Dagblaðið - 29.05.1978, Side 1

Dagblaðið - 29.05.1978, Side 1
4. ÁRG. — MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1978. — 111. TBL. RITSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. — AÐALSÍMI 27022. HALFRAR ALDAR VALDATÍMA LOKIÐ Vandinn erallureftir — sagði Guðrún Helgadóttir— baksíða VIÐTÖLOGÚRSLIT - bls. 5,6,8,9,15,19,20,21 og 22 „Eg var kjörinn til að gegna starfi borgarstjóra til loka kjörtimabilsins. Ég lít svo á, að ég sé ekki lengur í starfi,” sagði Birgir Isleifur Gunnarsson i sam- tali við fréttamann DB á heimili sínu i morgun þegar ljóst var að sjálfstæðis- menn höfðu misst hálfrar aldar meiri- hluta sinn í borgarstjórn Reykjavikur. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 22.109 at- kvæði og 7 fulltrúa kjörna. Hann hafði sem kunnugt er 9. Alþýðubandalagið hlaut 13.862 atkvæði og 5 fulltrúa. Al- þýðuflokkurinn fékk 6261 atkvæði og 2 fulltrúa. Framsóknarflokkurinn fékk 4.367 og einn fulltrúa. Auðir seðlar voru 691 og ógildir 110. Þegar talningu lauk var sá fyrirvari gerður að 13 atkvæði biðu þess að verða úrskurðuð og óvist hver afdrif þeirra verða. Þau verða úrskurðuð siðar i dag. Fimmti fulltrúi Alþýðubandalagsins hafði 8.78 atkvæðum meira á bak við sig heldur en 8. maður Sjálfstæðisflokksins. 1 samræmi við kosningalög hefði listi SjálfstæðisOokksins þurft að fá 70.3 at- kvæði til 'iðuótar fylgi sinu til þess að 8. fulltrúi hans næði kjöri. Á kjörskrá í Reykjavík voru 56.664. Þar af kusu 47.409 eða 83.7%. Auðir seðlar voru 691 og ógildir 110. Árið 1974 var kjörsókn i Reykjavík 88.9%, eða 5.2% meiri en í borgarstjórnar- kosningunum í gær. -ÓV/ÓG/BS Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri á heimili sinu I morgun, þegar úrslit lágu fyrir. — DB-mynd Hördur. —Alþýðubandalagið batt enda á meirihluta Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík *" 1 " ' — Alþýðubandalag og Alþýðuflokkurjuku stórlega við fylgi sitt STJÓRNARFLOKKARNIR GULDU VÍÐA AFHR0Ð Stjórnarflokkarnir hafa viðast tapað og sums staðar goldið afhroð í byggða- kosningunum sem fram fóru í gær. Þegar litið er á landiö allt hljóta úr- slitin að vera stjórnarflokkunum alvarlegt umhugsunarefni. Skýringar forystumanna á fylgistap- inu voru mjög almennt þær að kosningarnar hefðu snúizt um lands- málapólitík stjórnmálaflokkanna, þegar fréttamenn DB höfðu tal af þeim síðastliðna nótt. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 9.1% atkvæða og Framsóknarflokkurinn 3.6% atkvæða. Fylgisaukning Alþýðubandalagsins varð 7.4% og Alþýðuflokksins slétt 7%. Vegna úrslitanna i Reykjavik vegur þó sigur Alþýðubandalagsins þyngra þótt sigur Alþýðuflokksins sé litlu minni þegar á heildina er litið. Stjórnarandstöðuflokkarnir eru óum- deilanlega sigurvegararnir i byggða- kosningunum 1978. Skipting landsins eftir fylgi flokkr- annaer nú þannigef miðað er við úrslit byggðakosninganna: Alþýðuflokkur 16.5%, Alþýðubandalag 24.5%, Framsóknarflokkur 15.2%, Sjálf- stæðisflokkur 39.9% og Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna 1.1%, önnur framboð2.8%. Þess verður þó að gæta að þessi skipting er byggð á kjörsókninni, þ.e. þeim atkvæðum sem greidd voru. Þá verður og að hafa í huga að í gær var ekki kosið í sveitahreppum sem í verður kosið samhliða alþingis- kosningunum. - BS Nær 20 manna harðsnúið lið fréttamanna, Ijósmyndara, útlitsteiknara, prent- ara og prófarkalesara Dagblaðsins vann i nótt að þvi að framlciða þetta ein- tak blaðsins. Hér er hluti ritstjórnar að fylgjast með litasjónvarpi frá kosningabaráttunni. — DB-mynd Ragnar.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.