Dagblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 32
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1978.
Sjónvarp
36
I
Utvarp
^ Sjónvarp
Laugardagur
13. maí
16.30 íþróttir. Umsjónarmaður Bjami Fclixson.
18.15 On We Go. Enskukennsla. 26. þáttur
endursýndur.
18.30 Skýjum ofcir. Sœnskur sjónvarpsmynda-
flokkur i Ut i sex þáttum. Lokaþáttur. Nissi.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision
— Sænska sjónvarpið).
19.00 Enska knattspyman (L).
Hlé.
20.00 Fréttir og veóur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Á vorkvöldi (L). Umsjónarmenn Ólafur
RagnarssonogTage Ammendrup.
21.20 Karlmennska og kvennadyggðir (L). TaUö
er, að menn eyði að meðaltaU átta árum ævi
sinnar í að horfa á sjónvarp. í þessari bresku
mynd er fjaUað á kaldhæðinn hátt um áhrifa-
mátt fjölmiðla, einkum sjónvarps og kvik-
mynda, þegar fjaUað er um hlutverkaskiptan
karls og konu. Þýðandi og þulur Briet Héðins-
dóttir.
22.00 Gömlu kempurnar enn á ferð (L). (The
Over-The-Hill Gang Rides Again). Banda-
rískur „vestri” í léttum dúr, eins konar fram-
hald af sjónvarpsmyndinni „Gömlu kemp-
umar”, sem sýnd var 14. april siðastliðinn.
Aðalhlutverk Walter Brennan, Fred Astaire
og Edgar Buchanan. RiddaraUðamir fregna,
að fomvinur þeirra sé að fara i hundana. Þeir
dusta því rykið af marghleypunum, söðla
gæðinga sína og þeysa á vit nýrra ævintýra.
Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
23.25 Dagskrárlok.
Sunnudagur
14. maí
hvftasiinnudagur
17.00 Hvitasunnumessa i sjónvarpssal (L). Séra
Bjöm Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.
Kirkjukór Akraneskirkju syngur. Stjórnandi
Haukur Guðlaugsson. Orgelleikari Friða
Lárusdóttir. Stjórn upptöku öm Harðarson.
18.00 Stundin okkar (L). Nemendur úr Hvassa-
leitisskóla flytja leikþátt, Soffía Jakobsdóttir
og Þórunn'Magnea Magnúsd., flytjaf seinni
hluta leikþáttarins „AfmælisgjöfiiT, Amar
Jónsson les sögur úr myndaflokknum „Striga-
skór” eftir Sigrúnu Eldjárn, nemendur úr
Þroskaþjálfaskólanum sýna brúðuleik og
fylgst verður með undirbúningi að upptöku á
atriði fyrir Stundina okkar. Umsjónarmaður
Ásdis Emilsdóttir. Kynnir ásamt henni
Jóhanna Krístín Jónsdóttir. Stjóm upptöku
Andrés Indriðason. Þessi þáttur er hinn siðasti
á þessu vori.
20.00 Fréttir, veður og dagskrárkynning.
20.20 Söngleikar ’78Frá söngmóti i Laugardats
höll 15. apríl sl. í tilefni 40 ára afmælis Lands-
sambands blandaðra kóra. Eftirtaldir kórar
koma fram: Kór Menntaskólans viðlíamra-
hlið, Ámeskórinn, Samkór Rangæinfca, Söng-
félagið Gigjan, Sunnukórinn, Kór Langholts
kirkju, Þrándheimskórinn og Hátiöakór
L.B.K. Stjórn upptöku Andrés Indriðason.
21.25 Gæía eða gjörvilelki (L). Nýt, bandarísk-
ur myndaflokkur í 21. þætti, framhald af
samnefndum myndaflokki, sem var á dagskrá i
vetur. 2. þáttur. Efni fyrsta þáttar: Eftir að
Tom Jordache hefur verið myrtur af útsend-
urum Falconettis skömmu eftir brúðkaup sitt,
býðst Rudy til að taka að sér son hans,
Wesley, og kosta hann til náms. Julie er drykk-
felld sem fyrr, og þau Rudy verða ásátt um að
skilja. Rudy er i þingmannanefnd, sem send er
til Vietnams að kynna sér gang styrjaldar-
innar. Þar hittir hann Julie, sem er aftur tekin
að fást við Ijósmyndun. Falconetti losnar úr
fangelsi og hyggur á hefndir. Þýðandi Krist-
mann Eiðsson.
