Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 Sport DV Myndasyrpa úr Hvergerði Ungur nemur, gamall temur Þessi ungi piltur, kyrfilega merktur sínum mönnum iHamri, fylgdist vel með slnum mönnum taka Þórsara I bakaríið Alvörustemning Hamarsmenn náðu upp mikilli stemningu með Ijósasýningu þann tima sem lið þeirra var kynnt til leiks. Bóbó og froskurinn Þunglyndi apinn Bóbó og froskurinn, lukkudýrþeirra Hamarsmanna, var með liflegasta móti á fimmtudaginn. v Takk fyrir leikinn Það var enginn rigur á milli leikmanna i leikslok og hér sést Þorlákshafnarbúinn i Hamri, Hallgrimur Brynjóifsson, þakka mótherjum sinum fyrir leikinn. Körfuboltaeinvígið um Suðurland fór fram í Hveragerði á fimmtr deildinni, í fyrsta sinn í efstu deild, og er óhætt að segja að beðið Leikurinn stóð hins vegar aldrei undir væntingum vegna þess að Ég segi það satt! Mikið hefði ég gefið fyrir að sjá Hamar og Þór Þorlákshöfn mætast í þriðju umferð Intersport-deildar- innar í haust í staðinn fyrir á fimmtudagskvöldið. Þá var stað- an önnur en hún er í dag því að Þórsarar unnu fyrstu tvo leiki sína á meðan Hamar tapaði sínum tveimur fyrstu leikjum. Stemningin var jafngóð þá í herbúðum Þórsara og hún er æv- intýralega döpur þessa aagana. Þá voru þrír Bandaríkjamenn að spila með Iiðinu og stóou sig vel en nú er aðeins einn að spila, annar stýrir liðmu meidaur og hefur ákveðið að hætta að þjálfa liðið en sá þriðji er farinn vestur um haf - þótti ekki standa undir væntingum. Stuðningsmennirnir virðast líka hafa yfirgefið sökkvandi skútu því eftir átta tapleiki í röð voru fáir Þorlákshafnarbúar mættir í Hveragerði til að styðja sína menn. Fimm ungir strákar með eina trommu gerðu sitt besta til að halda uppi stemningunni Þorlákshafnarmegin í stúkunni en þeim varð eKki, þrátt fyrir góðan vilja, mikið ágengt. Hamarsmenn eru hins vegar á íjómandi fínum skriði. Þar á bæ svífur andi sátta og samlyndis yfir vötnum og eins og gefur að skilja var leikurinn heldur ójafn. Það var völlur á Lárusi Inga Frið- finnssyni, formanni körfuknattleiks- deildar Hamars, fyrir leikinn þegar undirritaður mætti í hús í Hvera- gerði. „Þeir eru skíthræddir við okk- ur og við vinnum þennan leik létt. Allt minna en 25 stiga sigur er kurt- eisi,“ sagði Lárus Ingi hógvær. Stór orð en það gat enginn beðið hann að éta þau ofan í sig eftir leikinn. Kurt- eisi kostar ekki neitt en Hamars- menn tóku það ekki til sín heldur hreinlega óðu yfir gestina sem vængbrotnir, eða öllu heldur væng- lausir, áttu sér einskis ills von. Það var ekki laust við að ég vorkenndi aumingja Leon Brisport, Banda- ríkjamanninum í liði Þórs. Hann bar liðið á herðum sér aUan leikinn og gafst ekki upp þrátt fyrir bólgna ökkla og sár hné. Þegar upp var stað- ið hafði hann skorað 40 stig og tekið 25 fráköst. Hann hafði hins vegar ekki erindi sem erfiði að þessu sinni enda voru félagar hans meira og minna hálfmeðvitundarlausir aUan leikinn. Af bekknum stjórnaði síðan Billy Dreher sínum mönnum £ síð- asta sinn, haltur eftir óhapp á æf- ingu, og það rann upp fyrir mér að sjaldan hefði máltækið bjagaða „haltur leiðir blindan" átt betur við en í þessu tilviki. Það var aðeins rétt í byrjun sem Þórsarar héldu í við Hamarsmenn. Þeir leiddu 4-0 og 6-4 en eftir það var leikurinn einstefna og Hamars- menn