Dagblaðið - 29.05.1978, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1978.
5
Blönduós:
Vinstri menn
í meirihluta
Á kjörskrá á Blönduósi voru 536 og
þar af greiddu 480 atkvæöi eða 89.55%.
Tveir listar voru í kjöri. D-listi sjálf-
stæöismanna fékk 209 atkvæöi og tvo
menn kjörna, þá Jón Ísberg og Eggert
Guðmundsson, og H-listi vinstri manna
fékk 260 atkvæði og þrjá menn kjörna,
þá Árna S. Jóhannsson, Hilmar Krist-
jánsson og Sturlu Þórðarson.
Það verður því breyting á meirihluta
því Sjálfstæðisflokkurinn og fleiri höfðu
þrjá menn og vinstri menn og óháðir
tvo.
-JH.
Siglufjörður
Alþýðu-
bandalagið
vann mann
isflokknum
Á kjörskrá á Siglufirði voru 1333 og
þar af greiddu 1184 atkvæði eða 88%.
Auðir seðlar ogógildir voru 31.
A-listi Alþýðuflokks fékk 273 atkvæði
og tvo menn kjörna, þá Jóhann Möller
og Jón Dýrfjörð. B-listi Framsóknar-
flokks fékk 245 atkvæði og 2 menn
kjöma, þá Boga Sigurbjömsson og Skúla
Jónasson. D-listi Sjálfstæðisflokks fékk
296 atkvæði og tvo menn kjörna, þá
Björn Jónasson og Vigfús Þór Árnason,
og G-listi Alþýðubandalags fékk 339 at-
kvæði og þrjá menn kjörna, þá Kolbein
Friðbjarnarson, Gunnar Rafn Sigur-
björnsson og Kára Eðvaldsson.
Alþýðubandalagið hefur þvi unnið
einn mann af Sjálfstæðisflokknum.
-JH.
Dalvík:
A-listinn
tapaði
Alþýðuflokkurinn tapaði fulltrúa. sín-
um í bæjarstjórn á Dalvík í kosningun-
um en sjálfstæðismenn og alþýðubanda-
lagsmenn bættu við sig manni.
736 voru á kjörskrá, 651 greiddu at-
kvæði eða 88,4%. Auðir og ógildir voru
11 og 1.
A-listi hlaut 64 atkvæði og engan
mann kjörinn, B-listinn 210 atkvæði og
þrjá menn, þá Helga Jónsson, Kristján
Ólafsson og Kristin Guðlaugsson.
D-listinn hlaut 163 atkvæði og tvo
menn kjörna, þá Trausta Þorsteinsson
og Júlíus Snorrason, og G-listinn hlaut
202 og tvo menn kjörna, þá Óttar
Proppé og Rafn Arinbjörnsson.
•HP.
HöfníHornafirði:
B-listinn
missti einn
Framsóknarmenn töpuðu einum
manni yfir til Alþýðubandalagsins á
Höfn í Homafirði í kosningunum.
746 voru á kjörskrá, en 646, eða
86.6%, greiddu atkvæði. 24 seðlar voru
auðir ogógildir.
B-listinn hlaut 221 atkvæði og tvo
mertn kjörna, þá Óskar Helgason og Sig-
finn Gunnarsson, D-listinn hlaut 244 at-
kvæði og þrjá menn, þá Vigni Þor-
björnsson, Albert Eymundsson og Árna
Stefánsson, en G-listinn hlaut 157 og tvo
menn, þá Þorstein L. Þorsteinsson og
Sigurð Geirsson. -HP.
Hafnarfjörðun
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ VANN MANN AF
SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM
Á kjörskrá í Hafnarfirði voru 7106 og
þar af greiddu 6082 atkvæði eða 85.9%.
Auðir seðlar voru 111 og ógildir 25.
A-listi Alþýðuflokks fékk 1274 og tvo
menn kjöma, þá Hörð Zóphaníasson og
Jón Bergsson. B-listi Framsóknarflokks
fékk 491 atkvæði og einn mann kjörinn,
Markús Á. Einarsson. D-listi Sjálf-
stæðisflokks fékk 2153 atkvæði og fjóra
menn kjörna, þá Árna Grétar Finnsson,
Guðmund Guðmundsson, Einar Þ.
Mathiesen og Stefán Jónsson, G-listi
Alþýðubandaiags fékk 888 atkvæði og
tvo menn kjörna, þá Ægi Sigurgeirsson
og Rannveigu Traustadóttur. H-listi
óháðra borgara fékk 1165 atkvæði og
tvo menn kjörna, þá Árna Gunnlaugs-
son og Andreu Þórðardóttur.
Alþýðubandalagið hefur þvi unnið
einn mann af Sjálfstæðisflokknum. -JH.
Aknnpc'
D-USTINN TAPAÐIEINUM
Alþýðubandalagsmenn unnu einn
mann af sjálfstæðismönnum á Akranesi.
Þar voru 2752 á kjörskrá og greiddu
2306 atkvæði, eða 83.8%. Auðir seðlar
og ógildir voru 49 og 6.
A-listinn hlaut 484 atkvæði og tvo
menn kjörna, þá Ríkharð Jónsson og
Guðmund Vésteinsson. B-listinn hlaut
404 atkvæði og tvo menn, Daníel
Ágústínusson og Ólaf Guðbrandsson. D-
listinn missti einn mann, eins og áður
sagði, hlaut nú 773 atkvæði og þrjá
menn kjörna, þá Valdimar Indriðason
joset H. Þorgeirsson og Hörð Pálsson.
G-listinn hlaut 590 atkvæði og tvo
menn kjörna, þá Jóhann Ársælsson og
Engilbert Guðmundsson.
•HP.
Síöumúli 39
Almennar tryggingar hafa flutt
aðalskrifstofur sínar úr Pósthús-
stræti9,ínýog rúmgóð húsakynni
að Síðumúla 39, en afgreiðsla
verður þó áfram á götuhæð í
Pósthússtræti.
í hinu nýja húsi mun fyrirtækið
hafa betri aðstöðu til allrar
þjónustu við viðskiptavini sína.
Að Síðumúla 39, á horni Síðumúla
og Fellsmúla, eru næg bílastæði
og greið aðkeyrsla, hvort heldur
þú kemur akandi Síðumúlann
sjálfan eða Grensásveg og Fells-
múla.
Miðbæjarafgreiðsla áfram opin að
Pósthússtræti 9
ÆflííHÍIÍSTf1
TRYGGINGAR
Síöumúla 39 / Sími 82800
Pósthússtræti 9 / Sími 17700