Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 21
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12.MA1 1978. Tré og rannar nauðsynleg vörn fyrir stormi og forvitnum augum nágrannanna Allir garöræktendur hafa komizt að raun um að nauðsynlegt er að hafa skjól gegn vindum og veðri. t þéttbýli verður auk þess að byrgja fyrir innsýn, þannig að menn geti verið i næði. Þannig getur garðurinn orðið hent- ugur staður bæði fyrir smærri og viðkvæmari gróður og einnig notalegur dvalarstaður fyrir heimilisfólkið. Trjágróður er nauðsynlegur einnig til þess aö setja svip á garðinn og landslagið í heild. Þess vegna er yfirleitt byrjað á að gróðursetja limgeröi og skjólbelti þegar byrjað er að vinna i garðinum. Hérlendis er ekki ýkja mikið úrval af tegundum: tslenzka birkid er ágætt. Það er þétt- vaxið og gefur gott skjól, þótt það sé svolitið seinvaxið. Ef hægt er að fá vel greinóttar plöntur fæst limgerði sem er með klippinu, hægt að halda þéttu alveg niður við jörð. Þegar gróðursett er I limgerði eru oftast settar 4 plöntur á metra. Ef landrými er nóg er tilvalið að planta röð innan við limgerðið sem síöan fengi að vaxa óklippt. Hæfilegt bil á milli plantna er 1 — 1,5 metrar. Flestar viðitegundir eru góðar i limgerði. Víðir er fljótvaxinn og greinist : vel eftir klippingu. Stórvaxinn, þó ekki að sama skapi fallegur, er þingvfðirinn. Hann vill kala nokkuð og er sveppsæk- inn. Enda ekki vist að hann sé til á markaðinum hér. Aftur á móti er annar stórvaxinn viðir sem orðinn er vinsæll hér á síðustu árum, það er Alaskavíðir. Hann hefur grágræn, ílöng blöð, sem eru silfurgljá- andi á neðra borði. Það er mjög skemmtilegt að sjá blöðin bærast í golunni. Viðja er einnig nokkuð algeng, en af henni eru til mörg afbrigði, sem eru mis- munandi harðger. Sama má segja um islenzka gulviðinn, en hann’er yfirleitt með mjóum greinum, einkum ár- sprotamir. Einnig eru til skriðuiafbrigði Óg þau hækka aldrei neitt að ráði. Eitt afbrigði af gulviði sem talinn er kynblendingur á milli loðvíðis og gulviðis, hefur náð miklum vinsældum og útbreiðslu hér á landi. Það er brekku- víðirinn. Hann er nokkuð fljótvaxinn og þéttvaxinn, þar sem hann fær nóga næringu. Hann er vorfallegur og kelur ekki. Ef hægt er að fá kröftugar, niður- klipptar plöntur má alveg að skaðlausu ‘ hafa 30—40 cm á milli þeirra. Síðast en ekki sizt skal nefna gljáviði. Hann laufgast seint, en heldur dökkgrænum, gljáandi blöðum sínum framundir jól. Gljáviðirinn hefur einnig annan kost, á hann sækja lítil óþrif. Til eru fleiri tegundir sem nota má I skjólbelti og limgerði. Nefna má gráreyni sem er vindþolinn og greinir sér vel. Hann verður e.t.v. gisinn neðst með aldrinum, en sem innri röð I belti, er hann ágætur. Ábngerði hefur verið í mörg ár við Sóleyjargötu. Álmplöntur virðast vera mismunandi harðgerar. Fyrir nokkrum árum var álm plantað á ýmsum stöðum en sú ræktun mistókst algjörlega. Síberiskt baunatré getur verið Ijómandi fallegt í hátt gerði. Það ber finleg ljósgræn blöð. Beinvaxið tré eins ogAlaskaösp hefur verið klippt I limgerði með góðum árangri. Marga smárunna er hægt aö nota i lág gerði t.d. milli beða og meðfram gang- stéttum og til að skipta garðinum í reiti ef þess er óskað. Alparibs er liklega þéttvaxnasta gerðið sem völ er á. Það má halda þvi niðri i um 50 cm hæð, en það getur orðið einn til einn og hálfur metri á hæð. Það laufgast snemma. Blöðin eru ljósgræn. Blómin eru lítið áberandi en berja- uppskeran, getur orðið talsverð að haustinu. Berin eru alveg bragðlaus. En fræin eru viljug að spíra sé þeim sáð að hausti. Alparibs getur lika sómt sér vel eitt sér, hvort sem það er klippt I kúlu eða haft óklippt. Glansmispill er annar smárunni af svipaðri stræð. Þar sem landrými leyfir má hafa hann óklipptan, en hann getur orðið á