Dagblaðið - 29.05.1978, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. MAl 1978.
MERCURY MARQUIS
árg. ’73 til sOlu, blll
I sérflokki.
UppLísr <a
76645
Hárgreiðs/ustofa
tilieigu í fuiium
rekstri
Uppl. hjá auglýsingaþjónustu Dag-
blaðsins, sími 27022.
Stéréo Revíew1
nimwwMaww ******** |
xfmitopn
l>omil.ir l.kcironlcs
TIMARIT A ENSKU
HUSTUER
FLYt
ANN
& buvttr
t5> 0*»>on
Svipmyndir
á svipstundu
Svipmyndir í hvert skírteini
Svipmyndirsf.
Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjóðleikhúsinu
Sandspyrnukeppni
Kvartmíluklúbbsins verður haldin að Hrauni í
Ölfusi sunnudaginn 11. júní kl. 2 e.h. Væntan-
legir keppendur tilkynni þátttöku sína í síma
51223 og 18826 mánudagskvöld 29. maí,
þriðjudagskvöld 30. maí og miðvikudagskvöld
31. maí frá kl. 19 til 21. Kynntar verða reglur
og veittar nánari upplýsingar um keppnir.
Stjórnin.
Þetta er aðeins smásýnishorn
af okkar mikla úrvali.
Póstsendum um land allt.
Lítið inn
BOftA HUSIO
Laugavegi 178 — Sími 86780.
Garðabær.
Sjálfstæðismenn
héldu meirihlutanum
Sjálfstæðismenn héldu meirihluta sin-
um í Garðabæ, fjórum mönnum. Þar
voru 2326 á kjörskrá, 2001 greiddu at-
kvæði, eða 86.3% en auðir ogógildir
voru 35—3.
Þar var fulltrúum í bæjarstjórn
fjölgað um tvo og féllu þeir i skaut
Alþýðuflokknum og Framsóknarflokkn-
um.
Fjórir „hreinir” listar voru i kjöri og
féllu atkvæði þannig að A-listinn fékk
292 atkvæði og einn mann kjörinn, örn
Eiðsson. B-listinn fékk 318 atkvæði og
einn mann, Einar Geir Þorsteinsson, og
D-listinn 930 atkvæði og fjóra menn
sem fyrr, Garðar Sigurgeirsson, bæjar-
stjóra, Jón Sveinsson, Markús Sveinsson
og Sigurð Sigurjórisson, en G-listinn 423
atkvæði og einn mann, Hilmar Ingólfs-
son.
HP.
Vestmannaeyjan
Alþýðuflokkurinn
tapaði einum manni
Alþýðubandalagsmenn unnu einn af
Alþýðuflokknum í Vestmannaeyjum,
hverjar sem skýringar á þvi kunna að
vera. Telja fróðri menn þær helzt-
ar að Alþýðuflokkurinn hafi verið
með óeðlilega mikið fylgi í síðustu
kosningum 74, sem hafi verið hvaö
mest að þakka persónulegu fylgi
Magnúsar Magnússonar þáverandi
bæjarstjóra.
í Vestmannaeyjum voru 2728 á kjör-
skrá og greiddu 2362 atkvæði, eða
86.62%.
A-listinn fékk 516 atkvæði og tvo
menn kjörna, þá Magnús H. Magnússon
og Guðmund Þ. B. Ólafsson. B-listinn
hlaut 307 atkvæði og einn mann
kjörinn, Sigurgeir Kristjánsson. D-
listinn hlaut 891 atkvæði og fjóra menn
kjörna, þá Arnar Sigurmundsson, Sigurð
Jónsson, Gísla G. Guðlaugsson og
Georg Þór Kristinsson. G-listinn hlaut
601 atkvæði og tvo menn, Svein Tómas-
son og Ragnar Óskarsson.
-HP.
Djúpivogun
Framsóknarmenn og
óháðir í meirihluta
Á kjörskrá á Djúpavogi voru 212 og
þar af greiddu 168 atkvæði eða 79.2%.
Auðir seðlar og ógildir voru engir.
B-listi Framsóknarflokks og óháðra
kjósenda fékk 84 atkvæði og þrjá menn
kjörna, þá Ola Björgvinsson, Asgeir
Hjálmarsson og Guðmund Illugason.
H-listi vinstri manna og óháðra
borgara fékk 29 atkvæði og einn mann
kjörinn, Má Karlsson.
I-listi óháðra kjósenda fékk 55 at-
kvæði og einn mann kjörinn, Björn
Björnsson.
Kosning á Djúpavogi var óhlut-
bundin 1974. .JH.
Keflavík:
Sjálfstæðisflokkur tapaði
manni til Alþýðuflokks
Á kjörskrá í Keflavík voru 3760. Þar
af greiddu 3251 atkvæði eða 86.1%.
Auðir seðlar voru 44 og ógildir 11.
A-listi Álþýðuflokks fékk 1181 at-
kvæði og þrjá menn kjörna, þá Ólaf
Björnsson, Guðfinn Sigurvinsson og
Karl Steinar Guðnason. — B-listi
fulltrúaráðs framsóknarfélaganna fékk
726 atkvæði og tvo menn kjörna, þá
Hilmar Pétursson og Guðjón Stefáns-
son. D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 903 at-
kvæði og 3 menn kjörna, þá Tómas
Tómasson, Ingólf Halldórsson og Ingólf
Falsson. G-Iisti Alþýðubandalagsins
fékk 389 atkvæði og einn mann kjörinn,
Karl G. Sigurbergsson.
Alþýðuflokkurinn vann mikið á og
vann mann af Sjálfstæðisflokknum.
Enda þótt fulltrúatala þessara tveggja
flokka sé nú hin sama i bæjarstjórn er at-
kvæðamunur þeirra hátt á þriðja
hundrað Alþýðuflokknum í vil, þannig
að litlu munar að hann nái fjórða
manni.
Af þeim D-listamönnum:
Sumir
höfðu þó
ástæðu
tilað
skála!
Sjálfstæðismenn um land allt voru
eðlilega hnípnir yfir úrslitum sveitar-
stjórnarkosninganna. Vestur á Sel-
tjarnarnesi hittu Dagblaðsmenn þó fyrir
menn sem ekki þurftu að skammast sín
fyrir úrslit kosninganna. Gísli Ólafsson
lyftir hér glasi fyrir stórum sigri sjálf-
stæðismanna i bænum.
-DB-mynd Hörður.