Dagblaðið - 29.05.1978, Side 12
12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. MAl 1978.
..... “1
BIAÐIÐ
frjálst, óháð dagblað
Útgefandi: Dagbtaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Póturs-
son. Ritstjómarfultriji: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes RoykdaL Aðstoöar-
fróttastjórar AtJi Ste'marsson og Ómar Valdimarsson. Handrit: Ásgrimur Pólsson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgoir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stofónsdóttir, Gissur Sigurðs-
son, Guðmundur Magnússon, Hailur Halsson, Halgi Pótursson, Jónas HarakJsson, Ólafur Geirsson,
Ólafur Jónsson, Ragnar Lár., Ragnheiður Kristjánsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pálsson.
Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs-
son, Sveinn Þormóðsson.
Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. GjakJkeri: Þráinn Þorieifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing-
arstjóri: Már E.M. Haldórsson.
Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11.
Aðabimi blaðsins er 27022 (10 Ifnur). Áskrift 2000 kr. á mánuði innanlands. Í lausasöki 100 kr. eintakið.
Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun:
Arvakur hf. Skerfunni 10.
Þeir féllu á Breiðholti
Ósigur Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík er tvímælalaust markverðasti og af-
drifaríkasti atburður sveitarstjórnarkosn-
inganna. Sá meirihluti, sem í hálfa öld
hafði staðizt hin hörðustu áhlaup ann-
arra flokka, er nú fallinn og kemur
kannski aldrei aftur.
Úrslitin hljóta að valda jarðhræringum í Sjálfstæðis-
flokknum. Meirihlutinn í Reykjavík var fyrir löngu
orðinn einn helzti hornsteinn flokksins, þar á meðal eins
konar uppeldisstöð fyrir verðandi forustumenn hans. Nú
er þar tómarúm, sem hornsteinninn var áður.
Á útlegðarárum í landsmálunum þegar vinstri stjórn-
ir voru við völd, sleiktu sjálfstæðismenn sár sín í vígi
meirihlutans í Reykjavík. Þar bjuggu þeir sig undir nýja
valdatöku í landsmálunum, yfirleitt með góðum árangri.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundum farið á mis við
konungdæmi landsmálanna. En hertogadæminu í
Reykjavík hefur hann hingað til haldið. Þessi sífellda ná-
lægð við völd, meira að segja á tímum vinstri stjórna,
hefur mótað flokkinn og gert hann að flokki hinna sí-
felldu valda.
Orsaka ósigursins má sumpart leita í óvinsældum
ríkisstjórnarinnar. Margir fyrrverandi sjálfstæðismenn
kusu flokkinn ekki í Reykjavík af hreinni andstöðu við
ríkisstjórnina. Hinir eru þó fleiri, sem studdu flokkinn í
Reykjavík, en hugsa sér til hreifings i alþingiskosningun-
um.
Hinu þýðir ekki heldur að leyna, að mistök í stjórn
borgarinnar sjálfrar hljóta að hafa ráðið úrslitum. Þar
ber hæst skipulag hverfanna í Breiðholti. Reynslan, sem
smám saman er að koma i ljós, virðist benda til, að þessi
hverfi hafi verið misheppnuð þegar á teikniborðinu.
Meirihlutinn tapaði líka sumu af frumkvæði sínu í
garð minnihlutaflokkanna. Hinir siðarnefndu gerðu
harða hríð að meirihlutanum fyrir skort á skilningi og
áhuga á atvinnumálum höfuðborgarinnar. Sú gagnrýni
virðist hafa komizt til skila hjá mörgum kjósendum.
Breiðholtið hlýtur að vera eitt sér efst á lista orsak-
anna. Þar búa einmitt hinir dæmigerðu kjósendur Sjálf-
stæðisflokksins, ungt fólk á uppleið. Þetta er fólk, sem
hefur lagt nótt við dag til að koma sér upp íbúð og búa í
haginn fyrir framtíðina.
Svo sér það allt i einu, að borgin hefur búið því allt
annað umhverfi en það átti von á. Þarna hefur verið
reist síðasta svefnborg Vesturlanda, löngu eftir að út-
lendingar voru búnir að reka sig á ömurleika slíkra
borga. Unga fólkinu á uppleið finnst það hafa verið svik-
ið.
Áður var meirihlutinn búinn að snúa baki við trygg-
ustu kjósendum sínum, hinu vel stæða fólki, sem nú býr
í einbýlishúsum svefnþorpanna í Reykjavíkursvæðinu.
í þessum þorpum eru nú helztu vígi Sjálfstæðisflokksins.
En Reykjavík gat ekki boðið upp á lóðir handa þessu
fólki.
Of snemmt er að spá um myndun nýs meirihluta í
Reykjavík. Annaðhvort koma vinstri flokkarnir sér sam-
an um nýjan borgarstjóra og málefnasamning eða þá að
Sjálfstæðisflokkurinn víkkar meirihlutann með því að
taka einn flokk með sér í stjórn.
