Dagblaðið - 29.05.1978, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1978.
9
Tálknafjörður:
Fjögur
eitt fyrir
frjálslynda
Frjálslyndir á Tálknafirði hlutu
fjóra menn kjörna og óháðir og
vinstri menn einn. Á kjörskrá voru
160 manns. Atkvæði greiddu 130
eða 86.2 prósent. Auðir seðlar
voru sjö en enginn ógildur.
Fulltrúar frjálslyndra i sveitar--
stjórn næstu fjögur árin verða
Björgvin Sigurbjörnsson, Ársæll
Egilsson, Pétur Þorsteinsson og
Jón H. Gíslason. Frá óháðum og
vinstri mönnum verður Davið
Daviðsson í stjórninni.
í kosningunum fyrir fjórum
árum var óhlutbundin kosning á
Tálknafirði.
-ÁT-
Borgarnes:
Allteins
og áður
Það má segja að hlutirnir hafi
staðið 1 stað í Borgarnesi. Vinstri
flokkarnir hafa bætt við sig fylgi
en fulltrúafjöldi og atkvæðamagn
Sjálfstæðisflokksins er nákvæm-
lega það sama og það var fyrir fjór-
um árum.
Á kjörskrá voru 894 en atkvæði
greiddu 807 eða 89.82%. Auðir
seðlar voru 32.
A-listinn hlaut 159 atkvæði og
einn mann kjörinn, Svein Hálf-
dánarson. B-listinn fékk 252 og
þrjá menn, Guðmund Ingi-
mundarson, Ólaf Sverrisson og
Jón A. Eggertsson. D-listinn fékk
220 atkvæði og tvo menn, Björn
Arason og Örn R. Simonarson. G-
listinn fékk svo 139 atkvæði og
einn mann kjörinn, Halldór Brynj-
úlfsson.
- HP
Hveragerði:
G-listinn
vann
mann
Alþýðubandalagsmenn unnu einn
inann af Sjálfstæðismönnum í kosning-
unum í Hveragerði. Þar voru 676 á
kjörskrá en atkvæði greiddu 581, eða
86%. Auðir seðlar voru 22.
Þrír listar voru ikjöri, D-listinn, sem
hlaut 257 atkvæði og tvo menn, þá Haf-
stein Kristinsson og Stefán Magnússon,
G-listi sem hlaut 116 atkvæði og einn
mann, Auði Guðbrandsdóttur, og H-listi
jafnaðar- og samvinnumanna 186 at-
kvæði og tvo menn, Þórð Snæbjörnsson
og Erlu Guðmundsdóttur.
HP.
Bíldudalur.
K-listinn
bætti við sig
einum
Á Bíldudal voru 194 á kjörskrá og 168
greiddu atkvæði eða 86%. Auðir seðlar
og ógildir voru tveir.
K-listi óháðra bætti við sig einum
manni, fékk fjóra núna með 114 at-
kvæðum. Það eru þeir Theodór Bjarna-
son, Magnús Björnsson, Jakob Kristins-
son og Viktoría Jónsdóttir.
J-listi lýðræðissinna hlaut 54 at-
kvæði og einn mann, örn Gíslason,
kjörinn.
ísafjörðun
Úrslitin á bláþræði
hjá öllum flokkum
Mikil spenna ríkti um úrslit á ísafirði
allt þar til siðasta atkvæði hafði verið
talið. Nokkur atkvæði á einn eða annan
veginn hefðu getað gjörbreytt stöðunni
þar. Á kjörskrá voru 1867, 1608 greiddu
atkvæði, eða 86,3%. Framsóknarflokk-
ur hélt sínum fulltrúa með 183 át-
kvæðum. Sjálfstæðisflokkur hélt einnig
sínum 4 með 506 atkvæðum en litlu
munaði að Alþýðuflokkur með 361 at-
kvæði og 2 fulltrúa næði í fjórða mann
Sjálfstæðisflokks, eða rúmum fimm at-
kvæðum. Enn minna munaði að Al-
þýðubandalagið með 246 atkvæði og
einn fulltrúa næði þessum fjórða manni,
eða þrem atkvæðum. Og enn minna
munaði að J-listinn með 247 atkvæði og
einn fulltrúa næði honum, eða innan við
þrem atkvæðum.
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur og
Alþýðubandalag buðu öll fram sér siðast
og náðu sömu fulltrúatölu og nú. Saman
buðu þá fram Alþýðuflokkur, Samtök
frjálslyndra og vinstri manna og óháðir
borgarar. Fengu þeir samanlagt 3 full-
trúa. Alþýðuflokkur hefur náð tveim
þeirra í sérframboði sínu nú og nýr listi.
J-listi, einum. Fulltrúar A-listans eru
Kristján Jónasson og Jakob Ólafsson, B-
lista Guðmundur Sveinsson, D-lista
Guðmundur H. Ingólfsson, Jens Krist
mannsson, Óli M. Lúðviksson og Jón
Ólafur Þórðarson. G-lista Aage
Steinsson og J-lista Sturla Halldórsson.
- G.S.
