Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003
Fókus UV
Svokallaðir „stalkerar" eru þekkt fyrirbrigði í Bandaríkjunum og hegðun þeirra
hefur orðið mönnum efni í rannsóknir, bækur, kvikmyndir, sjónvarpsþætti og
leikrit. Þar í landi eru þeir skilgreindir sem einstaklingar sem ítrekað og þrá-
faldlega elta eða áreita aðra manneskju. Efþær tölur um þessar ofsóknir í
Bandaríkjunum eru heimfærðar til íslands má gera ráð fyrir að yfirþúsund
einstaklingar verði fyrir barðinu á slíku. Frægasta dæmið um þetta er af
söngkonunni Björk Guðmundsdóttur sem fékk senda brennisteinssýru og
sprengibúnað í pósti frá rugluðum aðdáanda sínum.
Aíslensku er ekki til orð yfir gerendurna þótt at-
höfnin hafi verið kölluð ýmsum nöfnum á
borð við ofsóknir, áreiti eða einelti. Þótt orð-
ið vanti ber ekki að túlka það svo að þessi
hópur þrífist ekki hér - ofsóknir af þessu
tagi eru þvert á móti algengari en flesta
grunar. Það versta við allt saman: Þeir
geta lagt líf fórnarlamba sinna í rúst og
alltaf dansað réttum megin við lögin.
Málin flokkuð sem hótanir eða ónæði
Talið er að 1,4 milljónir Bandaríkjamanna
lendi í slíkum ofsóknum fyrr eða síðar á æv-
inni. Ef miðað er við sama hlutfall má gera
ráð fyrir að yfir þúsund íslendingar eigi eftir
að glíma við vandamálið. „Við erum stöðugt
að sinna svona málum,“ segir Sigurbjörn
Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn í Reykjavík, sem segir málin oft mjög
erfið viðfangs. „Friðsamir borgarar úti í bæ
gera sér kannski ekki grein fyrir því en
margir verða fyrir talsverðu ónæði. Þessi
mál eru flokkuð sem annað hvort „hótan-
ir“ eða einfaldlega „ónæði“ hér inni á
borði hjá okkur. Algengast er að fólk verði
fyrir ónæði með símhringingum. Einnig
er eitthvað um bréfaskriftir og svo jafn-
vel heimsóknir þótt þær séu sem betur
fer ekki algengar."
Sigurbjörn segir algengast að einhver
ákveðinn liggi undir grun þótt til sé í
dæminu að svo virðist sem fórnarlömb-
in hafi verið valin nánast af handahófi.
Benda fólki á að kæra
Spurður um hvað fólk eigi að taka til
bragðs verði það fyrir ofsóknum segir
Sigurbjörn að fyrsta skrefið sé að láta lög-
regluna vita þótt Ijóst sé að aðeins lítill
hluti þessara mála komi fyrir sjónir lög-
reglu. „Við bendum fólki yfirleitt á að
kæra og reynum síðan að flnna út hver það
er sem ónáðar. Við höfum ýmsar aðferðir
til þess. Símtöl, tölvupóst og annað er yfir-
leitt hægt að rekja en það þarf að hafa tölu-
vert fyrir því með úrskurðum og öðru slíku
og það er hægara sagt en gert. Þegar fólk telur
sig vita hver er að verki vill það oft frekar af-
greiða málið sjálft og óskar ekki eftir afskiptum
lögreglu."
Sigurbjörn segist telja að tilgangur þeirra sem
ofsækja aðra sé frekar að hræða fólk en beinlínis
að vinna því líkamlegt tjón. „Ef fólk lendir í því
kemur það reyndar hingað inn á borð til okkar sem
líkamsmeiðingar svo það er ekki gott að segja til um
hversu algengt slíkt er.“
Nálgunarbann ekki algengt
Til þess að fá nálgunarbann á íslandi þurfa ítrekuð brot
að hafa átt sér stað og sá sem reynir að fá slíkt bann í gegn
verður að geta sýnt fram á að gerandinn komi til með að halda
ónæðinu áfram. „Það er eins og gefur að skilja mjög erfitt," segir
Sigurbjörn. „Framkvæmdin er í ofanálag mjög þung í vöfum. Það
þarf að senda hinum grunaða boðun til þess að kynna kröfuna fyr-
Að því loknu fór hann
heim til sín, settist
niður allsnakinn, mál-
aði eldingar á andlit
sitt, setti tónlist með
Björk á fóninn og
skaut sig í höfuðið
með 38 kalibera
skammbyssu. Hvort
tveggja tók hann upp
á myndband og sagð-
ist þar ekki vita hvort
sýran myndi valda
Björk „líkamslýtum,
alvarlegum meiðslum
eðadauða."