Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 Síöasten ekkisíst ÐV Rétta myndin Jólaklippingin á fullu. Fyrirmyndin í glugganum, sporgöngumennirnir í stólunum Kóklagið bannað á jólunum Ein frægasta sjónvarpsauglýsing sem leikin hefur verið á Islandi, jóla- auglýsing Kók þar sem ungt fólk með kerti myndar jólatré og syngur lagið „I'd like to buy the world a Coke“, hefur ekki verið spiluð í sjón- varpi í ár og verður ekki spiluð fyrir þessi jói. Ástæða þess er sú að ekki hefur náðst samkomulag við höfund lags- ins um birtingu auglýsingarinnar. „ísland er eiginlega eini markað- urinn fyrir utan ítahu þar sem þessi auglýsing hefur verið leikin," segir Guðjón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Vífilfells. Auglýsingin hefur orðið að eins konar einkennisþema jólanna í íslensku sjónvarpi og má öruggt telja að margir eigi eftir að sakna hennar. „Því miður þá hefur lagahöfund- Kók Kókauglýsing fræga.Jid like to buy the world a Coke", verður ekki spiluð ísjónvarpi fyrir jólin. urinn verið illfáanlegur til að semja um notkun lagsins og því verður auglýsingin ekki leikin fyrir þessi jól að minnsta kosti. Við reyndum allar leiðir," segir Guðjón en langt er síð- an auglýsingin var gerð og þá var auðvitað ekki vitað að hún myndi verða notuð svona lengi. Þess vegna hefur reynst erfitt að semja um áframhaldandi notkun á henni. „Þessi auglýsing hefur orðið stór hluti af því að koma íslendingum í jólaskap og því finnst okkur leiðin- legt að geta ekki leikið auglýsinguna. Fólk má þó vita að þetta er ekki í okkar höndum og við gerum þetta alls ekki af neinni illgirni." • Það er ýmislegt sem menning- armálanefnd Reykjavíkurborgar Síðast en ekki síst hefur á dagskránni. Nú hefur borgarráð sagst vilja umsögn nefndarinnar um hugsanlegt nið- urrif Austursbæjarbíós. Borgarráð segist leggja málið fyrir nefndina vegna tillögu Ólafs F. Magnússon- borgarfulltrúa Frjálslyndra og óháðra. Nefndin ákvað af þessu tilefni að fá fljótlega á sinn fund forstöðumann Hús- friðunarnefndar og borgarminjavörð. Þá óskar menning- arnefndarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson eftir því nefndin ræði lýs- ingu á ýmsum fallegum húsum í miðborginni. Skýrsla spm verið sé að vinna um málið verði lögð fram á næsta fundi... • Útvarpsauglýsingar Bens- ínorkunnar um Esjuna og bensín- -*erð hafa vakið nokkra athygli, einmitt vegna þess hversu vönduð lýsing á eldsneytismarkaðnum þær eru. Flestir þekkja fyrirtækið undir nafninu Orkan og hafa margir sótt þangað ódýrt bensín. í auglýsingunni segir að tvennt sé það sem ekki muni breytast. Það er að Esjan bifast ekki úr stað og bensínið verður áfram ódýrast hjá Orkunni. Þar segir reyndar ekki að Orkan er í meirihlutaeigu sam- keppnisaðilans, Skeljungs, líkt og ÓB er Olíufélagsins og Essó ex- press er Essó. Hér vilja margir fneina að hafi skinið í sáran sann- leika, að verðsamráðið muni ekki breytast eftir allt, ekki frekar en Esjan verði flutt, og að ákvörðunin sé að bensínið verði áfram aðeins ódýrara hjá Orkunni... • Tónlistarmaður- inn