Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 10
70 LAUGARDAGUR20. DESEMBER2003 Fréttir DV Brjálaður vegna innbrots Rússneski auðkýfingur- inn, Roman Abramovich, er æfur vegna innbrots í höf- uðstöðvar Chelsea fót- boltaklúbbsins. Nokkrum far- tölvum var stolið af skrif- stofunni að- fararnótt mánudagsins, þar á meðal fartölvu Abramovich. „Þetta voru augljóslega kunnáttu- menn. Þeir tóku tölvurnar en létu aðra hluti vera,“ sagði heimildamaður hjá Chelsea. Ekki fæst uppgefið hvaða upplýsingar tölvurn- ar höfðu að geyma en af viðbrögðum Abramovich að dæma voru þær mikil- vægar. „Hann er alveg brjál- aður yfir þessu. Þetta virðist hafa verið vel skipulagt og Abramovich ætlar að kom- ast til botns í málinu," sagði sami heimildarmaður. Bjór bannað- ur í útförum Bjórþamb og klúrir brand- arar verða ekki lengur liðnir við jarðarfarir á írlandi. Kaþólskir prestar eru búnir að fá sig fullsadda af smekkleysunni sem við- gengst við kirkju- legar athafnir. Bjórdrykkja hef- ur ekki bara ver- ið til siðs í erfi- drykkjunni heldur eru dæmi um að fólk þambi bjór á meðan prestur flytur minningarorð um hinn látna. Syrgjendur segj- ast gera þetta í minningu hins látna - enda hafi hon- um þótt ölið gott. Sakna ekkl skaflanna „Hér er alltafbjart yfir þó það sé að vísu mismundandi bjart/'seg- ir Sigurður Ægisson, sóknarprest- ur á Sigiufirði. „Lífíð hér gengur sinn vanagang þó atvinnuleysi blasi við. Menn vona að það gangi til baka og hjólin snúist ígang aftur/'segir Landsíminn Það voru komin jólaljós hér um allan miðbæ í byrjun aðventu og í flest í heimahús. Ég er fæddur hér og uppalinn. Þegar ég flutti til baka fyrir tveimur árum eftir 25 ára fjarveru þá var það sem kom mér mest á óvart á aðventunni að það var ofsalega mikið afjóla- Ijósum. Því átti ég ekki að venjast þegarég var hér yngri," segir presturinn. Að sögn Sigurðar snjóar dálítið í augnablikinu á Siglufírði þó sú tíð virtist afeinhverjum ástæðum liðin að bærinn væri á kafi í snjó frá hausti fram á vor. Margir vilji jólasnjó en aðrir hafi engan sér- stakan áhuga fyrir því.„Kannski fáum við hvít jól en ég sakna skaflanna ekkert," segir hann. Fulltrúi biskupsstofu, framkvæmdastjóri Amnesty International og vígslubiskupinn í Skálholti eru andvíg lífláti Saddams Hussein. Amnesty segir óskir forsætisráð- herra um dauða til handa Saddam skjóta skökku við. Vígslubiskup segir ráðherr- ann aðeins hafa notað skiljanlegt líkingamál. Dauðaóskir andstæðar ímynd íslendinna „Þau skjóta skökku við,“ segir Jóhanna K. Eyj- ólfsdóttir, framkvæmdastjóri Islandsdeildar Am- nesty International um ummæli Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra þess efnis að taka þyrfti Saddam Hussein nokkrum sinnum af lífi tU að menn gætu látið sér það lynda. Dauðarefsing andstæð stjórnarskránni Jóhanna minnir á ákvæði í íslensku stjórnar- skránni um að aldrei skuli taka upp dauðarefsingu á íslandi. „Það er algert bann við dauðarefsingum á ís- landi. íslensk yfirvöld hafa á erlendum vettvangi, til dæmis hjá Sameinuðu þjóðunum, ætíð stutt af- nám dauðarefsinga. Evrópuráðið, sem Island er aðili að, hleypir engum þjóðum inn nema að ekki séu dauðarefsingar í viðkomandi landi. Orð Dav- íðs eru því algerlega í andstöðu við það sem ísland stendur fyrir á alþjóðavettvangi sem dauðarefs- ingalaust land og land sem hefur barist gegn dauðarefsingum," segir Jóhanna. Eðlilegt líkingamál um óbætanlega glæpi Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, hefur annað viðhorf til orða forsætisráðherra: „Þetta er líkingamál sem maðurinn er að tala. Það er ekkert óeðlilegt við það. Hann er að tjá það að það sé ekki til nógu ströng refsing til að bæta fyrir það sem hann hefur gert. Það er ekkert at- hugavert við að nota líkingamál í svona sam- bandi," segir séra Sigurður. „Davíð hefur sína skoðun og er auðvitað