Dagblaðið - 29.05.1978, Qupperneq 36
VANDINN ER
ALLUR EFTIR
sagðiGuðrún
Helgadóttir,
fjórði
borgarfulltrúi
Alþýðubanda-
lagsinsímorgun
„Hvernig í ósköpunum átti maður
að búast við þessu?” sagði Guðrún
Helgadóttir, fjórði borgarfulltrúi Al-
þýðubandalagsins, þegar DB-menn
hittu hana í hópi glaðra og reifra sam-
herja á heimili hennar um sexleytið I
morgun.
„Þetta er náttúrlega alls ekki ég
frekar en hinir — það má alls ekki líta
á þetta sem persónulegan sigur minn,”
sagði Gúðrún. „Það hefur verið vel og
skynsamlega unnið af hálfu Alþýðu-
bandalagsins. Alþýðubandalagið hefur
haft góða frambjóðendur og skynsam-
legan málflutning. Úrslitin eru líka tvi-
mælalaust svar við kjaraskerðingar-
lögum rikisstjórnarinnar.”
Guðrún sagði alþýðubandalags-
menn ekki hafa velt fyrir 'sér hver
myndi taka við starfi borgarstjóra I
Reykjavík. „Okkur hefur ekki einu
sinni dreymt um að standa frammi
fyrir þvi vandamáli — en það veröur
ekki óleysanlegt, við erum með mikið
af hasfu fólki.
Vissulega er ég mjög ánægð,” sagði
Guðrún ennfremur. „Við erum mjög
þakklát fyrir það traust, sem okkur
hefur verið sýnt. En vandinn er allur
eftir, nú verðum við að sýna að við
rísum undir þessum vanda.”
Guðmundur Þ. Jónsson, sem i
morgun varð mjög óvænt fimmti
borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins,
kom á heimili Guðrúnar til að fagna
með henni og öðrum samherjum. „Ég
má varla mæla!” sagði hann og leyndi
ekki ánægju sinni með úrslitin. „Þegar
það munaði þessu eina atkvæði þarna,
þá gekk ég um gólf! Maður lifandi, ég
hef áreiðanlega gengið heilan kiló-í
metra í þetta kortér.”
-ÓV
Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks, kemur hér
I heimsókn til Guðrúnar Helgadóttur i morgunsárið. Þar var að vonum mann-
fagnaður mikill. — DB-mynd Hörður.
LÍT SVO Á AÐ ÉG SÉ EKKI
LENGUR í STARFIBORGARSTJÓRA
— sagði Birgir Isleifurí morgunþegar
meirihlutinn var fallinn
„Ég var kjörinn til að gegna starfi
borgarstjóra til loka kjörtímabilsins. Ég
lit því svo á að ég sé ekki lengur i starfi,”
sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson i sam-
tali við fréttamann DB á heimili sínu í
morgun þegar Ijóst var að sjálfstæðis-
menn höfðu misst hálfrar aldar meiri-
hluta sinn I borgarstjórn Reykjavikur.
Birgir ísleifur sagðist telja að lands-
málin almennt hefðu átt nokkurn þátt' í
hvernig fór. „Ég hef verið að bera þetta
saman við kosningarnar 1966 þegar
sviþað stóð á — við vorum þá með níu
fulltrúa og veittum ríkisstjóm forystu.
Þá misstum við níunda manninn. Ég tel
að óraunhæf bjartsýni kjósenda flokks-
ins hafi valdið því að sveiflan náði þetta
langt — ’66 stöðvaðist hún fyrir ofan
áttunda mann en núna nokkrum at-
kvæðum fyrir neðan,” sagði hann.
Borgarstjórinn fráfarandi sagðist nú
reikna með að nýr meirihluti yrði mynd-
aður í borgarstjórn Reykjavíkur. Frétta-
maður DB spurði hann hvort hann væri
fús til að halda áfram starfi borgarstjóra
fyrir nýjan meirihluta.
„Ég tel í fyrsta lagi engar likur á að
mér yrði gefinn kostur á þvi,” svaraði
Birgir ísleifur, „og tel rétt að aðrir taki
við stjórninni úr því sem komið er.”
Hann sagðist ekki hafa verið bjart-
sýnn síðustu dagana fyrir kosningar en-
vongóður engu að síður. Sú von hefði
dáið þegar siðustu tölur voru birtar.
Birgir sagðist ekkert hafa velt fyrir sér
hvað tæki við þegar hann léti af starfi
borgarstjóra. „Ég verð áfram i borgar-
stjórn og á vonandi eftir að láta gott af
mér leiða þar,” sagði hann að lokum.