Barði Jóhanns- son í eins manns hljómsveitinni Bang Gang er sagður ætla að gera nýtt mynd- band við eitt af lögum af nýrri ■a^dötu sveitarinnar eftir áramót. Ragnar Bragason gerði síðasta myndband hans og um tíma stóð til að hann gerði nýja myndband- ið líka en nú lítur út fyrir að stærri nöfn berjist um kökuna. Hefur nafn stór- stjörnunnar Spike Jonze meðal annars heyrst í þessu sam- bandi... EF EITTHVAE) IIGGUP: PUNGT Á ÞÉR PÁ FÆR6U ÞER BARA SJUSS ÞAR TH ÞÚ MANST EKKI HVAÖ ÞAÐ VAR SEM ER AÐ &ÖGGA ÞIS - BESTA GEDLVF SEM FUNDIÖ HEFUR VERIÐ UPP! NÚ yjLl SVO HEPPILEGA TIL Aí> EG KANN SVO SANNARLESA GOTTHÚSRÁQ SEM ÉS DEILI SJARNAN MED ÞÉR-LESANDI SÓDUR! HÚSRÁD SEM MÉR HEFUR VERID FÆRT í BEINAN KAkLLEGG! TVGGJÓ í HÁRI06 RA L/fi VÍNSBLETTIR! HVER SÓMAKÆR HÚSMÓDIR ÞEKKIR SOTT HÚSRÁD OS BRESST VID ADSTÆDUM HVERJU SINNI SAMKVÆMT ALÖAGAMALLI HEFE> í KVENLEGG. EN HVAD SKAL SERA VID TVGGJÓKLESSU Á SÁUNNIEbA RAUEA/ÍNSBLETTÁ SAMVISKUNNI SVO EKKI SÉ NÚ TALAÐ UM STRESSID OG KVÍDANN? HÚSRÁD AF ÞVÍ TASINU ERU VANDFUNDIN! Ég setti tíkina í skírlífisbelti eins og ég hef alltaf gert þegar hún lóðar en hann tróð sér í gegn um það og hún varð hvolpafuO," segir Magnea Hilmarsdóttir eigandi hundanna Púslu og Pjakks af Pappilionkyni. Magnea segir Pjakk tvisvar hafa parað tíkur áður og því enn æstari fyrir vikið. „Púsla er svo sem enginn engill og vælir af þörf þegar hún er að lóða,“ segir Magnea hlæjandi og útskýrir að hún hafi alltaf látið hana í svona skírlífisbuxur þegar hún lóði. „Það er þannig úr garði gert að hún getur ekki einu sinni pissað í því og það á ekki að vera hægt að komast í gegnum það nema það rifni. Það er einmitt það sem það gerði og þau festust ekki einu sinni saman. Magnea vonaði lengi vel að ekk- ert hafi orðið úr þessu en á daginn kom að Púsla var með tvo hvolpa sem fæddust fyrir tíu vikum. „Þeir voru af sínu hvoru kyninu og fengu nöfnin Cleó og Sesar. Cleó er farin en ég sé á eftir Sesari á aðfangadag. Það keypti hann maður sem ætlar að koma konu sinni á óvart og færa henni þennan yndislega hund, því það eru þeir sannarlega. Vandinn við þessa ótímabæru þungun var hins vegar sá að það er mikil vinna að hafa hvolpa og því verður maður að reikna það út sérstaklega hvaða tími hentar. Það má segja að fyrstu vikurnar vaki maður hreinlega yfir hvolpunum svo allt fari vel,“ segir Magnea sem er staðráðin í að fá nýtt belti úr betra efni næst. Púsla og Pjakkur með annað afkvæmið á milli sín Sesar er stæitur og stoltur, alvöru hundur sem lætur ekki eitthvað skirlffísbelti stöðva sig. Púsla í beltinu Sjá má að beltið eru eins og lokaðar buxur ogáað koma i veg fyrir pörun. Sígrænt eðattré í hæsta gæðaflokki frá skátunum prýðir nú þúsundir íslenskra heimila. 10áraábyrgó Eldtraust t* 12 staerðir, 90 - 500 cm Þarf ekki að vökva Stálfótur fylgir íslenskar leiðbeiningar Ekkert barr að ryksuga Traustur söluaðili Truflar eltki stofublómin Skynsamleg fjárfesting 1. hæð við Debenhams Skátamiðstöðin Hraunbæ 123 -20/ Nokkurvlndur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.