Ólafsvík:
Útkoman sama og 1974
Á kjörskrá voru 644. Atkvæði greiddi
591 eða 91.8 prósent. Auðir og ógildir
voru 27. D-listi sjálfstæðismanna fékk
185 atkvæði og 1 mann kjörinn, Helga
Kristjánsson. H-listi almennra borgara
fékk 379 atkvæði og fjóra menn kjörna,
Alexander Stefánsson, Elínberg Sveins-
son, Hermann Hjartarson og Stefán
Jóhann Sigurðsson. Útkoman er
hliðstæð og hún var 1974 eða sama úr-
slitatala.
-HJ.
Hofsós:
Fyrrverandi hreppsnefnd
hélt velli
Þeir fjlórir, sem kosningu hlutu á H-
listanum, eru Gísli Kristjánsson, Björn
Ivarsson, Gunnlaugur Steingrímsson og
Einar Einarsson. Guðni Óskarsson var
efsti maður óháðra kjósenda.
1 síðustu þremur sveitarstjórnar-
kosningum hefur verið óhlutbundin
kosning á Hofsósi. Árið 1962 var sjálf-
kjörið. ÁT-
Þingeyri:
SigurB- ogH-listanna
Framsóknarmenn á Þingeyri buðu Ólafsson. H-listi óháðra fékk 67 atkvæði
einir fram í þessum kosningum núna og og tvo menn kjörna, þá Kristján
hlutu tvo menn kjörna með 63 at- GunnarssonogGuðmund Valgeirsson.
kvæðum, þá Þórð Jónsson ogSigurbjötn V-listi vinstri manna hlaut hins vegar
Sigurðsson. D-listi Sjálfstæðisflokks fékk aðeins 26 atkvæði og engan mann
48 atkvæði ogeinn mann kjörinn, Jónas kjörinn. -HP.
Sandgeröi:
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði
manni til frjálslyndra
Á kjörskrá í Sandgerði voru 635 og
þar af greiddu 563 atkvæði eða 88.7%.
Þrir listar voru 1 kjöri, D-listi Sjálf-
stæðisflokks, sem fékk 145 atkvæði og
einn mann kjörinn, Jón H. Júlíusson, H-
listi frjálslyndra kjósenda sem fékk 160
atkvæði og tvo menn kjörna, Elsu Krist-
jánsdóttur og Gylfa Gunnlaugsson, og
K-listi Alþýðuflokks og óháðra borgara,
sem fékk 239 atkvæði og tvo menn
kjörna, Jón Norðfjörð og Kristin Lars-
sen.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú tapað
einum manni til H-lista frjálslyndra
kjósenda.
-JH.
Hafnir:
Hreppsnefndarlistinn
sigraði
Listi fyrrverandi hreppsnefndar i
Höfnum fékk fjóra menn kjöma en
mótframbjóðandinn, K-listinn, einn.
Á kjörskrá voru 97 manns. Atkvæði
greiddi 91. Kjörsókn var því 93.8 pró-
sent. Auður seðill var einn.
Fulltrúar H-listans í næstu hrepps-
nefnd verða þvi Jósef Borgarsson,
Viðar Þorsteinsson, Jón H. Borgars-
son og Guðmundur Brynjólfsson. Frá
K-listanum komst Þórarinn St.
Sigurðsson að.
1 kosningunum 1974 var sjálfkjörið
í-Höfnum og óhlutbundin kosning var
1970, 1966 og 1962. . ÁT-
Allt til
að
grílla
Útigrill og allt sem þeim fylgir: grill-
tengur, viðarkol og uppkveikjulög-
ur. Ekkert af því má gleymast þegar
ætlunin er að njóta Ijúffengs mat-
ar undir beru lofti.
Lítið á sumar- og ferðavörurnar á
bensínstöðvúm Shell.
Oliufélagið
Skeljungur hf
SimmiferðVSMt
MALLORCA
HELIOS NYJAR
OG GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR
Dagflug á sunnudögum. Eftirsóttasta paradís
Evrópu. Sjórinn, sólskinið og skemmtanalífið eins
og fólk vill hafa það. Tvær Sunnuskrifstofur og
starfsfólki, barnagæsla og leikskóli.
Bestu og eftirsóttustu hótel og íbúðir, sem hægt er
að fá, svo sem: Royal Magaluf, Royal Torrenova,
Portonova, Antillas, Barbados, Guadalupe, Helios
hótel og íbúðir, og Hótel 33 fyrir unga fólkið
(Klúbb 32) Farið verður: 3. og 21. maí 1.-11.-18. júní -
2.-9.-23. 30. júlí 6.-13.-20.-27. ágúst 3.-10.-17.-24. sept.
1.-8.-15. okt.
Einnig Sunnuflug til:
COSTA DEL SOL dagflug á föstudögum
COSTA BRAVA dagflug á sunnudögum
ÍTALÍA dagflug á þriöjudögum
KANARÍEYJAR dagflug á fimmtudögum
PORTÚGAL dagflug á fimmtudögum
GRIKKLAND dagflug á þriöjudögum
SVNNA
REYKJAVÍK: BANKASTRÆTI 10 - SÍMI 29322.
AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 94 - SÍMI 21835