Dagblaðið - 29.05.1978, Side 4

Dagblaðið - 29.05.1978, Side 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. MAÍ 1978. Akureyri: sjAlfstæðismenn guldu afhroð — töpuðu tveim mönnum Fróðir menn segja það vægt til oröa tekið að segja Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri hafa goldið afhroð í kosningunum. Hann tapaði rúmlega 500 atkvæðum og tveimur bæjarfulltrúum til Samtakanna og Alþýðubandalagsins. Á kjörskrá voru 7581,6271 greiddi at- kvæði eða 82.7%. Auðir og ógildir voru 91 og 15 sem er óvenjuhátt hlutfall. A listinn hlaut 1326 atkvæði og tvo menn kjörna þá Frey Ófeigsson og Þor- vald Jónsson, B-listinn hlaut 1537 og þrjá menn, þá Sigurð Óla Brynjólfsson, Tryggva Gislason og Sigurð Jóhannes- son, en D-listinn tapaði tveimur mönnum, eins og áður sagði, hlaut þrjá nú og 1735 atkvæði. Fulltrúar D-listans verða þeir Gísli Jónsson, Sigurður J. Sigurðsson og Sigurður Hannesson. F- listi Samtakanna hlaut 624 atkvæði og einn mann, Ingólf Árnason, og G-listinn bætti við sig manni með 943 atkvæðum. Fulltrúar G-listans í bæjarstjórn Akur- eyrar næsta kjörtímabil verða þau Soffía Guðmundsdóttir og Helgi Guðmunds- son. -HP. Kópavogur ALÞÝÐUFLOKKURINN TVÖFALDAÐI FYLGI Sin OG VANN MANN — tapSjálfstæðisflokks Á kjörskrá í Kópavogi voru 7764 og atkvæði greiddu 6501 eða 82.5%. Auðir seðlarvoru 114 og ógildir 14. A-listi Alþýðuflokks fékk 990 atkvæði og tvo menn kjörna, þá Guðmund Odds- son og Rannveigu Guðmundsdóttur. B- listi framsóknarmanna fékk 1150 at- kvæði og tvo menn kjörna, þá Jóhann H. Jónsson og Skúla Sigurgrímsson. D- listi Sjálfstæðisflokksins fékk 975 at- kvæði og tvo menn kjörna, þá Axel Jónsson og Richard Björgvinsson. G-listi Alþýðubandalagsins fékk 1738 atkvæði og þrjá menn kjörna, þá Björn Ólafsson, Helgu Sigurjónsdóttur og Snorra Konráðsson. K-listi borgara fékk 811 at- kvæði og einn mann kjörinn, Sigurjón Inga Hilaríusson. S-listi sjálfstæðisfólks fékk 709 atkvæði og einn mann kjörinn, Guðna Stefánsson. Listar i kjöri nú eru frábrugðnir því sem var 1974. Þó er Ijóst að Sjálfstæðis- flokkur hefur tapað manni, ef S- og D- listi eru teknir saman, og Alþýðuflokkur vann mann og hefur tvöfaldað fylgi sitt. -JH. huiuW'i ?£%**£?*** Rannveig Guömundsdóttir, sem var í baráttusæti A-listans i Kópavogi, var nýkomin heim og er hér meö manni sínum, Sverri Jónssyni tæknifræðingi, og elztu dóttur þeirra hjóna, Sigurjónu. DB-mynd Hörður. Flateyri: Sjálfstæðis- menn töpuðu einuatkvæði Á Flateyri voru þrír listar í kjöri. 272 voru á kjörskrá, 229 greiddu atkvæði, eða 84.5%. Árið 1974 hlaut Sjálfstæðis- flokkurinn 87 atkvæði og tvo menn kjörna, Framsókn og vinstri menn 66 og tvo menn og frjálslyndir og vinstri menn einn með 57 atkvæðum. í þessum kosningum missti Sjálf- stæðisflokkurinn, D-listi, eitt atkvæði, fékk 88 og tvo menn kjörna, C-listi Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og óháðra hlaut 62 atkvæði og einn mann kjörinn og E-listi Framfarafélags Flat- eyrar 71 atkvæði og tvo menn. Þessir hlutu kosningu: Frá D-lista Einar O. Kristjánsson og Hinrik Krist- jánsson, C-lista Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og óháðra: Steinar Guðmundsson og E-lista Framfara- félagsins: Hendrik Tausen og Guðvarður Kjartansson. -HP Húsavík: Hlutföllin óbreytt Valdahlutföll á Húsavík eru nánast óbreytt eftir þessar kosningar. Hlutföllin milli hægri og vinstri eru óbreytt en Alþýðubandalagið og óháðir hlutu þó þrjá menn kjörna i stað tveggja áður. Alþýðuflokkurinn bauð nú fram einn sér (bauð fram með Samtökunum síðast) oghlauteinnmann Á kjörskrá voru 1359 en ll 68 kusu eða 85.59%. Auðir og ógildir voru 33 og 9. A-listinn hlaut 202 atkvæði og einn mann kjörinn, Ólaf Erlendsson. B-listinn hélt sínu, hlaut þrjá menn kjörna, þá Egil Olgeirsson, Jónínu Hallgrimsdóttur