir hafa forgang.
Kærastinn rrúnn er lflca fyrsti maður-
inn sem mér finnst að þyki vænt urn
mig eins og ég er. Ef ég næ að losa mig
við reiðina og sársaukann sem ég
buröast með, þá kannski tekst mér ein-
hvern tíma að lifa eðlilegu lífi; svona
9-5 lífi eins og annað fólk. Ég þekki það
bara af afspum," segir Guðbjörg og
minnist jóla sem haldin voru á göt-
unni: „Þá var ekki annað en að finna
sér eitthvað að borða í ruslagámum
fyrir utan verslanir. Það var oft ýmis-
legt þar að finna. Oft liðu jólin hjá án
þess að ég áttaði mig á því að það væru
jól, liggjandi dópuð I partíum þegar
best lét. Ein jólin vai ekki annað að
gera en sofa í bfl kunningja míns í
frosti og kulda. Það voru skrautleg jól,"
segir hún og hristir höfuðið.
„Nú verð ég hjá vinkonu minni en
hún hefur boðið mér að vera hjá sér. Ég
veit ekki hvort ég hlakka nokkuð til jól-
anna; hef aldrei veriö jólabam," segir
Guðbjörg og brosir, enda aðeins 24 ára
og á allt lífið fram undan.
bergljot@dv.is