frjálst Sigurður Sigurðarson Ég er ekki i hefndarhug, seg- ir vlgslubiskupinn i Skálholti sem telur nóg að taka Saddam Hussein úr umferð. „Hann er að tja það að það sé ekki tíl nógu ströng refsing til að bæta fyrirþað sem hann hefur gert." að hafa hana. Persónulega er ég hins vegar ekki sammála þessari skoðun," segir Halldór Reynis- son, verkefnastjóri á Biskupsstofu, og leggur áherslu á að hann tali ekki fyrir munn þjóðkirkj- unnar í heild, það geti enginn einn maður gert. Lifnaður benti til skorts á jarðsambandi „Það viðhorf sem ég held að sé algengast með- al presta þjóðkirkjunnar er að þarna eigi að fara að réttarfarsreglum. Maðurinn eigi að fá réttláta meðferð sinna mála. Það ætti að dæma hann á grundvelli réttarríkisins sem byggir á lýðræði. Ég held að flestir prestar þjóðkirkjunnar séu á móti líflátsdómi," segir Halldór. Séra Sigurður segist yfirleitt vera á móti dauða- refsingum. „Ég held að það sé alveg eins hægt að taka manninn úr umferð enda sýnist mér af lifnaðar- háttum hans að hann sé ekki alveg í j arðsambandi. Ég er ekki í meiri hefndarhug en það,“ segir vígslu- biskupinn. Jóhanna K. Eyjólfsdóttir segir Amnesty leggja mesta áherslu á að Saddam hljóti réttláta máls- meðferð og að hann verði ekki dreginn fyrir dóm þar sem dauðarefsing sé inni í myndinni: „Við erum algerlega mótfallinn dauðarefsingu - sama hver í hlut á. Við leggjum líka mjög mikla áherslu á það að mannréttindabrotin sem áttu sér stað í hans stjórnartíð komi upp á yfirborðið og að þeir sem sættu brotunum - bæði þeir sem lifðu af og aðstandendur þeirra sem dóu - fái réttlátar bætur." gar@dv.is Jóhanna K. Eyjólfsdóttir Saddam verði ekki dreginn fyrir dóm þar sem hætta er á dauðarefsingu, segir framkvæmdastjóri ís- landsdeildar Amnesty International. Halldór Reynisson Flestir prestar þjóðkirkjunnar eru á móti liflátsdómi, telur verk- efnisstjóri Biskupsstofu. Erlendir verkamenn flýja Kárahnjúka Aðalbúðir við Kárahnjúka. Aðgerðarleysi, myrkur og kuldi er farinn að setja mark sitt á þá starfsmenn er þar starfa. Hluti þeirra rúmlega hundrað portúgalskra verkamanna sem fóru til síns heima í jólafrí um miðjan dag í gær ætla sér ekki að snúa aftur að fríinu loknu samkvæmt heimildum DV. Ástæðurnar eru þær að margir hafa fengið nóg af myrkrinu, kuld- anum og almennu aðgerðarleysi sem þar viðgengst. Þrátt fyrir að ýmislegt hafi batnað til muna á svæðinu er enn fátt til að gera mönnum lífið bærilegra og lítil aðstaða er til dægrastyttingar á staðnum. Hafi menn áhuga á að tala saman verður að gera það í her- bergjum viðkomandi og þar er ekki pláss fyrir marga í einu. Framkoma ítalskra yfirmanna gagnvart portú- gölskum verkamönnum hefur ekki heldur þótt til fyrirmyndar þann tíma sem framkvæmdin hefur staðið yfir. Oddur Friðriksson, aðaltrúnað- armaður verkalýðs- félaganna á svæð- inu, segir að að- gerðaleysið fari verst með menn. „Það eru íslending- ar sem vinna mán- uð hér í senn áður en þeir fá frí og það er augljóst að það Valdimarsson er of langur tími í Upþlýsinga fulltrúi einu. Eftir þriðju Impregilo vikuna er fólk orðið pirrað og lítið sem ekkert má koma uppá. Þegar áhrifin eru sýnileg á ís- lendingum er ekki furða að Portú- gölum finnist lífið erfitt." Jóhann Thoroddsen, verkefnis- stjóri sálrænnar skyndihjálpar hjá Rauða krossinum á Islandi, segir al- gengt að fólk erlendis frá eigi erfitt að venjast myrkrinu hér á landi yfir köldustu mánuðina. „Mér skilst að ekki sé mikið við að hafa fyrir starfs- fólk við Kárahnjúka eftir að vinnu- degi lýkur. Það er út af fyrir sig nægi- leg ástæða til að finna til depurðar." Um 300 starfsmenn verða að störfum við Kárahnjúka um jólin. Þeir munu fá frí jóladag, annan í jól- um og á nýársdag. Upplýsingafulltrúi Impregilo, neitaði að tjá sig um málið. albert@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.