Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 9
I>V Fréttir
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 9
hjá Loftleiðum
Útlit er fyrir að verk-
efnastaða Loftleiða,
leiguílugsfyrirtæki Flug-
leiða, batni til muna á
næstunni enda bætast ný
verkefni sífellt við. Nú hef-
ur fyrirtækið leigt nýja vél
vegna þessa og mun hún
fljúga frá Manchester í
Englandi til Suður Afríku.
Önnur vél sem séð hefur
um það flug hingað til mun
hins vegar fljúga frá Portú-
gal fram í janúar en síðan
tekur við verkefni á Ítalíu.
Eigandi í
matinn
Hópur hungraðra katta
reyndu að éta 86 ára gaml-
an eiganda sinn þegar við-
komandi fékk hjartaáfall á
heimili sínu og lá á gólfinu í
heila viku.
Kattareigand-
inn, Mae Lowrie,
sem á sjö ketú og
einn hund, fannst
meðvitundarlaus í
húsi sínu. Merki
um kattabit fund-
ust víða á líkama
hennar þegar hún
komst loks undir
læknishendur.
„Þeir gerðu það sem
þeir þurftu til að lifa af,“
sagði Ernesto Poblano,
dýraeftirlitsmaður.
Öryggisgæsla
hert a Italiu
Óttinn við hryðjuverka-
árásir hefur sjaldan verið
meiri á Italíu og hefur ör-
yggisgæsla á flestum vin-
sælustu ferðamannastöð-
um landsins verið efld tO
muna. Skakki turninn í Pisa
hefur löngum dregið að sér
milljónir ferðamanna á ári
hverju og grunur leikur á
að hryðjuverkamenn hafi
áhuga á að flýta falli hans.
Hans er því vandlega gætt
af fimm lögreglumönnum
en það er sami fjöldi lög-
reglumanna og gæta örygg-
is Kópavogsbúa.
Þorbjörn Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Samiðnar
Alveg Ijómandi gott. Ég erþví
sem næst kominn íjólafri og
það eru kærkomnir hvjldar-
Hvernig hefur þú það'
dagar eftir törn undanfarið.
Það eralltafafnógu að taka í
aðdraganda kjarasamninga.
Svo tekur við annað eins á
nýju ári en framundan eru stíf
fundahöld og kjarabarátta.
Þess vegna ætla ég að njóta
jólanna sem atdrei fyrr og
mæta endurnærður til starfa á
nýju ári.
íslendingar standa frammi fyrir stóraukinni samkeppni á mörkuðum með ferskan
fisk, sem hefur verið talin helsta svar íslendinga í harðri samkeppni við Kínverja.
Fiskistofnar við í samkeppnisríkjum íslendinga eru víðast hvar á hraðri uppleið,
nema hér.
Verðfall á íslenshum
fiski fyrirsjáanlegt
Gunnar Örn Kristjánsson Forstjóri SÍF er svartsýnn fyrir hönd isiensks sjávarútvegs. Nágrannaþjóðirnar stórauka kvótann og
er hundruð þúsund tonna viðbót væntanleg á markaði isamkeppni við islenskan fisk.
keppir við ferskfiskútílutning okkar en á því sviði
hefur helst verið sókn,“ segir Gunnar Örn, en
vegna samkeppni tvífrystra fiskafurða frá Kína
hafa íslensk fyrirtæki einbeitt sér að ferskfiski í
vaxandi mæli. Það hefur meðal annars birst í því
að nokkur fyrirtæki hafa látið tæknivædda frysti-
„Allur þessi fiskur fer ferskur á
markað og keppir við fersk-
fiskútflutning okkar en á því
sviði hefur helst verið sókn."
togara sína landa fiski ferskum í stað þess að
frysta hann, líkt og áður.
Afkoma fiskframleiðenda hefur versnað á ár-
inu og er Gunnar Örn ekki bjartsýnn á framhaldið
- ekki síst á fyrstu mánuðum næsta árs þegar auk-
inn kvóti í Barentshafi fer að skila sér á markaðinn
auk gífúrlegrar aukningar af Alaskafiski.
Hann bendir á að alls staðar sé verið að mæla
stærri fiskistofna en áður. „Maður velftr því fyrir
sér hvort þetta sé vegna verndunarstefnu, eða
hvort þetta sé frekar náttúran sjálf sem ef til vill
ráði þessum sveiflum."
jontrausti@dv.is
kristinn@dv.is
Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri Sölusam-
bands íslenskra fiskframleiðenda (SÍF), óttast að
íslenskur sjávarútvegur muni mæta stóraukinni
samkeppni á næstunni, vegna hækkandi kvóta
annarra þjóða. „í ljósi þessarar aukningar í kvót-
um er ljóst að það verður áframhaldandi þrýst-
ingur á verð til lækkunar," segir Gunnar Örn.
f mánuðinum var kvóti Bandaríkjamanna í
Alaskaufsa hækkaður upp í 1,5 milljónir tonna,
eða um 100 þúsund tonn, sem nálgast helming af
þorskafla íslendinga á ári. Stofn Alaskaufsans er
talinn nálgast sögulegt hámark um þessar mund-
ir. Auk þess hafa Norðmenn og Rússar komist að
samkomulagi um að hækka þorskkvótann í
Barentshafi um 91 þúsund tonn, úr 395 þúsund-
um í 486 þúsund tonn. Þá hefur fiskeldi aukist
umtalsvert og ekki sér fyrir endann á því. Það er
því ljóst að Islendingar muni mæta stóraukinni
samkeppni á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkj-
unum á næsta ári, en fiskafurðir eru rúmlega 60
prpsent af útflutningi landsins.
Gunnar Örn bendir á að önnur ríki séu að út-
hluta auknum kvótum í öllum tegundum, þorski,
ýsu og ufsa, meðal annars Færeyingar.
„Allur þessi fiskur fer ferskur á markað og
iisMrasaBBóT
Stefnir í verðfall islenskir frystitogarar hafa margir hverjir
hætt að frysta fiskinn til að flytja hann ferskan á markaði.
Þetta er gert til að forðast samkeppni við frystan Kinafisk, en
nú eru horfur á að stóraukin samkeppni verði i ferskum fiski.
C Eldhússtólar ð
okkuri
húsgögn
sófar, hornsófar og sófasett í miklu úrvali
15.900.-
Lúxus slökunarstóll
m/áklæði á
frábæru verði
Svefnsófar
CSEEEB*
á frábæru verði
Litir: flöskugrænt
rústrautt
kr. 5.900.- kr. 8.900.-
kr. 8.900
Vandaður hornsófi
Stærð: 270x190 sm
Leðursófasett 3+1+1
Vandað ítalskt sófasett
á frábæru verði!
Sófasett 3+3+3 m/leðri
iriVX'íi1!*
Sófasett 3+3+3 m/áklæði
^Bjhúsqögn
Ármúla 8 - 108 Reykjavik
Sími 581-2275 ■ 568-5375