Dagblaðið - 29.05.1978, Blaðsíða 18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. MAl 1978.
18
Iþróttir
Argentina'78
Þjálfari Brasilíu
hefur
áhyggjur
Þjálfari HM-liös Brasilíu, Claudio Cout-
inho, hefur miklar áhyggjur vegna meiðsla
nokkurra leikmanna brasilíska landsliðsins,
sem gætu sett strik 1 áform hans i sambandi
við fyrsta leik liðsins gegn Svíum 3. júni.
Á blaðamannafundi i Buenos Aires i gær
sagði hann að vafi væri á þvi að einn snjall-
asti leikmaður liðsins, hægri útherjinn Gil,
gæti lcikið. Hefur hann lítið getað æft vegna
meiðsla sem hann hlaut á æfingu i april. Ef
hann getur ekki leikið sagði Coutinho að
hann myndi setja bakvörðinn Toninho i
stöðu Gil en Nelinho sem bakvörð. Þjálfar-
inn skýrði þó frá liði Brasiliu i lok fundarins
og þar var Gil sem útherji en Toninho sem
bakvörður. Yfir 200 blaðamenn höfðu komið
að æfingastöðvum Brasiliu og beðið um við-
tal við þjálfarann.
Hverjirsigra
í riðlunum?
Miklir spádómar eru um það i Argentinu
— og víða annars staðar — hvaða þjóðir
sigri i riðlunum fjórum. Flcstir hallast að þvi
að Argentina sigri í 1. riðli, Vestur-Þýzka-
land í 2. riðli, Brasilia í 3. riðli og Holland í
4. riðli. Ekki er búizt við eins miklu af Itöl-
um og áður i fyrsta riðli. Liðið hefur leikið
illa að undanförnu og sigraði til dæmis ar-
gcntinskt 2. deildarlið á laugardag 1—01 æf-
ingaleik. Roberto Bettega skoraði glæsilega
eina mark leiksins. í 1. riðlinum eru einnig
Ungverjaland og Frakkland.
Miklarvarúðar-
ráðstafanir
áHM
Liðin sem keppa i heimsmeistarakeppn-
inni i knattspyrnu voru 1 gær í mjög strangri
gæzlu hjá argentinsku lögreglunni - og var-
úðarráðstafanir eru mjög miklar í sambandi
viö leikmenn og verður þær fjórar vikur sem
keppnin stenduryfir.
í Buenos Aires og fjórum öðrum borgum,
sem keppt verður i, eru mörg hundruð ör-
yggisvarða sem fylgjast með hverju fótmáli
leikmanna — einkum þó þeirra frægustu —
og ekki á að geta komið fyrir að leikmönnum
eða fararstjórum þeirra og þjálfurum verði
rænt meðan á keppninni stendur. Ekki eru
öryggisverðirnir í lögreglu- eða hermanna-
búningum heldur klæddir eins og almennir
borgarar.
Svíarkomnir
til BuenosAires
Sænsku HM-leikmennirnir komu til
Buenos Aires í gær og voru fimmtánda þjóð-
in sem mætti til leiks. Ungverjar eru enn
ekki komnir en væntanlegir til Buenos Aires
síðdegis í dag. Fyrsti leikur Svía verður við
Brasilfumenn 3. júní.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Sþr
Vitaspyma, hrópar Ingi Björn Albertsson. Hann átti skalla af stuttu færi sem var varinn á linu. Knötturínn féll fyrír fætur Guðmundar Þorbjörnssonar sem skaut yfir.
DB-mynd Bjarnleifur.
Hátt flýgur Yalur
á toppi 1. deildar
— Sigruðu Kef lavík 2-1 á laugardag á Laugardalsvelli
Bikarmeistarar Vals eru nú eina liðið f
1. deild er sigrað hefur f öllum þremur
leikjum sfnum. Á laugardag sigruðu
Valsmenn Keflvfkinga 2—1 f Laugardal
— óskabyrjun Valsmanna f 1. deild. Hitt
er að Valsmenn voru Iftið sannfærandi
gegn ÍBK f suðaustan kaldanum á laug-
ardag. Sigur bikarmeistaranna var þó
sanngjarn gegn slöku ÍBK-liði.
Í stað þeirrar samvinnu er einkenndi
leik Vals gegn Víkingi reyndu einstaka
leikmenn um of að leika á and-
stæðinginn. Valsmenn náðu aldrei að
nýta breidd vallarins og undir pressu var
vörn Valsóörugg.
