Dagblaðið - 12.05.1978, Side 20
24
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12.MAÍ 1978.
Garðp/öntur
Hnausa- og pottaplöntur af
SITKA greni.
Skógrækt ríkisins,
Tumastöðum
Sími um Hvolsvöil.
Ál gróðurhús
og ýmsir fylgihlutir fyrir heimagarða.
Ný sending væntanleg.
KLIF HF.
Vesturgötu 2, Reykjavík, slmi 23300.
TORGIÐ
Garðplöntusalan
erhafin
i-tWiiiiuU
(éfr GARDENA
gerir garðinn frægan
Rafknúnar kant- og
limgerðaklippur
sterkar
endingar-
góðar
i
SLONGUTENGI
GARÐÁHÖLD
SLÖNGUR
GARDENA
gerirgarðinn frœgan
^dnnai s4&gemon Lf.
GARÐYRKJA
SNYRTIMENNSKAN
í HÁVEGUM HÖFÐ
Hérna kemur dæmi um skemmtilega
nýttan lítinn garð, sem er yndi fyrir
augað eins þegar hann stendur eins og í
dag, vel hreinsaður en jurtirnar varla
enn vaknaðar til lifsins. Eigandi garðsins
býr á efri hæð hússins en nýtur garðsins
vel úr gluggum sinum. Ótal steinbrjóts-
tegundir eru í þessum garði og einnig
margir blómlaukar. Sjá má á páskalilj-
urnar sem eru komnar „langt á leið”, til
hægriá myndinni.
Þessi snyrtilegi garður er í Norður-
mýrinni.
DB-mynd Bjarnleifur.
A.Bj.
Margir eiga í stríðL___
við mosann
Margir garðeigendur eiga í stríði við
mosa í grasflötinni. í rauninni er það
ekki samkeppni milli mosans og grassins
sem veldur því að mosinn hefur betur i
þeirri viðureign. Þegar grasið hættir að
vaxa einhverra hluta vegna, tekur
/mosinn við. Hann vex lítið eða ekkert
fyrri hluta sumars. En þegar líða tekur á
haustið færist mosinn allur í aukana.
Það geta verið margar ástæður fyrir
þvi að mosinn verður áberandi í gras-
blettinum. Moldin getur verið of þurr
eða of hrá, það er að segja ekki komin
nógu góð rækt í hana. Jarðvegurinn
getur verið súr, sem þýðir að kalk vantar
i hann. Þá hættir grasið að vaxa og
mosinn tekur völdin.
Ef notuð er rétt grastegund og blettur-
inn fær þau skilyrði sem hann þarf
vefður mosinn ekkert vandamál.
Ef sýrustigið er fyrir neðan 5,5 er
ástæða til að bera kalk á og hækka
þannig sýrustigið upp í 6—7. Þaðeykur
á gerlagróður. Bezt er að nota kalksand
eða skeljasand.
Langbezt er að sjá um að grasblettur-
inn fái næga næringu yfir vaxtartímann.
En sumir hugsa meira um að minnka
sláttinn niður í einu sinni i viku og spara
þvi áburðargjöfina heldur mikið. Það
dregur úr vexti grassins og mosinn
verður alls ráðandi.
Ef bletturinn á að verða þéttur og
grænn verður að bera vel á.
Vorverkin er bezt að hefja á þvi að
raka vel upp úr rótinni. Ef mikill mosi er
fyrir má brenna hann með því að strá
vænu lagi, ca 4—5 kg á 100m! af
tilbúnum áburði yfir blettinn. Það
virðist gera svipað gagn og mosaeyðir.
Þetta verður að gera áður en grasið fer
að vaxa. Þá er auðveldara að raka
mosann upp úr.
Ekki er nóg að bera á einu sinni, hvort
heldur er notaður húsadýraáburður eða
tilbúinn áburður. Það verður að gefa
aukaskammt af köfnunarefnisáburði að
minnsta kosti mánaðarlega. Sérstök
mosaeyðandi efni eru einnig til, svo sem
járnsúlfat eða járnvitrial. Af þeim efn-
um á að nota 1,5—2 kg. í 10—20 lítra
afvatniá 100m!.
SLÁTTUyÉLAR með stillanlegri skurðhæð. Geta
slegið út á kanta og upp að veggjum. Yfir 20 ára
reynsla. Verð frá kr. 55 til 90 þúsund með söluskatti.
TÆTARAR með 5 hröðum áfram og einum aftur á
bak. Vinnslubreidd frá 40 til 130 cm. Verð kr. 150.000
með sðluskatti.
Globusi
LÁGMÚLA 5 - SÍMI81555.