annan metra á breidd. Með klippingu má síðan halda honum I 50 cm breidd. Mispillinn laufgast snemma, blöðin eru dökkgræn, en rétt fyrir lauf- fall verða þau eldrauð. Til eru fleiri tegundir af mispli sem nota má bæði I limgerði og sem staka runna, en glans- mispillinn er algengastur og harðgerð- astur. Svo eru ýmsar tegundir af kvistum, algengastur er liklega dögglingskvistur. Hann breiðir töluvert úr sér með rótar- . sprotum og er e.t.v. heppilegri i smá- GARÐYRKJA þyrpingu en i gerði. Hann blómgast á ársprotunum og til að fá kröftugar greinar á helzt að klippa hann alveg niður á hverju ári. Blómin eru rauðleit og koma i skúfum efst á stönglinum. Viöikvistur er mjög svipaður, svolitið grenni og blómstrar hvítum skúfum. Hann þarf ekki eins mikla klippingu. Birkikvistur er orðinn mjög vinsæll. Hann er lágvaxinn og þéttvaxinn. Blöðin rainna á birkilauf og þaðan kemur nafnið. Hann byrjar að blómstra mjög ungur. Birkikvisturinn er mjög harðgerður en varast skal að gefa honum of mikið af köfnunarefni. Ef það er gert að vetri til vilja nýir sprotar vaxa upp og hylja blómin, sem myndast á fyrra árs vexti. Ef honum er gefið köfnunarefni seint á sumrinu vill hann vaxa of lengi fram- eftir hausti og þá verður vöxturinn of linur til að þola vetrarnæðinginn. Þaðer ágæt regla að bera aldrei köfnunarefni á tré og runna eftir 1. júli. Á Norðurlöndunum er snækvistur mikið notaður, þar sem hann getur orðið alveg hvítur af blómum. Hann hefur ekki reynzt vel hér á landi. I gras- garðinum I Laugardal I Reykjavík má sjá margar skemmtilegar tegundir sem búast má við að verði á markaðinum í framtiðinni hér á landi. STEYPIÐ GARÐ- FLÍSARNAR SJÁLF Sumir eru svo handlagnir að allt leikur I höndunum á þeim. Þeir geta gert allt sjálfir og spara sér þar með mikið fé. Skemmtilegar fltsar I garðinn ætti að vera hægt að búa til sjálfur án þess að eiga á hættu að allt fari I vaskinn. Flís- arnar eru steyptar úr blöndu af fjórum hlutum af sandi eða flngerðri möl og einum hluta af sementi, sem hellt er i lítra mjólkurfernur. Gerið loftgöt i botninn á fernunum og skerið af þeim að ofanverðu. Búið siðan til tréramma og raðið fernunum í hann. Gætið þess að ramminn standi ekki á loftþéttu undirlagi. Fernurnar eiga að standa þétt saman. Þegar búið er að hella sements- blöndunni I þær, er ramminn allur hristur vel til þannig að ekki séu loft- bólur i fernunum. Að sjálfsögðu má blanda litarefni saman við „deigið” rauðar og gular flisar eru mikið I tízku I garða. Flísamar eru tilbúnar til notkunar eftir einn sólar- hring og þeim má raða i margs konar mynztur. Nokkur minnisatriði um tré og runna Birki getur orðið þéttvaxið i Gljáviðirinn laufgast seint en heldur Mispillinn laufgast snemma og limgerði. Hæfilegt er að gróðursetja gljáandi blöðum framundir jól. verður eldrauðurá haustin. fjórar plöntur á metra. Slberískt baunatré er fallegt í hátt Ýmsir kvistir hafa náð vinsældum, gerði. Hægt er að klippa Alaskaöspina þeir eru lág- og þéttvaxnir. Viðirinn er fljótvaxinn. 30—40 cm i limgerði. eiga að vera milli brekkuviðisplantna Alparibs er þéttvaxnasta gerði sem Köfnunarefni má ekki bera á tré og sem eru fljótvaxnar og þéttvaxnar. völ er á. runna eftir 1. júlí. Sjá einnig bls. 27 Þúsundir bióma á einum stað. Gjafavörur fyrir alla. Lofið yngstu kynslóðinni að skoða apana á meðan þér skoðið blómin. Opið í sumar til kl. 7 alla daga. BLÓMASKÁU MICHELSEN Sími 99—4225, Hveragerði. AHt tí! garðyrkju Úðunartæki í öllum stærðum, handdælur, traktorsúðadælur, fyrir jurtalyf. Lyf gegn meindýrum, gróðursjúk',A"""" "" ★ Matjurtafrœ ★ Grasfræ ★ Garðyrkjuverkfœri Verzlið hjá fagmönnum Gerið verðsamanburð Sendum í póstkröfu um land allt. Söiuféiag garöyrkjumanna, Reykjanesbraut 6. Sími24366. T

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.