Dagblaðið - 29.05.1978, Side 2
UmkappreiðarFáks
Ragnar Tómasson skrifan
Ég þakka Sigurjóni Valdimars-
syni og Dagblaðinu fyrir itarlega og
lifandi frásögn af hvítasunnukappreið-
um Fáks sem birtist sl. laugardag.
Hestamennskan er ört vaxandi og þvi
stór hópur lesenda sem metur mikils
fréttir af hestaþingum.
Eitt atriði vil ég þó aðeins fá að
leiðrétta. Um leið og Sigurjón getur
lofsamlega um þátt okkar sem að ungl-
ingastarfinu höfum aðallega unnið
gagnrýnir hann sinnuleysi Fáksforyst-
unnar I málum unglinganna og nefnir
sem dæmi að nöfn keppenda i ungl-
ingaflokki hafi ekki verið i mótsskrá.
Hér er skylt að upplýsa að þetta var
gert í fullu samráði við okkur Kol-
brúnu Kristjánsdóttur er séð höfum
um námskeiðin í vetur. Skráningar-
frestur var frekar stuttur, krakkarnir
margir I prófum og ekki talið á það
treystandi að þeim eða forráðamönn-
um þeirra bærist vitneskja um auglýst-
an skráningartíma i tæka tið. í vetur
hafa um 40—50 unglingar að jafnaði
sótt námskeið Fáks sem haldin voru
þeim algjörlega að kostnaðarlausu. Þá
var farið I sameiginlega útreiðartúra á
laugardögum og haldin fræðslukvöld.
Áhugi þeirra var mjög mikill og gam-
an að fylgjast með framförum þeirra.
Guðmundur Ólafsson, formaður fé-
lagsins, sem og stjómin öll, hafa ötul-
lega stutt við bakið á okkur I þessu
starfi og má alls ekki vanmeta það.
Mér er til efs að nokkurt hestamanna-
félag hafi gert betur við sína yngstu fé-
laga.
Og að endingu: Aldrei fyrr hefur
Fákur haldið kappreiðar þar sem eins
vel hefur farið um áhorfendur. Að sjá
hundruð manna sitja í skjólgóðum,
grasi grónum brekkum var skemmtileg
sjón. Þar hefur verið unnið gott verk
og þar má borgarstjórn Reykjavíkur fá
miklar þakkir fyrir hjálpina og það
ekkert siður þó að sé kosningaár.
GRIKKLAND
Dagflug á þriðjudögum. Nýr og
heillandi sumarleyfisstaöur Islend-
inga. Yfir 1000 farþegar fóru þang-
að á síðasta ári þegar Sunna hóf
fyrsta íslenska farþegaflugið til
Grikklands og hafa margir þeirra
pantað í ár. Þér getið valið um dvöl
í frægasta tískubaðstrandarbæn-
um Glyfada í nágrenni Aþenu, þér
getiö dvalið þar á íbúðarhótelinu
Oasis, bestu íbúðum á öllu Aþenu-
svæðinu með hótelgarði og tveim-
ur sundlaugum rétt við lúxusvillu
Onassis-fjölskyldunnar, góðum
hótelum, eöa rólegu grísku um-
hverfi, Vouliagmeni, 26 km frá
Aþenu. Einnig glæsileg hótel og
íbúðiráeyjunumfögru, Rhodos og
K'orfu að ógleymdri ævintýrasigl-
ingu með 17 þús. lesta skemmti-
ferðaskipi til eyjanna Rhodos,
Krítar og Korfu, auk viðkomu í
Júgóslavíu og Feneyjum.
Grikkland er fagurt land með litríkt
þjóðlíf, góðar baðstrendur og
óteljandi sögustaði. Reyndir ís-
lenskir fararstjórar Sunnu og ís-
lensk skrifstofa.
Bankastræti 10. Símar 16400 -
12070 - 25060 - 29322.
Bekki vantar í strætóskýli
Kona sem býr í húsi öryrkjabanda-
lagsins að Hátúni 10 i Reykjavík hafði
samband við DB og vakti athygli á þvi
að í nýju strætisvagnaskýli fyrir utan
húsið væri enginn bekkur. Gæti það
komið sér mjög illa fyrir aldrað fólk og
öryrkja.
Á skrifstofu Strætisvagna Reykja-
vikur var upplýst að bekkir ættu að
vera i öllum skýlum. Á þvi væri þó
misbrestur um þessar mundir og staf-
aði það af því að ekki hefði verið sam-
ið sérstaklega við framleiðendur nýju
skýlanna um að hanna bekki i þau.
Væntanlega koma þó bekkir i öll skýli
innan skamms.
tbúum við Hátún hefur verið lofað
að bekkur komi í þeirra skýli innan
fárra daga.
Myndin var tekin á hvitasunnukappreiöum Fáks. Ljósm. Gunnbjórn
Marinósson.
Þessi mynd var tekin þegar verið var
að koma nýja strætisvagnaskýlinu við
Hátún fyrir á dögunum.
DAGBLADIÐ. MÁNUDAGUR 29. MAl 1978.
Vantar vinnu fyrir unglinga
Elín Friðriksdóttir hringdi og vakti
athygli á því að enga almennilega
Raddir
lesenda
vinnu væri að fá i bænum fyrir 14 ára
unglinga. Þeir gætu jú fengið vinnu í
nokkra tíma á dag hjá Vinnuskólan-
um en hún væri illa greidd og alls ekki
fullnægjandi.
Elín vildi að úr þessu yrði bætt hið
fyrsta og taldi eðlilegt að borgin heföi
þar forystu.
Skrópfarþegar valda
flugfélögum vandræðum
Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi
Flugleiða, hringdi vegna lesendabréfs
hér á síðunni 19. mai sl. Þar kvartaði
Óskar Óli Jónsson yfir þvi að hafa
farið fýluferð á AkureyrarflugvöU,
Hann átti pantað farmeð Flugfélaginu
til Reykjavikur, en þegar hann mætti
á staðinn og ætlaði að greiða fargjald
sitt var honum sagt að hann væri á
biðlista.
Sveinn Sæmundsson sagði að það
væri rétt að pöntun Óskars Óla hefði
misfarizt en hugleiðingar hans um á-
stæður þess væru út í bláinn. Þennan
dag hefði sætum í vélinni verið
fækkað úr 38 í 32 vegna vöruflutninga
og væri það ástæðan fyrir því að
Óskar var settur á biðlista. En þetta
væru samt mistök, sagði Sveinn og
Óskari hefði verið ritað afsökunarbréf.
Sveinn bað DB að geta þess i
leiðinni að það væri orðið allt of al-
gengt að fólk sem ætti pantaö far hjá
flugfélögunum mætti hvorki við brott-
för, né léti vita af sér. Væru slíkir far-
þegar nefndir skrópfarþegar og yllu
þeir miklum vandræðum.
HundarniríNjarðvík
— athugasemd —
Elí Einarsson, Efstasundi 11, skrif- lesendabréfinu séu ekki illa haldnir, þá
aði okkur bréf og mótmælti ummæl- skorti hvorki fæði né húsnæði. Bendir
um í lesendabréfi i DB 18. mai sl. um bréfritari á að tveir dýralæknar hafi
hundahald í Njarðvík. Taldi bréfritari skoðað hundana og eigendur þeirra
þau ósanngjörn og út í hött. „Hús- hafi fullan aðgang að dýraspitalanum í
hornahundarnir” sem talað var um í Reykjavík.