Dagblaðið - 29.05.1978, Qupperneq 3

Dagblaðið - 29.05.1978, Qupperneq 3
DAGBLAÐID. MÁNUDAGUR 29. MAl 1978. 3 Reykvískir veitingamenn: Döra skrifan Mig langar að beina þeirri eindregnu áskorun til veitingamanna i Reykjavík og víðar á landinu að þeir bregði sér sem allra fyrst til Vest- mannaeyja. Auk þess að geta skoðað þar merki eldgossins, sem eru verulega merkileg, gefst þeim nefnilega kostur á að borða betri mat en þeir gætu eldað þó þeir stæðu að honum allir í hóp. Það er á veitingastaðnum Gest- gjafanum í Eyjum, sem þennan góða mat er að fá. Og ekki er nóg með að maturinn sé góður heldur er veitinga- staðurinn sérlega aðlaðandi og þjónustan öll til mikUlar fyrirmyndar. Þar er ekki verið að reka í mann reikn- inginn um leið og matarskammt- ur hefur verið afhentur, eins og tíðkast í Reykjavík, heldur er fólki leyft að snæða mat sinn í friði og spekt og svo er þvi boðið kaffi (sem ég hef aldrei séð gert nema á hótelum og alfinustu stöðum í ReykjavUc). Gestgjafmn er eina veitingahúsið hér á þessu landi sem boðið hefur mér upp á almennilegt nautakjöt. Á öUum þeim stöðum, sem ég hef snætt á i Reykjavík og víðar um land, og þeir eru margir, fær maður á diskinn eitt- hvað sem líkist hörðum skósólum er N SKREPPIÐ TIL EYJA beðið er um nautakjöt. En í Eyjum var smjör. Og bragðið... umm. Af ferð út ýmislegt. Drífið ykkur, strákar.... og kjötið blóðhrátt og mjúkt eins og til Eyja gætu þvi véitingamenn lært stelpur! Viðskipti við bifreiðaumboð í Reykjavík: Er verð á bifreiðum vísvit- andi rangt upp gefið ? Svavar Bjarnason, Vesturbergi 7, skrífar: Um miðjan marzmánuð sl. lagði ég leið mína í bifreiðaumboð Ingvars Helgasonar. Tilefnið var að kynna mér verð og gæði Wartburgbifreiða en móðir min, sem stödd var erlendis, hafði beðið mig að velja og kaupa fyrir sig ódýra station-bifreið. Kom ég að máli við sölumann sem mér er tjáð að sé sonur Ingvars. Tók hann mér vel og lýsti fyrir mér eiginleikum bifreiðar- innar og gaf mér upp verð sém ég skrifaði jafnóðum niður á auglýsinga- bækling sem mér var gefinn. Uppgefið verð var kr. 1395 þúsund á fólksbif- reiöum en 1545 þúsund á station-bif- reiðum. Áætlaður afhendingartími var i byrjun apríl. Ekki tók ég ákvörðun um kaup að svo stöddu. 1 byrjun apríl kom ég að máli við umboðið og var mér þá tjáð að bif- reiðasendingin væri komin til landsins og tveir station-bílar væru enn á lausu. Ég spurði enn um verð og var mér þá tjáð að það væri ca 1550 þúsund kr. á station-bifreiðinni. Síðan fékk ég að prufukeyra eina bifreið og borgaði þann 10. april kr. 700 þúsund inn á hana. Tíu til fimmtán dögum siðar hringdi ég í umboðið og talaði þá við Ingvar Helgason og spurði hvernig gengi með bifreiðina. Sagði hann þá að bifreiðin yrði tilbúin samdægurs eða daginn eftir. Væri einn starfsmanna hans að ganga frá síðustu málum þar að lútandi, svo sem skrásetningu. Spurði ég þá um nákvæmt verð og tjáði Ingvar mér að það væri kr. 1710 þúsund. Þetta þótti mér óeðlileg hækk- un og spurði um ástæðuna. Ekki fékkst hann með nokkru móti til að rökstyðja þetta en sagði að þetta væri hið rétta verð svo ég yrði bara að velja eða hafna. Það væru 30 manns á bið- lista sem vildu ólmir kaupa bifreiðina. Ekki varð neitt af kaupunum því móðir min, sem þá var nýkomin til landsins, taldi sig hafa verið svikna og var ekki tilbúin að greiða þetta nýja verð. Nú langar mig að spyrja: Eru þetta löglegir og eðlilegir verzlunarhættir — hafa munnlegir samningar um verð ekkert að segja? Getur verið að verð sé vísvitandi gefið upp lægra en það á fyrirsjáanlega , eftir að verða vegna samkeppni við önnur bifreiðaumboð með bifreiðir í sama verðflokki? Ég hafnaði bifreið af annarri tegund hjá öðru umboði, en sé auðvitað mjög eftir því vegna þess að sú bifreiðategund hækkaði miklum mun minna við afhendingu. Wart: burg-bifreiðin var kómin til landsins þegar gengið var frá kaupum og greitt inn á hana svo varla getur verið um að kenna gengisbreytingu eða farm- gjaldahækkun. Gaman væri að heyra frá öðrum bifreiðaeigendum um hliðstæð við- skipti við umrætt umboð eða önnur. • Rétt er að geta þess að móðir mín fékk strax endurgreiddar kr. 700 þús- und sem áður höfðu verið greiddar inn á bifreiðina og einhverja vexti að auki. Þáer hún komin aftur, nýja platan með MANNAKORN Þetta er hljómplata sem vinnur sífelltá og þú kemur til með að spila aftur og aftur. Léttogskemmtileg, við allra hœfí. Fæsthjá umboðsmönnum okkarum landallt. FALKINN Suflurfandsbraut 8 Laugavegi 24 Simi 84670 18670 Vesturveri 12110 Spurning dagsins Hvernig finnst þér dagskrá listahátíðar? Lára Magnúsdóttir skrifstofumaður: Ég veit það ekki. Ég myndi helzt vilja sjá listsýningu Errós og leikrit Jökuls Jakobssonar. Dillý Halldórsdóttir nemi: Hún er æðis- leg. Ég var einmitt að enda við að kaupa mér miða á Oscar Peterson. Svavar Sigurðsson, ekur strætisvagni: Hún er allt of þunglamaleg. Þeir eiga að hafa létt dægurlög. Það vill fólk á öllum aldri og eftir þvi eiga þeir að fara. Eva Ólafsdóttir B.A.: Ég hef ekki kynnt mér hana og hýst ekki við að gera það. Égeraðfara til útlanda. Jóhannes Jónsson sfmvirki: Ég hef lítið kynnt mér hana. Ég ætla þó að sjá Erró, iþvierégákveðinn. Sveinn Björnsson framkvæmdarstjóri: Hún er ágæt. Ég er mjög ánægður með hana.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.