Dagblaðið - 29.05.1978, Blaðsíða 30

Dagblaðið - 29.05.1978, Blaðsíða 30
34 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. MA1 1978. Erlend myndsjá Tina Turner, söngkonan fræga, er hress að vanda og fagnar lagasmiðnum og söngvaranum Neil Sedaka i sam- kvæmi einu í New York nýlega. Tilefnið var að lokið er við kvikmynd sem nefnist — King of the Gipsiers —. Það varð erfiðara en áður að svala þorstanum eftir að Ohio áin fyllti skemmtigarða í borginni Williamstown í Vestur-Virginiufylki i Bandarfkjunum af leir og öðrum framburði, þegar hún flæddi yfir bakka sína. Yfirvöld segiast þó ætla að lagfæra skemmdirnar. Sú ríkasta íS víþjóð Svíaríki var búið að vera undir stjórn jafnaðarmanna í nærri hálfa öld þar til samsteypustjórn hægri fiokkanna tók við. Aldrei varð þó úr þvi að prúðmennin sem stjórnuðu verkalýðs- flokknum kássuðust mikið upp á milljónamæringana sænsku. Hún nýtur góðs af þvi, konan á myndinni. Nafn hennar er Mártha Philipson og er hún sögð rikasta kona Sviþjóðar. Á hún meirihlutann i sænska umboðinu fyrir Mercedes Benz bif- reiðar og fleira og hagnaðarhlutur hennar fyrir siðasta ár er sagður nema jafnvirði um það bil sex hundruðum milljóna islenzkra króna. - mjög heppin Vorum heppin „Við leyndumst í húsi okkar í eina viku og reyndum að láta eins lítið á okkur kræla og hægt var,” sagði Kevin Press, brezkur tæknimaður, sem slapp naumlega frá hildarleiknum i Kolwezi 1 Zaire. „Vatnið var af skornum skammti og við báðum stöðugt til guðs að enginn af villi- mönnunum rækist inn. Við vorum sannarlcga heppin þvi margir vina okkar eru ekki lengur i tölu lifenda. Já, sannarlega vorum við heppin.” Á myndinni er Kevin ásamt konu sinni, Ann, og þrem börnum. Dauðinn á ferð! • Hryðjuverkamennirnir sem nefna sig Rauðu herdeildirnar eru ekki alveg nýir af nálinni. Árið 1971 tók einn sjónarvotta að bankaráni í Genova þessa mynd þar sem tveir hryðju- verkamannanna flýðu á brott og skutu til dauða einn bankastarfsmanninn' sem reyndi að stöðva þá. Myndin var síðan aðalsönnunargagnið sem nægði til að þeir voru dæmdir fyrir morðið. Ránið og morðið á stjórnmálamannin- um og fyrrum forsætisráðherra landsins hefur nú valdið miklum deilum milli opinberra aðila og ekkju hins myrta. Segir hún að manni sínum hafi verið neitað um að fá til umráða brynvarðar bifreiðir fyrir hann og lif- verði hans. Alltaf mun töluvert vera um það að eigendur farmskipa, sem sigla vitt og breitt um heiminn, ráði til starfa íbúa þriðja heimsins þar sem hægt er að fá ódýrt vinnuafl. Stundum komast fulltrúar alþjóðasamtaka sjómanna í málið og þá þýðir lítið fyrir útgerðina að mögla. Að þessu komust forráðamenn japansks skips sem bar að landi í Danmörku fyrir nokkru. Þurftu þeir aö greiða sautján skipverjum sínum jafnvirði rúmlega þriggja milljóna íslenzkra króna. Voru þeir allir frá Filippseyjum og höfðu verið ráðnir á skipiö þar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.