Dagblaðið Vísir - DV - 20.12.2003, Blaðsíða 29
BV Fókus
LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 2003 29
ir honum. Hann fær svo tveggja sólarhringa
frest til þess að skila inn skriflegri greinar-
gerð og að því loknu þarf að kalla hann fyr-
ir á ný. Ef gerandinn sér til þess að ekki sé
hægt að ná í hann er hægara sagt en gert
að koma banninu á.“
Klæddi sig úr fötunum,
málaði sig og skaut sig
Þrátt fyrir að margir haldi
annað er þekkt fólk ekki lík-
legra til að verða fyrir of-
sóknum en aðrir. Þessi
misskilningur gæti
komið til af því að
þegar „venjulegt"
fólk á í hlut er hætt
við að málið komist
ekki á forsíður blaða
og í aðalfréttatíma sjónvarps-
stöðva.
Þekktasti íslendingur fyrr og
síðar, Björk Guðmundsdóttir,
hefur þó í tvígang verið ofsótt af
aðdáendum og í báðum tilvikum
enduðu ofsóknirnar með ósköp-
um. Árið 1995 stytti austurrískur
aðdáandi Bjarkar sér aldur eftir
að hafa ítrekað reynt að ná tali af
söngkonunni en ekki tekist. Að-
eins ári síðar, í september árið
1996, sendi 21 árs meindýraeyðir
henni brennisteinssýru og
sprengibúnað í pósti. Að því loknu
fór hann heim til sín, settist niður
allsnakinn, málaði eldingar á and-
lit sitt, setti tónlist með Björk á
fóninn og skaut sig í höfuðið með 38
kalibera skammbyssu. Hvort tveggja tók
hann upp á myndband og sagðist þar ekki
vita hvort sýran myndi valda Björk „líkams-
lýtum, alvarlegum meiðslum eða dauða".
Manninum, sem hét Ricardo Lopez og var
búsettur í Flórída, tókst ekki ætlunarverk
sitt því lögreglan fann lík hans, og jafnframt
myndböndin, áður en pakkinn barst til Bjark-
ar. Hann fannst á pósthúsi í suðurhluta
London og var fargað. Lopez hafði lengi verið
aðdáandi Bjarkar og sagðist á myndbandinu
hafa verið „gagntekinn" af henni. Þegar hún tók
saman við hinn þeldökka Goldie sagði Lopez það
„óviðunandi" og að hann yrði „einfaldlega að
drepa hana“. Lopez var ekki á sakaskrá og ekki var
vitað hvort hann hafði átt við sálræn vandamál að
strfða.
Ofsóknir á Netinu
Netvæðingin hefur gert trufluðum einstaklingum
það auðveldara að ofsækja aðra, ekki síst í fámenninu á
íslandi. Með einum smelli er hægt að komast að nánast
öllu um alla og bloggsíður þar sem fólk lýsir öllum sín-
um gerðum spretta upp eins og gorkúlur. Það er svo
hægur leikur að ofsækja fólk með tölvupóstsendingum og
á spjallrásum. Þessar „tækniofsóknir" hafa verið nefndar
„cyberstalking" og samkvæmt rannsóknum lögreglu í New
York nýttu yfir 40% „stalkera" sér tæknina til að hrella fórn-
arlömb sín. Þótt fyrirbærið hljómi sakleysislega hefur það sýnt
sig að þessi tegund ofsókna vindur oft upp á sig. Oft hefjast þær
þegar fórnarlambið reynir að slíta „sambandi" sem það hefur átt
í á Netinu.
Eina leiðin til að komast algjörlega hjá því að lenda í ofsókn-
um á Netinu er sú að fara ekki á Netið. Þar sem fæstir eru tilbúnir
í það má nefna að helstu ráð sérfræðinga eru að nota ekki eigið
nafn sem notendanafn, sleppa öllu daðri á Netinu og að gefa ekki
upp nafn, heimilisfang eða starf í netspjalli.
Framhald á næstu síðu
Sá íyriwandi
jr.......-
sa
„Stalkerum" hefur stundum verið skipt í
þrjá meginflokka. Meginreglan hefur
reynst vera sú að þeir eru hættulegri eftir
þvísem fórnarlambið þekktiþá minna
áður en áreitið hófst.
Fyrsti hópurinn, og jafn-
framt sá stærsti, inni-
heldur einstaklinga sem
hafa átt í nánu ástarsam-
bandi við þolendurna,
neita að sætta sig við
orðinn hlut og eru sann-
færðir um að makhm
fyrrverandi elski þá enn-
þá. Rannsóknir hafa sýnt
að þessir aðilar hafa yfir-
leitt verið ráðandi aðil-
inn í ástarsambandinu.
f flokki tvö er að finna ein-
staklinga sem hafa átt f mjög
litlum eða engum samskipt-
um við fómarlambið. Þeir
eiga oft við geðræn vandamál
að stríða og eiga það sameig-
inlegt að trúa því að þeir teng-
ist fórnarlambinu á einhvem
hátt, halda jafnvel að þeir eigi
í ástarsambandi við mann-
eskjuna, svo dæmi sé tekið.
Mjög algengt er að þeir hafi
mátt þola andlegar og/eða
lfkamlegar misþyrmingar í
æsku og hafi lélega sjálfs-
mynd.
Þriðji flokkurinn inniheldur
þá einstaklinga sem em
ákveðnir í að ná fram hefnd-
inn vegna einhvers. Reiði
þeirra í garð fómarlambanna
getur orðið til af ýmsum or-
sökum en oft em þær ómerki-
legar eða jafnvel ímyndaðar.
Stjómmálamenn þirrfa oft að
eiga við einstaklinga úr þess-
um flokki. Einstaklingar úr
fyrstu tveimur flokkunum
geta með tímanum falliö í
þann þriðja af ýmsum orsök-
um, til dæmis ef fómarlömb
þeirra fá dæmt á þá nálgunar-
bann eða gifta sig.
heilanum?