22.15 Snertingin (L). (The Touch). Kvikmynd
eftir Ingmar Bergman, gerð árið 1971. Aðal-
hlutverk Elliot Gould, Bibi Andersson og Max
von Sydow. Bandariskur fomleifafræðingur
kemur til starfa i sænskum smábæ. Hann
kynnist hjónunum Karin og Andrési, sem hafa
verið gift í fimmtán ár, og hann verður ást-
fanginn af Karin. Þýðandi Óskar Ingimarsson.
00.05 Dagskrárlok.
Umferðarráð, Hverfisgötu 113
Reykjavík, auglýsir nýtt síma-
númer:
27666
Umferðarráð.
f ..........
Sinfóníuhljómsveit íslands
TÓNLEIKAR
í Háskólabíói fimmtudaginn 18. maí kl. 20.30.
Stjórnandi Karsten Andersen
Einleikari Emil Gilels
Efnisskrá: Sjostakovitsj — Sinfónía nr. 12
Grieg— Píanókonsert..
Aðgöngumiðar í bókabúð Lárusar Blöndal,
Skólavörðustíg og Eymundsson, Austurstræti.
-
Hádegisverðar-
fundur
um tekjuskatt
Verzlunarráð lslands efnir til hádegisverðarfundar um tekjuskatt at-
vinnurekstrar þriðjudaginn 16. maí 1978 kl. 12.15 til 15.00 i Vikinga-
sal Hótel Loftleiða.
Dagskrá:
12.15— 12.35: Hádegisverður.
12.35—13.00: Ávarp fjármálaráðherra, MatthíasarÁ. Mathiesen.
13.00—13.15: Ný skattalög — kostir, gallar og æskilegar umbætur:
Hjalti Geir Kristjánsson, form. VÍ.
13.15— 13.40: Helztu breytingar skat'.alaganna varðandi atvinnu-
rekstur: — Ólafur Nilsson, löggiltur endurskoðandi. — Sigurður Stef-
ánsson, löggiltur endurskoðandi.
13.40— 15.00: Fyrirspurnir og almennar umræður.
Fundarstjóri: Hjörtur Hjartarson.
Endurskoðendur og bókarar fyrirtækja eru velkomnir.
Þátttaka tilkynnist i sima 11555.
Útvarpið f kvöld kl. 22.50: Áfangar
Bezti sópran-
saxófón-
leikari heims
Föstudaginn 19. maí kemur hingað til
landsins brezki saxófónleikarinn Evan
Parker og mun hann halda hér tvenna
einleikstónleika. Verða fyrri tónleikarnir
í Norræna húsinu 20. maí kl. 16 og þeir
seinni 21. mai kl. 21 á Kjarvalsstöðum.
í tilefni komu Parkers ætla þeir
Guðni Rúnar og Ásmundur að kynna
tónlist hans í þætti sínum Áföngum,
sem er á dagskrá útvarpsins í kvöld kl.
22.50.
Töldu þeir félagar þá tegund tónlistar
sem Parker flytur, eiga eftir að koma
mörgum ókunnuglega fyrir sjónir og
virka frekar framandi.
Parker er er brautryðjandi á sviði svo-
nefndrar frjálsrar tónlistar eða spuna
(improvisation). Þessi stefna hefur sótt
töluvert til bandaríska free-jazzins. Hún
er ekki fyrirfram ákveðin heldur spinnur
flytjandi hana um leið og hún er flutt.
Parker hefur verið í fremstu línu i
brezku spunahreyfingunni síðan hún fór
að láta til sín taka snemma á sjöunda
áratugnum. Hann var einn af stofnend-
um hljómplötufyrirtækisins Incus, sem
gefur út tónlist af þessu tagi í Bretlandi.
