Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 Fókus DV fil mmi a veltandi Uppvaxtarsaga Þrá- ins Bertelssonar er út- skrift hans sjálfs úr skóla æskunnar. Furðulega útbreitt viðhorfer að heimur- inn væri betri efallir sauðirnir i hjörðinni væru eins á litinn, segir höfundurinn. steini A FORNUM VEGI Bók Þráins hefur fengið góðar viðtökur. Hún er aug- lýst viða, svo sem á strætis- vagnabiðstöðvum.„Ég er að vona að þetta sé þroska- saga og fjalli ekki einungis um mig og mína undarlegu æsku, heldur umþað hvernig ein manneskja vex og þroskast og vaknar til vitundar um sjálfa sig og veröldina umhverfis." STÓRHOLT Ýrr Bertelsdóttir, Þráinn og faðir þeirra, Bertei Sigurgeirsson. Myndin er tekin i Stórholtinu og árið er 1946 eða 7. LAUTARFERÐ Þessa mynd tók Þráinn afFjóiu móður sinni síðasta sumarið sem hún iifði. NÖRDINN Myndin er tekin á þeim tíma þegar nördar voru ennþá kallaðir ofvitar. „Að mörgu leyti var mjög fínt að alast upp við þær aðstæður sem mér voru búnar, þar sem bannorðin voru þrjú: fátækt, móðurleysi og geðveiki. Enda er eftirsóknarvert að fá yfírleitt að alast upp. Það hvarflaði sjaldan að mér að láta bugast af tímabundn- um erfiðleikum á uppvaxtarárun- um, heldur var ég yfirleitt sannfærð- ur um að bráðum kæmi betri tíð. Upp birtir öll él um síðir, segir í þeirri merkilegu bók Sturlungu," segir Þráinn Bertelsson rithöfundur. Mér leiðist kyrrstaða Einhvers konar ég, uppvaxtar- saga Þráins Bertelssonar, er nýlega komin út hjá JPV-útgáfu. Þar segir Þráinn frá uppvexti sínu sem um margt var með öðrum hætti en gerð- ist hjá öðrum ungmennum í Reykja- vík á árunum eftir stríð. Þráinn fór víða með föður sínum, Bertel Sigur- geirssyni trésmið, og var í vistum, svo sem austur í Þingvallasveit og Grímsnesi. Síðar lá leiðin í bæinn, þar sem þeir fegðar bjuggu meðal annars uppi við Rauðavatn, í kompu uppi á háalofti í Austurbæjar- skólanum, en lengst var þeirra samastaður í tilverunni við Laugaveginn. „Það vex ekki mosi á veltandi steini. Ég á tiltölulega gott með að laga mig að nýjum aðstæðum, og mér leiðist kyrrstaða," segir Þráinn. „En kannski hafði þetta mikla flakk í æsku þau áhrif að það tók mig dálít- ið langan tíma að ná sæmilegu and- legu jafnvægi. Svo getur líka vel ver- ið að mótlæti styrki þá sem það slig- ar ekki. Áreynsla er holl fyrir lík- amann og hæfileg áreynsla er senni- lega holl fyrir sálina. En það er líka hægt að eyðileggja bæði líkama og sál með of miklu álagi. Og það má ekki heldur gleyma því að það eru ekki allir jafnsterkir að upplagi." Engirt vandamálasaga A síðari árum hafa mjög færst í vöxt á bókamarkaði - og orðið vin- sælar - svokallaðar vandamálasög- ur. Raunasögur frá langri ævi þar sem lagt er út frá til dæmis einelti, misnotkun, drykkjuskap, geðsjúk- dómum, fátækt og fleira slíku miður skemmtilegu. „Það verður trúlega alltaf til röng hegðun. En sem betur fer vex skiln- ingur á því að aðgát skuli höfð í nær- veru sálar. Og líka því að það er mik- ill munur á saklausum hrekkjum og einelti. Ég vildi að í dag væri ég betri og umburðarlyndari en ég er. Þessar