Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 Fréttir 0V Fjárreiðu- stjórinn látinn fara Páll Bragi Krist- jónsson Fjárreiðustjóra Eddu- miðlunar hefur verið sagt upp. Fjárreiðustjórinn, sem er kona, var ekki sátt við uppsögnina og var því gerður við hana starfs- lokasamningur og hætti hún umsvifalaust störfum. Ástæða upp- sagnarinnar er samdráttur í rekstri útgáf- unnar en Edda Framkvæmdastjóri hefur sem Eddu. kunnugt er selt frá sér alla bókabúðirnar sem fyrirtækið rak, hljóm- plötuútgáfu og margmiðl- unardeild. Starfsmenn voru um 200 talsins þegar nýir eigendur komu að en eru nú um 50. Einn af talsmönnum fyrirtækisins segir að fókus fyrirtækisins hafi verið breytt og einskorði það sig nú við útgáfu bóka. Kröft- unum sé ekki lengur dreift. Fjöldi útgáfa er nú undir einum hatti hjá Eddu og með hliðsjón af því sé aug- ljóst að hagrætt sé í rekstri og ýmsir þættir samkeyrð- Bensínlítrinn á 37 krónur Olíufélagið Esso ætlar að bjóða viðskiptavinum sínum bensínlítrann á 37 krónur vegna opnunar nýrrar þjón- ustustöðvar félagsins að Háholti í Mos- fellsbæ. Þýðir þetta 62% afslátt af venjulegu verði en til- boðið gildir eingöngu frá klukkan 14 til 15. Á öðrum tímum verður boðið upp á sjö króna afslátt af bensín- lítra í sjálfsafgreiðslu. Villandi aug- lýsingar lcelandair Samanburðarauglýsing- ar Icelandair brjóta í bága við samkeppnislög og er þeim tilmælum beint til fé- lagsins að birtingum á þeim verði hætt. Þetta er nið- urstaða Sam- keppnis- stofnunnar en Iceland 4Hf Express lagði fram kæru á hendur Icelandair í byrjun mánað- arins. í auglýsingum Icelandair var fullyrt að fargjöld þeirra væru að jafnaði ódýrari en hjá Iceland Express. Komuqjöld til sérfræðinga hækka mest Breytingar á komugjöld- um sjúklinga taka gildi með nýrri reglugerð þann 1. janúar. Almennt komu- gjald á heilsugæslustöðvar hækkar um 100 krónur, úr kr. 500 íkr, 600. Fyrir sérfræðiþjónustu hækkar gjaldið um kr. 600 og verður eftir 1. janúar kr. 2700, en auk þess greiðir sjúklingur 40% af kostnaði sem umfram er. Lögreglu grunar að kveikt hafi verið í húsi við Granaskjól í síðustu viku. Tvær konur og tvö ung börn voru flutt á sjúkrahús með reykeitrun. Heimilisfaðirinn var handtekinn í gær en sleppt að loknum yfirheyrslum. Grunaðun um íkveikju á meðan kona og börn sváfu Hús í Granaskjóli Húsið lítur þokkalega út að utan en reykskemmdir eru greinilegar innanhúss og reykjarlyktin er sterk. Lögreglan í Reykjavík handtók í gær mann í tengslum við bruna í íbúðarhúsi við Granaskjól í Reykjavík í síðustu viku. Maðurinn bjó í húsinu og hefur lögreglan rökstuddan grun um íkveikju. I íbúðinni sváfu kona hans, tveir synir, þriggja og fimm ára og stálpuð stúlka sem hjá þeim býr auk tengdaföður mannsins sem á húsið en býr í kjall- aranum. Játaði slys Rannsókn lögreglunnar hefur leitt í ljós að eld- urinn hafi kviknað af mannavöldum og hefur heimilisfaðirinn játað slys í yfirheyrslum hjá lög- reglu. Hann hefur þó verið margsaga f framburði sínum. Manninum var sleppt að loknum yfir- heyrslum í gær. Ekki var farið fram á gæsluvarð- hald yfir honum en rannsókn málsins heldur áfram. Slökkviliðið kom að laust eftir klukkan átta um morguninn