Dagblaðið - 29.05.1978, Síða 13
13
N
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 29. MAI 1978. _
UMAÐSTÖÐU
Hinn 15. febrúar sl. birti ég í Dag-
blaðinu grein, sem ég nefndi Um að-
stöðu blindra. Þar fjallaði ég einkum
um Blindrafélagið, sem er félag hinna
blindu, og Blindravinafélag íslands,
sem á að vera styrktarfélag, en deildar
meiningar eru um það, hvernig það
hafi rækt hlutverk sitt. Verður nú
haldið áfram að ræða um aðstöðu
blindra og fjallað um hjálpartæki og
fleira.
Hvað er blinda? í lögum Blindrafé-
lagsins segir, að hver sá, sem hefur
sjón, sem nemur 6/60 hlutum, geti
orðið aðalfélagi þess. Stundum er það
mat augnlækna, að sjón manna sé
þannig háttað, að hún nýtist illa, og þá
er það metið hverju sinni, hvort mað-
urinn teljist „félagslega blindur”.
Blint fólk greinist siðan í þá, sem
hafa nokkra sjón, eru sjónskertir, og
hina, sem eru alveg blindir. Sjónskert
fólk hefur allt frá örlitilli skímu upp í
það að hafa næstum því lestrarsjón,
svo að það getur lesið stórt letur. Und-
antekningalítið koma þessar sjónleifar
mönnum að nokkrum notum, og er nú
stefnt að því, að menn nýti þær eftir
því, sem hægt er.
Þeir, sem eru alveg blindir, sjá ekki
glóru, svo að notað sé íslenskt orðalag.
Þeir sjá ekki mun dags og nætur,
greina þar af leiðandi ekki liti, en fæst-
ir þeirra hygg ég, aö lifi i algeru
myrkri. Frekar má segja, að um ein-
hvers konar tóm sé að ræða. Stundum
er því haldið fram, að fólk öðlist eitt-
hvert 6. skilningavit, þegar sjón, heyrn
eða annað brestur. Þetta er rangt.
Ætíð verður um missi að ræða, en
flestum tekst að skerpa dálítið önnur
skilningavit sín til að vega upp á móti
því, sem hefur tapast, og er það þá oft-
ast athyglisgáfan, sem skerpist.
Lengi hefur verið reynt víða um
heim að létta hinum blindu tilveruna
með alls kyns hjálpartækjum. Er staf-
urinn sennilega hið fyrsta hjálpartæki
þeirra, en hann hefur nú hlotið nær al-
þjóðlega viðurkenningu sem hjálpar-
Kjallarinn
ArnþórHelgason
og auðkenningargagn. Stafurinn er
hvítur og notar sá blindi hann við að
komast leiðar sinnar, en hann kannar
með honum það umhverfi, sem hann
ferðast um hverju sinni. Til þess að
góður árangur náist með notkun þessa
grundvallarhjálpartækis, þarf að koma
til nákvæm kennsla. Enginn kennari
er hér á landi, sem er fær um að veita
mönnum alhliða kennslu í umferli, og
hafa þvi tiltölulega fáir einstaklingar
náð góðum árangri í notkun hvita
stafsins. En þeir, sem það hafa gert,
eru einbeittir dugnaðargarpar, sem
hafa menntast af sjálfum sér og með
leiðbeiningum góðra manna. Æskilegt
væri, að héðan yrði sendur maður til
Norðurlandanna, Bretlands eða
Bandaríkja Norður-Ameriku, sem
lærði að kenna blindu fólki umferlis-
tækni. Einnig mætti hugsa sér, að
hingað yrði fenginn kennari erlendis
frá, sem tæki nokkra einstaklinga í
þjálfun um nokkurt skeið. Gæti það
orðið góð byrjun og mörgum til upp-
örvunar, en vel væri hugsanlegt að
hafa túlk til aðstoðar.
