Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 20
20 LAUOARDAGUR 20. DESEMBER 2003
Fókus W
Ægir Einarov Sverrisson er barnabarn Sverris Kristjánssonar sagnfræðings. Hann er íslenskur í
fóðurætt og hefur lagt stund á nám í íslensku um árabil. Ægir útskrifaðist í íslensku frá búlgörskum
háskóla á dögunum og segir taugina vera sterka.
Fyrir nokkrum dögum lauk
ungur maður, Ægir Einarov Sverr-
isson, meistaraprófi í íslensku við
háskólann í Sophiu í Búlgaríu. Það
er eini háskólinn á Balkanskaga
þar sem sem kennd eru norræn
mál en Ægir - sem er íslendingur
að hálfu - hefur numið íslensku
um langt árabil. Fyrst við Háskóla
Islands en síðari árin ytra, þar sem
hann hefur haft þýsku sem auka-
grein. Árangurinn var prýðisgóður;
meðaleinkunn hans var 5,88, á
meðan 6,0 er hæsta möguleg. Þetta
var útkoma úr munnlegum og bók-
legum prófum.
Afkomandi goðsagnar
Á árunum eftir 1960 fór nokkur
hópur ungra íslenskra manna til
náms í Austur-Þýskalandi. Þeirra á
meðal var Einar Sverrisson, sem las
sagn- og fornleifafræði. Hann átti
raunar ekki langt að sækja áhuga á
þeim fræðum. Faðir hans var Sverrir
Kristjánsson sagnfræðingur, sem
sakir einstakrar frásagnargáfu og
frábærra taka á íslensku máli er
hann orðinn goðsögn.
Fljótlega eftir að Einar Sverrisson
fór utan kynntist hann rúmenskri
konu og íluttust þau til heimalands
hennar. Þau komu hingað heim til
Islands með son sinn nokkurra
mánaða gamlan árið 1966. Fjöl-
skyldan hélt svo aftur utan en Einar
lést f bflslysi fáum árum síðar, þegar
sonur hans var aðeins þriggja ára.
Eftir það höfðu ættingjar hans hér
fslendingur í útlöndum Á góðri stundu
ásamt konu sinni.Ægir Einarov hefur nú lok-
ið meistaraprófi I islensku við háskóiann I
Sophiu i Búlariu - og hyggur núá doktors-
nám. Þá hefur hann lögfræðipróf upp á vas-
ann, þannig að Ijóst má vera að hér fer eng-
inn meðalmaður.
Með konu og dóttur
„Hérytra segir fólk að ég
sé Islendingur, en heima
á Islandi talar fólk um
mig sem Búlgara. Ég skal
ekki dæma um hvort
heldur er," segir Ægir
Einarov hér i vidtalinu.
• ' V . W
Endur fyrir löngu Ægir Einarov ihöndum föðursystur sinnar, GuðrúnarSverrisdóttur og
afa sins, Sverris Kristjánssonar sagnfræðings. Hér erÆgir aðeins kornabarn, en hann er fæddur
heima næsta takmarkað samband
við Ægi Einarov, frænda sinn. Enda
var það torvelt sakir þess hve
Búlgaría er lokað land, einsog önnur
austan járntjaldsins.
íslenska taugin er sterk
Ægir Einarov kom hingað til
lands árið 1988, það er eftir að hann
hafði sinnt herþjónustu ytra. Hér á
landi dvaldist hann næstu fimm árin
vestur á Seltjarnarnesi, á heimili
föðursystur sinnar, Guðrúnar Sverr-
isdóttur hjúkrunarfræðings og eig-
inmanns hennar, Guðmundar heit-
ins Jónssonar yfirlæknis. Stundaði
Ægir Einarov nám í íslensku fyrir út-
lendinga við Háskóla fslands, og
starfaði jafnhliða meðal annars hjá
ferðaskrifstofunni Ferðavali, sem
sérhæfði sig í Búlagaríuferðum.
Árið 1993 hélt hann aftur utan -
og hefur síðan numið lögfræði f
Búlgaríu og einnig íslensk fræði.
„Hin íslenska taug í mér er býsna
sterk. Hér ytra segir fólk að ég sé ís-
lendingur, en heima á íslandi talar
áriö 1966
fólk um mig sem Búlgara. Ég skal
ekki dæma um hvort heldur er,“ seg-
ir Ægir Einarov í samtali við DV.
Hann hefúr bæði íslenskt rflcisfang
og ríkisborgararétt.
í Búlgaríu hefur hann verið
mörgum íslendingum innanhandar,
bæði sem túlkur og leiðsögumaður.
I því sambandi má nefnda Björgólf
Guðmundsson sem á síðari árum
hefur látið að sér kveða í viðskiptalífi
þar, rétt einsog hér heima.
Rannsakar þolmyndir sagna
Ægir Einarov hefur vegna ís-
lenskunáms síns komið nokkrum
sinnum hingað heim til rannsókna
og heimildaöflunar. Síðast var hann
á ferðinni 1998. Hann býst við að
ferðir sínar verði fleiri á komandi
tíð, enda ætlar hann að halda áfram
námi í íslenskum fræðum. Nú er
stefnan sett á doktorsgráðu - þar
sem þolmyndir sagnorða er rann-
sóknarefnið. „Ég er rétt að komast
af stað með ritgerðina, er nýbúinn
að fá hugmyndina í höfuðið. Mig
langar til að sérhæfa mig í þessum
fræðum, en einnig bæta við mig ís-
lenskri gráðu í lögfræðinni. Þannig
væri ég vel staddur," sagði Ægir
Einarov.
sigbogi@dv.is
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
★
★
★
★
★
★
★
★
Tilboð 1. Rafmagnsgítartilboð
Rafmagnsgítar, magnari, ól og
snúra.
Tilboðsverð
27.900,-
stgr.
★★★★★★★
Opið alla daga til jóla til kl. 22
Gftarínn ehf.
Stórhöfða 27
sími 552-2125 og 895 9376
www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is
Tilboð 2. Kassagítar.
Tilboðsverð 15.900 i“ stgr.
★
★
★
★
★
★
★
★
★★★