og Aðalstein Jónasson með 320 at- kvæðum. D-listinn hlaut 221 atkvæði og tvo menn kjörna, þá Katrínu Eymunds- dóttur og Hörð Þórhallsson, en K-listi Alþýðubandalags og óháðra hlaut tvo menn, þau Kristján Ásgeirsson og Jóhönnu Aðalsteinsdóttur. -HP. Stokkseyri: D-listi tapaði Á Stokkseyri voru 335 á kjörskrá og 281 greiddu atkvæði, eða 83.2%. Auðir seðlar voru 14 en ógildir 5. Fjórir listar voru í kjöri og skiptust at- kvæði þannig að B-listi framsóknar- manna hláut 45 atkvæði og einn mann kjörinn, D-listi sjálfstæðismanna hlaut 78 atkvæði og tvo menn kjörna, H-listi óháðra kjósenda 85 og þrjá menn kjörna og J-listi Alþýðuflokks og óháðra 54 at- kvæði og einn mann kjörinn. Þessir voru kjörnir: Frá B-lista: Birkir Pétursson, frá D-lista: Steindór Guð- mundsson og Helgi 'ívarsson frá H-lista: Steingrímur Jónsson, Ástmundur Sæmundsson og Borgar Benediktsson og frá J-lista Ólafur Auðunsson. -HP. Hinir vinsæiu fótiagaskór eru komnir aftur Teg: Dinós Litur: Natur Efni: Leður Stæröir: 36—42 Verö: 8.850.- Póstsendum Skóverz/un Axe/s Ó. Laugavegi11 Sími21675. Mokkasínur með fleyghæl og hrá- gúmmísóla Teg:66I Litir: Drappog brúnt EFNI: Leður Stæröin 37—42 VERÐ:8J50,- Hólmavík: l-listi 3 menn og H-listi 2 Á Hólmavik voru 217 á kjörskrá og þar af greiddu 198 atkvæði eða 91,2%. Auðir seðlar og ógildir voru 5. t kjöri voru tveir listar, H-listi óháðra og fékk hann 70 atkvæði og tvo menn, þá Gunnar Jóhannsson og Þorkel Jó- hannsson, og I-listi lýðræðissinnaðra borgara en hann fékk 123 atkvæði og 3 menn, þá Auði Guðjónsdóttur, Brynjólf Sæmundsson og Karl E. Loftsson. Kosið var óhlutbundið á Hólmavík í siðustu kosningum. —JH. Hvammstangi: AMiríkjöri nema einn Kosning á Hvammstanga var óhlut- bundin að þessu sinni og lágu úrslit þar snemma fyrir. 303 voru á kjörskrá og greiddu 207 atkvæði, eða 68,3%. Þessi hlutu kosningu til hreppsnefnd- ar: Ragnhildur Karlsdóttir, Benedikt Benediktsson, Hreinn Kristjánsson, Sig- urður Björnsson og Karl Sigurgeirsson. Kosningin 1974 vareinnigóhlutbund- in. Til gamans má geta þess hér að þegar kosning er óhlutbundin eru allir íbúar kjörgengir. í þessu tilviki gat einn þó skorazt undan, hafði setið áður í hrepps- nefnd og gaf ekki kost á sér á ný. —HP. Skagaströnd: Svipuð útkoma Á kjörskrá á Skagaströnd voru 364 og atkvæði greiddu 315 eða 86.5%. Auðir seðlar og ógildir voru 18. A-listi Alþýðuflokks fékk 64 atkvæði og einn mann kjörinn, Elínu H. Njáls- dóttur. B-listi Framsóknarflokks fékk 70 atkvæði og einn mann kjörinn, Gunnlaug Sigmarsson. D-listi Sjálf- stæðisflokks og óháðra fékk 102 atkvæði og tvo menn kjörna, þá Adólf J. Bernd- sen og Harald Árnason og G-listi Alþýðubandalags fékk 61 atkvæði og einn mann kjörinn, Guðmund H. Sjíurðsson. Þessi úrslit eru svipuð og í siðustu kosningum, en þá fylgdu óháðir Alþýðubandalaginu en nú fylgja óháðir Sjálfstæðisflokknum. Þá voru einnig i framboði framfarasinnar í siðustu kosningum en fengu ekki mann. -JH. Vogar, Vatnsleysuströnd: H-Hstinn hélt sínu Hlutföllin milli valdhafa í hrepps- nefnd í Vogum á Vatnsleysuströnd rösk- uðust nokkuð við kosningarnar nú. H- listi óháðra kjósenda hlaut þrjá menn kjörna en á kjörskrá voru 281. Atkvæði greiddu 260 eða 92.5%. Atkvæðin skiptust þannig að H-list- inn, óháðra kjósenda, hlaut 135 atkvæði og þrjá menn kjöma, I-listi sjálfstæðis- manna og annarra framfarasinna hlaut 60 atkvæði, tapaði einum manni, og J- listi hlaut 61 atkvæði ogeinn mann kjör- inn. 1 kosningunum ’74 hlutu sjálfstæðis- menn tvo menn kjörna en óháðir þrjá. Þessir menn voru því kjörnir: Frá H- lista: Magnús Ágústsson útgerðarmað- ur, Hreinn Ásgrímsson skólastjóri og Helgi Daviðsson. Frá I-lista: Hörður Ragnarsson, verk- stjóri. Frá J-lista: Sæmundur Þórðarson skipstjóri.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.