aðstæður fylltu mig vanmetakennd og reiði sem var þungur baggi að bera út í lífið og tók langan tíma að losna við,“ segir Þráinn. Hann bætir því hins vegar við að bók sín sé ekki nein vandamálasaga. „Nei, það held ég ekki. Líf mitt er ekki vandamál heldur kraftaverk. Ég er að vona að þetta sé þroskasaga og fjalli ekki einungis um mig og mína undarlegu æsku, heldur um það hvernig ein manneskja vex og þroskast og vaknar til vitundar um sjálfa sig og veröldina umhverfis." Viðhorfin grunnhyggnisleg Ailt frá því Þráinn var kornabarn átti móðir hans, Fjóla Oddsdóttir, sér samastað inni við Sund, eins og GRETTISGATA Á þrlhjóli. Myndin er tekin 1948. VINIR Þráinn iArnarfelli íÞingvallasveit um 1950 ásamtTrygg, vini sinum og leikfélaga. Kleppsspítali var þá gjarnan kallað- ur. í skugga þess lifði Þráinn og eins þess að tilheyra ekki kjarnafjölskyld- unni svonefndu. „En þetta var eina æskan sem ég átti og ég minnist hennar með hlýjum huga.“ Einhvers konar ég, þroskasaga Þráins Bertelssonar, spannar ævi- feril hans allt frá fæðingu fram til tví- tugs, þegar hann lauk námi í Menntaskólanum í Reykjavík. Það er, með öðrum orðum, til þess tíma þegar hinar formlegu þroskasmiðjur samfélagsins höfðu lokið verki sínu og skilað piltinum út í samfélagið með hvíta stúdentshúfu, þá sem eins konar umbúðapappír eða skraut á pakkanum. En hver var af- staða Þráins og viðhorf hans til lífs- ins og tilverunnar? „Viðhorfm voru að mörgu leyti mjög grunnhyggnisleg. Eðli málsins samkvæmt er maður sannfærður um að maður viti og skilji flesta hluti á himni og jörð þegar rnaður er um tvítugt. Svo rennur það smám sam- an upp fyrir manni að maður veit minna og skilur færra með hverju árinu sem líður, og ef maður er heppinn þá losnar maður við eitt- hvað af hrokanum og fær hugsan- lega smávegis auðmýkt í staðinn. Sem eru mjög góð skipti. En ég ótt- ast líka að það sé ennþá furðulega útbreitt viðhorf að heimurinn væri betri ef allir sauðirnir í hjörðinni væru eins á litinn." Glæpasaga úr samtímanum Á undangengnum árum kveðst Þráinn hafa gert ýmsar tilraunir til að skrifa þessa bók. Gert.ýmsar tilraunir til að útskrifa mig úr þess- um skóla æskunnar," eins og hann kemst að orði. Hins vegar hafi tekið sinn tíma að klöngrast til nægilegs þroska til að geta haft ótruflað út- sýni yfir farinn veg. „Þegar maður er búinn að átta sig á því í hverju lífsreynslan hefur verið fólgin þá er eftir að finna frá- sagnaraðferð sem dugir til að tjá hana svo að hún hafi eitthvert gildi fyrir aðra en sjálfan mann,“ segir Þráinn og bætir við að nú hafi hann lokið við að skrifa þroskasögu sína. Uppgjör fullorðinsáranna sé hins vegar eftir, en lengra sé í bókina um þau. Gefa verði sér góðan tíma ef kanna eigi vegi sálarinnar. „Núna er ég að fást við allt aðra hluti. Ég er að skrifa bók sem ekki fjallar um sjálf- an mig heldur samtíma minn, þetta samfélag okkar og fólkið sem í því býr. Það er því miður glæpasaga, en ég er samt að vona að hún verði áhugaverð og jafnvel skemmtileg aflestrar." sigbogi@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.