Dagblaðið - 29.05.1978, Side 33
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. MAl 1978.
37
fyrirhonum að hann gat jafnvel gengið
fáein skref í laugina, með aðstoð að
sjálfsögðu. En síðan hefur ekki verið
um neina framför að ræða — frekar
hefur sigið á ógæfuhliðina. Sjúklingar
eins og Ólafur Jrnrfa á sundlaug að
halda því allar hreyfingar eru svo
miklu léttari í vatni. En það er engin
sundlaugá Landspítalanum.
Hann gat ekki verið á Reykjalundi
til frambúðar, þótti of þungur
hjúkrunarsjúklingur.
Síðan hann kom af Reykjalundi
hefur hann verið á öðrum deildum
Landspítalans og um tíma var reynt að
hafa hann heima.
Vantaði
heimilisaðstoð
Ólafur er tvíkvæntur. Með fyrri
konu sinni átti hann tvo syni sem nú
eru 12 og 15 ára gamlir. Með seinni
konu sinni, Guðrúnu Friðriksdóttur, á
hann litla telpu, sex ára gamla. Reynt
var að útvega heimilishjálp þann tima
sem Ólafur var heima en það gekk
ekki. Þannig kom hann aftur inn á
Landspítalann 1. nóvermber sl. Átti
hann aðeins að vera þar á meðan mál
hans voru athuguð, eins og fyrr segir,
en við það situr enn.
Eins og sakir standa er Ólafi sagt að
þrir möguleikar séu fyrir hann. Hann
getur fyrst og fremst verið kyrr á
Ólafur er mikill hjúkrunarsjúklingur
og getur ekki hreyft sig hjálparlaust.
En hann er „klár I kollinum” eins og
sagt er þótt hann eigi erfitt með eða
geti ekki gert sig skiljanlegan.
1»
endurhæfingardeildinni. Þá hefur
komið til tals að hann fari á öldrunar-
deildina í Hátúni en hann er ekki
nema þrjátíu og sex ára gamall og á
alls ekki heima innan um meira og
minna rúmliggjandi gamalmenni.
Loks hefur honum verið boðið upp á
að flytjast á milli hinna ýmsu deilda
Landspítalans þannig að hann yrði um
tvo mánuði á hverjum stað. Gefur
auga leið að slíkt er mjög óheppilegt.
Það þarf að „læra sérstaklega á hann”,
læra að annast hann og skilja. Þegar
starfsfólk á viðkomandi deild væri
búið að þvi yrði timi hans á deildinni
búinn og hann flyttist á næstu deild.
Fyrrverandi starfsbræður Ólafs,
flugmennirnir hjá Loftleiðum, hafa
reynzt honum sérlega vel. Buðust þeir
til þess að fara með hann til Banda-
rikjanna þar sem staða hans og örorka
varmetin.
Var Ólafur tvær vikur á sjúkrahúsi
vestanhafs i fyrrasumar áður en hann
fór heim sín. Var niðurstaða þeirrar
rannsóknará sama veg og þeirra sem
gerðar hafa verið hér á landi.
Enginn staður
í „kerfinu"
Margsinnis er búið að tala við alla i
„kerfinu”. Jafnan hefur komið í Ijós
að í hinu íslenzka velferðarþjóðfélagi
er enginn staður sem ætlaður er fyrir
þá, sem eru svona fjölfatlaðir.
Við reisum heimili fyrir gamla
fólkið, fyrir þá sem eru vangefnir, fyrir
þá sem eiga við öll möguleg vandamál
Ólafur Gunnarsson hafði verið flug-
maður hjá Loftleiðum í átta ár áður en
hann lenti í umferðarslysi fyrir fjórum
árum. Fyrir þann tima var hann flug-
kennari. DB-myndir Bjamleifur
Bjarnleifsson.
endurhæfingu, en ekki sérstaklega á
læknishjálp að halda.