Það var einstaklingsframtak þeirra
Atla Eðvaldssonar og Inga Björns
Albertssonar er færði Valsmönnum
mörk þeirra. Sér i lagi var fyrra mark
Vals glæsilegt. Atli Eðvaldsson lék
snilldarlega á fjóra leikmenn ÍBK,
brunaði upp að endamörkum frá vinstri
og sendi góða sendingu fyrir mark ÍBK.
Albert Guðmundsson kom þar aðvíf-
andi og sendi knöttinn með góðu skoti
Staðan
í 1. deild
Úrslit leikja f 3. umferð urðu:
Valur—ÍBK2—1
BreiðabUk — Fram 0—2
ÍA-KAl—0
Þróttur — Vfkingur 2—0
Leik ÍBV og FH er fram átti að fara i
Eyjum var frestað.
Staðaf l.deild er nú:
Valur 3 3 0 0 10-3 6
ÍA 3 2 10 7-2 5
Fram 3 2 0 1 6-4 4
Þróttur 3 111 5-6 3
FH 2 0 2 0 2—3 2
ÍBV 2 10 1 3-4 2
KA 3 0 2 1 2—3 2
Vikingur 3 10 2 4-7 1
ÍBK 3 0 12 5-7 1
Breiðablik 3 0 12 2—8 1
neðst i markhornið, glæsilegt mark.
Valsmenn náðu því forustu, 1—0, á 18.
mínútu en 10 mínútum fyrr fékk Steinar
Jóhannsson ÍBK bezta tækifæri leiksins
þegar hann stóð einn og óvaldaður fyrir
opnu marki. Hafði nægan tíma en mátt-
laus skalli hans hafnaði I höndúm
Sigurðar Haraldssonar.
Á 36. mínútu juku Valsmenn forustu
sína. Ingi Björn Albertsson vann
knöttinn á miðjum vallarhelmingi ÍBK.
Harin virtist laga knöttinn fyrir sig með
hendinni og brunaði að marki ÍBK án
þess að Arnar Einarsson, annars ágætur
dómari leiksins, gerði athugasemd.
Nokkrir leikmenn ÍBK hættu þó — af-
drifarík mistök. Ingi Björn brunaði upp
að vítateig og skaut góðu skoti neðst i
markhornið án þess að Þorsteinn
Bjarnason kæmi vörnum við, 2—0.
Ólafur Júlíusson kom inn á skömmu
síðar, lék sinn fyrsta leik I sumar, en
hann hefur átt við meiðsli i auga að
stríða. Staðan í leikhléi var 2—0 — og
engu var likara en Valsmenn virtust
álíta leikinn unninn. Leikur þeirra féll
alveg niður i síðari hálfleik. Ólafur
Júlíusson var Valsvörninni nokkrum
sinnum erfiður — og hann lagði upp
mark ÍBK á 15. minútu síðari hálfleiks.
Gísli Torfason tók aukaspymu skammt
frá miðlínu, gaf góða sendingu á Ólaf
Júliusson sem sendi knöttinn vel fyrir
mark Vals. Þar var fyrir Einar Ólafsson
sem skallaði laglega I markið, 2—1.
Vörn Vals var þarna illa á verði — og
Sigurður Haraldsson hefði átt að ráða
við skalla Einars.
Aðeins mínútu siðar munaði litlu að
Ólafur Júlíusson iafnaði. Hann fékk
knöttinn í vítateig Vals, skaut lágskoti
og Sigurður Haraldsson varði út við
stöng. Hefði Ólafur náð meiri krafti í
skotið hefði ekki verið að sökum að
spyrja. En fleiri tækifæri áttu Kefl-
víkingar ekki og Valsmenn unnu dýr-
mæt stig — án þess þó nokkru sinni að
ná flugi.
Ég minnist þess ekki að hafa séð lið
iBK jafnslakt síðustu árin og nú.
Sóknarleikur liðsins var ákaflega mátt-
laus og það var ekki fyrr en Ólafur
Júlíusson kom inn að einhver hætta
skapaðist. Gísli Torfason er ekki eins
sterkur eins og undanfarin ár og á
miðjunni vantar illilega leikreyndan
mann til að stjórna spili liðsins.
Arnar Einarsson dæmdi, fórst það vel
úrhendi.
H. Halls.
Þröng á þingi I vítateig ÍBK. Valsmenn sóttu mikið gegn ÍBK I fyrri hálfleik og þá voru oft margir i vftateignum.
DB-mynd Bjarnleifur.