Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 34
34 LAUCARDAGUR 20. DESEMBER 2C03
Fókus DV
Le Comte De Pontis de Saint Helene ofursti í her Frakkakonungs var einn finasti maöurinn í París í upphafi
Sagan hefst í París árið 1817.
Þetta var tveimur árum eftir að
Napóleon Bonaparte hafði verið
endanlega hrakinn frá völdum í
Frakklandi og konungsstjórn var aft-
ur tekin við völdum. Ennþá ríkti
nokkur upplausn í landinu og óljóst
hvernig stuðningsmönnum Napóle-
ons myndi reiða af, þótt hin nýja
konungsstjórn Loðvíks 18. hefði lagt
sig fram um að róa landsmenn og
heitið því að ekki kæmi til hefndar-
aðgerða gegn mönnum keisarans
fyrrverandi. Einkum var herinn í
"*■ einkennilegri stöðu þar sem hann
hafði þjónað Napóleon af trú-
mennsku en var nú kominn undir
stjórn erkióvina hans.
Valdhafarnir reyndu hins vegar
að láta eins og allt væri þegar fallið í
ljúfa löð og haldnar vorp ýmsar
skrautsýningar til að sýná að hin
nýja stjórn væri orðin föst í sessi.
Haustið 1817 var til dæmis haldin
hersýning á Place Vendome í París
og þar marseraði hersveit úr frægri
Parísardeild franska hersins. Þetta
var úrvalslið konungs og gljáði á
fægða byssustingina og nýhreinsað-
ir axlaskúfarnir bylgjuðust fagurlega
í mildri haustgolunni í takt við fast
göngulag hinna glæsilegu dáta. Fyrir
hermönnunum fór myndarlegur
ofursti með vandlega snyrt yfirskegg
eins og títt var um franska herfor-
ingja í þá tíð, og sat maðurinn glæst-
an og viljugan stríðsfák, svo vakti at-
hygli og aðdáun fjöldans sem fylgd-
ist með göngu hersveitarinnar.
„Við vorum hlekkjaðir sam-
an!"
En meðal ijöldans var maður
nokkur á miðjum aldri, heldur
óhrjálegur útlits; skítugur, úfinn og
tötraklæddur. Hann spurði ein-
hvern viðstaddra hver hann væri,
þessi hermannlegi ofursti sem reið
fyrir mönnum sínum yftr Vedome
torgið. Sá kunni vissulega deili á
ofurstanum: þetta væri enginn ann-
ar en herra greifi de Pontis de
Sainte- Hélene, mætur maður og vel
kynntur í prúðu samfélagi.
Mannfjöldanum til undrunar rak
tötralegi maðurinn þá upp skelli-
hlátur. Hann ruddi sér leið út á
strætið þar sem Parísardeildin var á
marseringu sinni; stökk út á miðja
götu og kallaði hástöfum til
ofurstans: „Heyrðu, Pierre Coign-
ard!“
Herra De Pontis de Sainte-Hél-
ene greifi og ofursti varð að þrífa í
beislið á hesti sínum til að troða ekki
tötragemlinginn undir hófum hans
og öll Parísarhersveitin nam snögg-
lega staðar. Umrenningurinn kallaði
þá til greifans og fór ekki milli mála
að hann ætlaðist til þess að allur
mannfjöldinn heyrði líka hróp hans:
„Heyrðu, Coignard! Þekkirðu mig
ekki aftur? Þetta er Daríus, þú hlýtur
að muna eftir mér, við vorum nú
hlekkjaðir saman heillengi!"
Greifinn hvessti augun á hinn
óhrjálega mannvesaling, sem ber-
sýnilega gekk undir nafninu Daríus.
Hann komst hins vegar ekki að til að
svara því Daríus sneri sér nú beint til
fjöldans og hrópaði hástöfum:
„Þessi maður er ekki De Pontis de
Sainte-Hélene greifi! Þetta er bara
hann Pierre Coignard, og við sátum
saman í fangelsi í gamla daga. Við
vorum mestu mátar og það var líka
eins gott, fyrst við vorum hlekkjaðir
saman.“
Greifinn hafði ekki rótað sér
meðan Daríus hélt ræðu sína en nú
knúði hann stríðsfákinn sporum.
Hann leit ekki framar á Daríus; það
var augljóst af þóttafullum svipnum
að hann taldi það langt fyrir neðan
virðingu greifa og ofursta í franska
hernum að standa í stappi við brjál-
æðinga á götum úti. Parísarhersveit-
in þokaðist aftur af stað og Daríus
stóð eftir á götunni. Hann steytti
hnefann á eftir hersveitinni og hróp-
aði meðan nokkur von var til að
ofurstinn heyrði til hans: „Ég þekki
þig, Pierre Coignard! Þú sleppur ekki
svona létt!“
Umrenningur fer til lögregl-
unnar
Ugglaust töldu flestir viðstaddir
að hinn fátæklegi Daríus væri geng-
inn af vitinu; vitaskuld var óhugs-
andi að þessi maður hefði nokkurn
tíma haft nokkuð saman við hinn
snurfusaða og glæsilega greifa að
sælda. En Daríus kom fólki á óvart.
Hann lyppaðist ekki niður, lét sér
ekki nægja að lúpast inn á næstu
krá, og tuldra þar þessa þvælu sína í
skeggrótina meðan hann drakk frá
sér vit og rænu - og vaknaði svo aft-
ur búinn að gleyma öllu saman.
Nei, Daríus reyndist hafa bein í
nefinu. Hann fór rakleitt á fund lög-
reglunnar og lagði fram kæru á
hendur fyrrum samfanga sínum Pi-
erre Coignard sem nú villti á sér