Líklega bíða forustumenn flokkanna eftir úrslitum al-
bingiskosninganna, áður en þeir brjóta neinar brýr að
baki sér í myndun nýs meirihluta í Reykjavík.
Danmörk:
ÓBREYTT BIF-
REIÐAIÐGJÖLD
ÍTVÖÁR
— hörð samkeppni tryggingafélaga
ogafslátturfyrir notaða varahluti
Eigendur bifreiða verða fyrir efnahagslíf grátt þó ekki hafi þeir
barðinu á verðbólgunni ekki síður en nálgast íslenzka staðla í þeim efnum.
aðrir þjóðfélagsþegnar, bæði hér á Aftur á móti hafa tryggingafélög þar í
landi og annars staðar. Ekki hefur landi ekki séð sér fært að hækka
þetta sizt komið fram i sífellt hærri iðgjöld vegna mikillar og harðrar sam-
tryggingaiðgjöldum, sem á íslandi keppni á markaðnum ef marka má
taka verðhækkunarheljarstökk sín i grein í danska blaðinu Aktuelt nýlega.
samræmi við aðrar hækkanir. Sú samkeppni mun hafa hafizt
Danir hafa aftur á móti haft aðra þannig að einu tryggingafélaginu —
sögu að segja tvö síðustu ár og það Topsikring — hugkvæmdist að bjóða
sem af er þessu ári. Talið er að bif- nýtt tryggingaform sem byggðist á því
reiðaeigendur hafi sloppið við að að litlar bifreiðir greiddu hlutfallslega
greiða iðgjöld sem nema um það bil lægri iðgjöld en hinar stærri. Hafði
l ,2 milljörðum danskra króna, sem þetta í för með sér að eigendur minni
undir eðlilegum kringumstæðum bifreiðanna flykktust til Topsikringen
hefðu gjaldfallið á þá. Er þetta jafn- hinir sneru sér í miklum mæli til
virði nærri 55 milljarða íslenzkra annarra tryggingafélaga.
króna. í viðtali við forstjóra Topsikring
Verðbólgan hefur leikið danskt segir hann að nýja fyrirkomulagið hafi
í stórum dráttum tekizt vel. Ekki sé
eðlilegt að eigendur litilla bifreiða
greiði sama iðgjald og aðrir því
kostnaður við tjón á bifreiðum þeirra
sé að öðru jöfnu lægri. Þessi hópur
hefur í sívaxandi mæli leitað viðskipta
hjá Topsikring, að sögn forstjórans.
Samkvæmt reikningsniðurstöðum
'danskra tryggingafélaga fyrir árið
I976 greiddu tryggingafélögin 99,3%
af iðgjöldum vegna tjóna á tryggðum
bifreiðum. Talið er að ekki megi fara
nema 70 til 85 % af iðgjöldunum til
þeirra greiðslna ef viðskiptin eiga að
standa undir sér. Er þá reiknað með að
30—15% fari til greiðslu ýmiss fasts
kostnaðar.
Hvers vegna tapa tryggingafélögin
þá á rekstri bifreiðatrygginganna?
Að sögn forstjóra Topsikring er það
fyrst og fremst vegna mikillar sam-
keppni á tryggingamarkaðnum en
einnig vegna mikilla verðhækkana á
varahlutum. Kostnaður vegna tjóna
hefur farið stöðugt hækkandi síðustu
ár og telur forstjórinn það aðallega
vegna varahlutaverðs fremur en
launakostnaðarhækkana á bifreiða-
verkstæðum. Telur hann trygginga-
félögin hafa möguleika á að fylgjast
með launahækkunum, aftur á móti sé
erfitt að hafa nokkra yfirsýn yfir vara-
hlutamarkaðinn. Hlutirnir geti farið
langa leið og dýra áður en komnir séu i
bifreiðina.
Vegna þessa hafa nokkur trygginga-
félög í Danmörku tekið upp þá
tilhögun að bjóða nýtt tryggingaform
þar sem heimilt er að setja notaða
varahluti í skemmdar bifreiðir. Eru
iðgjöld þá 30% lægri en þegar notaðir
eru nýir varahlutir við viðgerðina.
Einnig ábyrgjast tryggingafélögin lág-
marksnotagildi þeirra.
Óbreytt iðgjöld verða þó tæplega
lengi til að gleðja misþungar pyngjur
danskra bifreiðaeigenda. Vilja sumir
spá þvi að ekki verði beðið lengur en
fram á næsta ár með hækkanir sem þá
gætu orðið allt að 30%.
Þetta er slysamynd frá Danmörku.
Ekki er kunnugt hvernig tildrögin voru
en bifreiðaeigendur þar i landi hafa
aftur á móti sloppið við hækkanir á
iðgjöldum síðastliðin tvö ár, sem þættu.
söguleg tiðindi ef gerðust hér á íslandi.