Þegar hann dvaldi á Reykjalundi frá
febr. til júní 1976 fékk hann mjög
góða þjálfun. Var þá þannig komið
að stríða. En þeir sem af einhverjum
orsökum eru lamaðir og miklir
hjúkrunarsjúklingar, án þess þó að
þurfa á beinni læknishjálp að halda,
þurfa að flækjast á milli stofnana á
meðan enginn veit i rauninni hvað á
að gera við þá.
Við megum ekki gleyma að þetta er
fólk sem hefur fulla skynsemi og hefur
lagt sitt af mörkum til þess að byggja
þjóðfélagið upp. Og sem þátttakendur
i þjóðfélaginu á það rétt sem
einstaklingar. En réttur þeirra
einstaklinga sem lent hafa í svipaðri
aðstöðu og Ólafur Gunnarsson er
sáralitill. Þeir verða bara að sitja og
standa eins og „kerfið” býður upp á
hverju sinni, án þess að geta breytt
nokkru þar um og „kerfið” gerir alls
ekki ráðfyrir þeim.
Það er ekki verið að ásaka neinn.
Það er aðeins verið að benda á
óhugnanlega og blákalda staðreynd.
-A.Bj.
Dvalarstaðir
Ólafs f rá slysinu
Á Borgarspítala og Grensásdeild frá Landspítalans frá júni-nóv. eða des.
28. ágúst 1974, þegar slysið varð, til -1976. Þá á endurhæfingardeild Land-
nóv. 1975. spitalans til i júlí 1977. Þá í Banda-
Á endurhæfingardeild Land- ríkjunum i tvær vikur og síðan heima
spítalans til febrúar 1976. Á Reykja- þar til 1. nóverber 1977. Siðan þá á
lundi frá feb.-júní 1976. Á taugadeild endurhæfingardeild Landspítalans.
J
Þeim látnu er
stundum sinnt meira
:f]j II B fl hifíj | lifandi „dauður” — finna að enginn
^ ® staður er til fyrir mann i þjóðfélaginu?
Árlega slasast fjöldi fólks í
umferðinni hér á landi. Sumir slasast Það eru engar tölur til yfir þá, sem
til ólífis en dauðinn er kannski ekki svo er ástatt með. Fyrir kemur að
alltaf það versta sem fyrir getur þeim sem látnir eru er sinnt meira en
komið. Er ekki miklu verra að vera þeim sem enn eru á lífi.
FráHofi
Við höfum opnað eftir breytinguna, þægilegri
og betri búð. Alltaf nýjar sendingar í hann-
yrðavörum. Tískulitir í garni koma stöðugt.
Lítið inn hjá okkur.
Hof Ingó/fsstræti 1
DECADEX
utanhússmálning
DECADEX er sérhönnuð utanhússmálning,
hefur frábæra viðloðun og teygjanleika, hent-
ar sérstaklega vel fyrir sprungin hús og þá fleti
sem mikið mæðir á. Einnig er hægt að gera við
sprungur með DECADEX um leið og málað
er. DECADEX er sjálfhreinsandi málning sem
gerir það að verkum að hún heldur sama útliti
ár eftir ár.
DECADEX flagnar ekki af vegna teygjan-
leika og trefja sem eru í efninu.
DECADEX má nota á steinveggi-, steinþök,
járnþök, pappaþök, svalir og fleira. DECA-
DEX hefur sannað ágæti sitt hér á landi í 6 ár.
Einkaumboð fyrir Liquid Plastics Ltd. Company
Karl B. Sigurðsson
Ármúla 38,
simi 30760.
BJÓÐUM ÞESSI
GLÆSILEGU SETT
MEÐ MJÖG GÓÐUM
GREIÐSLUKJÖRUM
MEÐAN BYRGÐIR
ENDAST
J.L. HÚSIÐ
HRINGBRAUT 121. RVK. SÍMI 10600
BYGGINGAMARKAÐURINN hf
GRETTISGÖTU 11. RVK. SÍMI 13285