ÓV
Birgir ísleifur — hann lætur af borgarstjórn I höfuðborginni þegar I dag. Myndin
var tckin af Birgi ísleifi skömmu eftir að flokkur hans hafði misst meirihluta I
Reykjavfk um kl. 5.301 morgun. — DB-mynd Hörður.
Björgvin Sigurðsson cr risinn á fætur og les lokatölur í Reykjavík. Ingi R. HeIgason, næstur honum til hægri, fylgist náið'
með. Til vinstri situr Guðmundur Vignir Jósefsson hrl., þriðji fulltrúinn í yfirkjörstjórn. Aðrir á mvndinni eru frá vinstri
William Möller aðalfulltrúi lögreglustjóra og hæstaréttarlögmennirnir Helgi V. Jónsson og Hjörtur Torfason varamenn i
yfirkjörstjórn.
ÞEGAR DÓMURINN VAR FELLDUR
Rétt fyrir klukkan hálf sex i morgun
reis Björgvin Sigurðsson hæstaréttar-
lögmaður og formaður yfirkjör-
stjórnar I Reykjavík úr sæti sinu i
íþróttasal Austurbæjarbarnaskólans
og las upp lokatölur borgarstjórnar-
kosninganna i Reykjavík. Hálfrar
aldar veldi Sjálfstæðisfiokksins í
Reykjavik var lokið.
Fáir voru viðstaddir er þetta gerðist.
Sjónvarpið var hætt útsendingu en
fréttamaöur útvarpsins var á staðnum
ásamt lögreglumönnum og fulltrúum i
yfirkjörstjórn. Menn voru alvarlegir á
svip, fulltrúi Alþýðubandalags í kjör-
stjórninni, Ingi R. Helgason, brá ekki
svip og ókunnir hefðu ekki getað séð
af látbragði hans að flokkurinn sem
hann hefur stutt með ráðum og dáð
frá barnæsku hefði unnið sinn stærsta
sigur í sögu flokksins.
Að úrslitum tilkynntum fóru menn
að tygja sig til heimferðar. Lögreglu-
menn undir stjórn Bjarka Eliassonar
yfirlögregluþjóns munú gæta kjör-
gagna þar til yfirkjörstjórn kemur
saman aftur klukkan 16 í dag.
- ÓG
fifálst, áháð dagbJað
MÁNUDAGUR 29. MAl 1978.
Skylda minni-
hlutaflokk-
annaað
mynda sam-
hentan meiri-
hluta
— sagðiSigurjón
Pétursson efsti
maðurAlþýðu-
bandalagsinsí
Reykjavík
„Ég tel það skyldu þeirra flokka sem
voru í minnihluta í borgarstjórn að
mynda nú meirihluta,” sagði Sigurjón
Pétursson, efsti maður Alþýðubanda-
lagsinsí Reykjavík.
„Annars er þetta bæði svo nýskeð og
óvænt, að við skyldum fá fimm fulltrúa
kjörna, að engar viðræður hafa enn
farið fram og engar áætlanir verið
gerðar,” sagði Sigurjón. „Ég tel að við
höfum tekið forystu i stjórnarandstöðu
1974 ogað við höldum henni. Ástæð-
urnar fyrir fylgisaukningu okkar og
raunar Alþýðuflokks einnig eru að tals-
verðu leyti óvinsælar og alveg tilhæfu-
lausar árásir rikisstjórnarinnar á laun-
þega i landinu,” sagði Sigurjón Péturs-
sonaðlokum. -BS
Alþýðu-
flokkurinn
nýtur stef nu
sinnarog
starfs og
óvinsælda
ríkisstjórnar-
innar
— sagöi Björgvin
Guðmundsson (A)
„Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður
með úrslitin. Ég fagna þvi að við fengum
tvo fulltrúa kjörna. Við stefndum að þvi
þótt við hefðum ekki hátt um það,”
sagði Björgvin Guðmundsson, efsti
maður á lista Alþýðuflokksins I Reykja-
vik. Hann bætti við: „Eftir skoðana-
kannanir Dagblaðsins og Visis leyfði ég
mér að vonast til að úrslitin yrðu þau
sem nú er vitað.”
„Tvær meginástæður eru fyrir þess-
um sigri Alþýðuflokksins. 1 fyrsta lagi
má rekja þær til stefnu og starfs í borgar-
stjórn. 1 öðru lagi nýtur flokkurinn
gagnrýni, sem uppi hefur verið um ríkis-
stjórnina,” sagði Björgvin.
„Það er athyglisvert, að Alþýðu-
"flokkurinn bætir við sig um allt land.
Það gefur ótvirætt til kynna, að flokkur-
inn vinni verulega á I alþingiskosningun-
um," sagði Björgvin Guðmundsson að’
lokum. • BS