föstudaginn tólfta desember og lagði þá talsverðan reyk frá húsinu. Fljótt var ljóst að eldurinn kom upp í eldavél og var mikill eldur í eldhúsi og reykur um alla efri hæðina þegar slökkviliðið kom að. Drengurinn stjarfur í reykjarkófi Fjölskyldan vaknaði við reykskynjara. Stúlkan lýsti því fýrir DV hvernig fólkið hefði hlaupið nið- ur í kjallara en hún síðan uppgötvað þegar niður var komið að annar drengurinn, fimm ára var ekki í hópnum. Hún hljóp upp og fann drenginn þar sem hann stóð stjarfur í reykjarmekkinum við eldhúsdyrnar. Heimilisfaðirinn var farinn í vinnu og sautján Hún hljópupp og fann drenginn þarsem hann stóð stjarfur í reykjarmekkinum við eldhúsdyrnar. ára dóttir var farin í skóla. og hringdi á slökkvilið. Konan, litlu drengirnir og stúlkan voru ílutt á sjúkrahús vegna reykeitrunar. Eldhús ónýtt og reykskemmdir miklar DV skoðaði húsið í gær. Sést þar vel að eldhús- ið er allt ónýtt en hefur nú verið málað. Öll tæki eyðilögðust nema ísskápurinn. Reykskemmdir eru greinilegar á veggjum og lofti. Eigandi hússins sem sem býr á neðri hæðinni sagði að skemmd- irnar væru svo miklar að engin jól yrðu haldin á heimilinu. Mikil reykjarlykt er enn í húsinu. Lögreglu hefur oft reynst erfitt að sanna íkveikjur. Fjölmörg mál hafa komið upp þar sem sterkur grunur hefur verið um að kveikt hafi verið í húsum en það hefur oftast nær ekki nægt til sak- fellingar. Nægir þar að nefna mál Klúbbsins í Borgartúni, Gallerí Borg og ísfélagshúsið í Vest- mannaeyjum. kgb@dv.is Davíð í Hvíta húsið Auðvitað er Svarthöfði með Dav- fð á heilanum eins og alþjóð öll. Þessi mesti leiðtogi síðustu aldar var einmitt fyrsta frétt í fréttum Boga Ágústssonar í gær. Hann hafði talað. Þá eru allir kallaðir út á RÚV og látn- ir taka það upp. Eins og gerist á frjálsum íjölmiðlum, ríkisstyrktum og stýrðum af pólitískum ráðum. Og hvað sagði maðurinn? Jú, Evrópu- sambandið mun leysast upp á næst- unni. Örugglega bara fyrir jól. Heilt ríkjasamband mun bara gufa upp og hverfa svo það borgar sig ekki íyrir íslendinga að taka þátt í þeirri vit- leysu. Svarthöfði er auðvitað sammála því en var samt allan ti'mann - undir viðtalinu við Davíð í ríkissjónvarp- inu hans - að bíða eftir að hann Svarthöfði legði niður Bandaríkin í leiðinni. Þeir hafa ekki beint verið að þjón- usta Dabba kóng vel nýlega. Vilja helst losna við okkur íslendinga og því ráð að Davíð leggi bara niður þetta stórveldi fyrst hann er byrjað- ur. Hann ætti líka bara taka við þessu sjálfur. Er eini maðurinn sem raunverulega skilur heimspólitík og hefur þegar lagt niður sjálft Evrópu- sambandið. Enda var það ömurlegur félags- skapur kjánalegra þjóða. Mannfélög- in þar sem ekkert jafnast á við hið mikla ísland. Sem vakir yfir heimin- um með staðfastan mann í brúnni. Mann sem hefur yfirsýn og skilur að hann einn er hæfur til að stjórna heiminum. Því Davíð er heimsleið- togi. ísland er of lítið íyrir þennan mann. Hann veit þetta allt og vill meira að segja drepa Saddam oftar en sjálfúr Bush sem hefur oft drepið fólk (að vísu bara drepið hvern og einn einu sinni). Þess vegna er Dabbi miklu betri kóngur en þessi Georg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.