drifnir áfram af góðum leik Marvins Valdimarssonar, Lárusar Jónssonar og Chris Dade, keyrðu fram úr Þórsurum, keyrðu síðan yfir þá og áttu aðeins eftir að bakka yfir þá til að fullkomna allt þegar flautað var til leiksloka. Ekkert keppikefli Það var þó ekki að heyra á Lárusi Jónssyni, fyrirliða Hamars og ný- bökuðum landsliðsmanni, að hann væri eitthvað sérstaklega í skýjunum yfir þessum sigri á grönnunum úr Þorlákshöfn, þegar undirritaður ræddi við hann í leikslok. „Það er í sjálfu sér ekkert keppikefli hjá okkur að rústa Þórsurum," sagði Lárus þegar hann var spurður hvort það hefði verið markmið liðsins að vinna leikinn með meira en þrjátíu stigum. „Ég vil sjá Þór áfram í úrvalsdeild- inni og vona svo sannarlega að þeir nái sér á strik. Það er fátt skemmti- legra en spila svona leiki þar sem húsið er fullt og alveg nauðsynlegt fyrir körfuboltann á Suðurlandi að það séu tvö lið í efstu deild frá þess- um landshluta." Framar björtustu vonum Hann sagði jafnframt að hann væri þokkalega ánægður með spila- mennsku Hamars í leiknum en ánægðari með gengið hjá liðinu. „Það hefur gengið framar björtustu vonum hjá okkur og ég sé ekki betur en við eigum að geta bætt okkur enn frekar eftir áramót. Þá eigum við heimaleiki gegn þeim liðum sem eru í kringum okkur og markmiðið er að komast Iengra en í fyrstu umferð úr- slitakeppninnar. Það hefur aldrei tekist áður þannig að á það er stefnt," sagði Lárus. Spurður um landsliðssætið sem honum hlotnað- ist í fyrsta skipti fyrr um daginn sagðist Lárus vera mjög stoltur. „Ég hef unnið markvisst að þessu í lang- an tíma og það er gaman að sjá mikla vinnu skila sér. Eg hlakka mik- ið til að spila þennan leik.“ Áttum aldrei möguleika Billy Dreher, þjálfari Þórsara, var með böggum hildar eftir leikinn enda ekki gaman að kveðja félagið með 31 stigs tapi. „Við áttum aldrei möguleika í þessum leik. Ef við get- um ekki stillt upp þremur Banda- ríkjamönnum þá erum við í vand- ræðum. Þeir voru miklu grimmari í fráköstum og höfðu einfaldlega meiri áhuga á því að vinna þennan leik,“ sagði Dreher sem ætlar að hætta að þjálfa liðið þar sem hann er meiddur en hann telur að liðið verði að hafa spilandi þjálfara. „Ég hefði getað haldið áfram að þjálfa en mér þykir vænt um félagið, ber hag þess fyrir brjósti og veit að það þarf á spilandi þjálfara að halda. Það kem- ur spilandi þjálfari á næstu dögum og með honum leikstjórnandi og ég hef fulla trú á að liðið spjari sig eftir áramót. Það verða hins vegar að vera þrír Bandaríkjamenn í liðinu því að það er ungt að árum og reynslu- laust,“ sagði Dreher. Hamarsmenn eiga heiður skilinn fyrir að hafa búið til frábæra um- gjörð í kringum leikinn. Lifandi tón- list fyrir leik, tvö lukkudýr, rúgbrauð með laxi fyrir blaðamenn og ljósa- sýning fyrir leik. Það eina sem vant- aði var meiri stemning Þorlákshafn- armegin, bæði inni á vellinum og uppi £ stúku en Hamarsmenn verða ekki dregnir til saka fyrir það - þeir stóðu sfna vakt á meðan Þórsarar voru úti á þekju. oskar@dv.is Af bekknum stjórnaði síðan Billy Drehersín- um mönnum í síðasta sinn, haltur eftir óhapp á æfingu, og það rann upp fyrir mér að sjaldan hefði máltækið bjagaða „haltur leiðir blindan" átt betur við en í þessu tilviki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.