Meðal stofnenda þessa fyrirtækis eru
einnig þeir Tony Oxley og gítarleikarinn
Derek Daily.
Saxófónninn er það hljóðfæri sem
Parker hefur helgað sér. Hann hefur þó
sérhæft sig á sópransaxófón og á sl. ári
var hann kjörinn bezti sópransaxófón-
leikari heims. Þess má geta að hann
hefur tileinkað sér alveg sérstakar önd-
unaraðferðir, sem auðvelda honum að
leika þessa eftirlætistónlist sina, spuna.
Þátturinn er tæplega klukkustundar
langur.
RK
Saxófónleikarinn Evan Parker kemur
hingað og heldur hljómleika 20. og 21.
maí.
Sjónvarp á laugardagskvöldið kl. 20.30: A vorkvöldi
Ólafur Ragnarsson kveður
Á laugardagskvöldið kl. 20.30 verður
siðasti þáttur þeirra Ólafs Ragnarssonar
og Tage Ammendrup Á vorkvöldi á
dagskrá sjónvarpsins.
í þeim þætti kemur fram hljómsveitin
Randver, sem allflestir unglingar og
kannski einnig eldra fólk kannast vel
við. Sagði Ólafur að meðlimir hljóm-
sveitarinnar væru hressir strákar og
væru flestir ef ekki allir þeirra kennarar
við öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Þeir
hafa gefið út hljómplötu, en í þessum
þætti ætla þeir að flytja alveg ný lög og
hafa þeir samið flest þeirra sjálfir.
Þá mun Jónas Jónasson útvarps-
maður koma í heimsókn og spjalla stutta
stund við Ólaf. En Jónas mun gera fleira
en spjalla. Hann mun einnig syngja lag
sem hann hefur samið sjálfur.
Atburðir ársins 1913 verða rifjaðir
upp og mun Ólafur ræða við Árna Óla,
en hann er sennilega öllum eldri lands-
mönnum kunnur. Árni Óla verður ni-
ræður á þessu ári og hafa atburðirnir
sem hann rifjar upp gerzt fyrir 65 árum.
Geri aðrir níræðir betur.
Þá munu tvær ungar og efnilegar 14
og 15 ára stúlkur syngja tvö lög sem þær
hafa sjálfar samið.
Smáleikþættir munu verða inn á milli
atriða og eru það þau Ingunn og
Sigurður sem ætla að taka fyrir eitthvað
spaugilegt sem nýlega hefur gerzt.
Fleiri þekktir og góðir menn munu
koma fram í þættinum. Ekki er þó víst
að spjallað verði við þá um þá hluti eða
þau störf sem þeir eru þekktastir fyrir og
megum við eiga von á að sjá þá gera eitt-
hvað okkur til skemmtunar sem við viss-
um ekki að þeir gætu. Ekki er vert aö
nefna hvað verður gert, en þó má geta
þess að einn gestanna verður Óttar
Möller forstjóri Eimskipafélags íslands.
Og vitanlega verður falda myndavélin
á ferð. Þessi sem fólk er farið að sjá við.
Ólafur sagði að þessi filma hefði verið
tekin áður en fólk fór að átta sig á livað
var að gerast. t þetta sinn var myndavél-
inni komið fyrir við Keflavikurveginn.
Og hver er ekki reiðubúinn til að rétta
ungri og fallegri stúlku hjálparhönd
þegar hún kemur ekki bílnum sínum í
gang.
Kvað Ólafur þetta örugglega verða
síðasta þáttinn Á vorkvöldi. Björn
Baldursson hjá sjónvarpinu sagði okkur
einnig að enginn íslenzkur þáttur kæmi í
stað þáttarins Á vorkvöldi. Hann
byggist við að fá til sýningar einhvern
erlendan skemmtiþátt, en ekki er enn
ákveðið hvaða þáttur það verður.
- RK
Síspakur Símsen er mjög spekingslegur á svipinn, en hann situr hér i fanginu á „manninum á bak við röddina hans’