Á seinasta áratug hafa komið fram
nokkur tæki til að auðvelda blindu
fólki að komast um og varast ýmsar
hindranir. Má þar nefna breskan
hljóðradar og hljóðgleraugu frá Nýja-
Sjálandi. Gleraugun eru þannig, að i
þeim er komið fyrir eins konar radar-
speglum og móttökutæki, sem tengt er
við tvö örgrönn heyrnartól. Verði ein-
hver hindrun á vegi manna sendir
tækið frá sér hátíðnitóna, sem eru mis-
munandi eftir þvi, um hvers kyns efni
er að ræða. Eiga menn þannig að geta
þekkt, hvort um sé að pæða sléttan eða
hrjúfan flöt, flöt úr járni, gleri, timbri
eða steini, og ég hef heyrt einn af not-
endum þessa tækis halda því jafnframt
fram, að hægt sé að greina á milli við-
artegunda. Vitanlega kemur tæki
þetta ekki í stað sjónar, en það er þó
nokkur viðbót við þá möguleika, sem
fyrir eru. Ég hef stundum verið spurð-
ur að því, hvaða ókostur sé verstur við
blinduna. Ég svara því þá gjarnan til,
að einangrunin, sem margt blint fólk á
við að búa, sé það versta, en það, sem
sé þó einna mest óþolandi, sé frelsis-
skerðingin. öll hjálpartæki, sem koma
blindu fólki að gagni, eru því liður I
auknu athafnafrelsi þess. Én víkjum
nú aðöðrum hjálpartækjum.
Verulegt átak hefur verið unnið á
undanfömum árum til að auðvelda
sjónskertu fólki að halda þeirri at-
vinnu, sem það stundaði, áður en sjón-
in tók að dofna, og hjálpa þvi að nýta
sem best sjónleifar sínar. Má þar nefna
stækkunargler ýmiss konar og eins
konar myndavélar, sem beint er að
því, sem lesið er, og birtist þá mynd af
lesefninu á sjónvarpsskermi og er
hægt að stækka hana eftir þörfum.
Eitt mikilvægasta hjálpargang hinna
blindu er blindraletrið, sem L. Braille
fann upp fyrir rúmum 150 árum.
Letur þetta er sett saman úr 6 punkt-
um, sem raðað er upp á ýmsa vegu i
tvær lóðréttar linur og myndast þann-
ig hinir ýmsu stafir. Ekki er hér um
r
V.
Sigurinn bak við
fimmta og
sjötta manninn
Neskaupstað, 19. maí 1978.
Hr. ritstjóri
Þar sem ég tala um sigurinn bak við
fimmta og sjötta manninn á ég við
að í Neskaupstað' þar sem
Alþýðubandalagið fer með meirihluta-
vald og hefur gert núna i hartnær 34
ár, er rekin einhver sú Ijótasta fyrir-
greiðslupólitík, sem sögur fara af.
Ég get ekki látið hjá líða að skrifa
nokkrar linur út af þessum málum og
reyna jafnframt að opna augu alls al-
mennings i landinu fyrir því hvernig
hægt er að stjórna í rúm þrjátíu ár.
Það er vel til fallið að lofa
kjósendum að sjá með eigin augum
hvernig Alþýðubandalagið, flokkur
öreiga og annarra vinnulúinna
manna, fer að því að viðhalda lífi í
stofninum.
Það er mín bjargfasta sannfæring
að á árunum 1972 til loka árs 1974
hafi Alþýðubandalagið varið eitthvað
á milli 20 og 30 milljónum til þess eins
að tryggja sér áframhaldandi meiri-
hluta, en verið einum of örlátt eins og
verkin tala, það fékk nefnilega 6 menn
kjörna. Þar sem ég nefni 20—30
milljónir tel ég það ekki fjarri lagi, þar
sem þau gögn sem ég á Ijósrit af sýna
nokkrar milljónir, og er áreiðanlega
ekkialltsaman.
Til þess að sýna landsmönnum að
ég sé ekki að fara með tóma lygi mun
Kjallarinn
PéturÓskarsson
ég birta hér lista með nálega 30
nöfnum og nokkrir víxlar eru líka til.
Það sem ég cr að sýna fram á með
þessu er að allur fagurgali þeirra
alþýðubandalagsmanna um að allir
séu svo hrifnir af þeim og þeirra
gjörðum er allt saman tómur áróður
og lygi fundið upp til að breiða yfir
sóðaskapinn. Það sem upp á vantaði.
það var og verður keypt. Það er
einfaldlega þetta sem svona löng
valdaseta býður upp á. Þarna ráðstafa
þeir fé sem þeir eiga ekkert i og svo er
talað um að alt sé rekið á félagslegum
grundvelli og samheldni í heiðri höfð.
En lánastarfsemin er ekki rekin með
því fyrirkomulagi. Um hana sér einn
„maður”. Þarna geta menn því farið
út og inn og fengið vaxtalaus lán, sum
að upphæð allt að 500 þúsund, og
ekki nóg með það, engir ábyrgðar-
menn, engar veðsetningar, engir gjald-
dagar, sem sagt borgað um leið og
kosið er.
Af einu lánanna eru þó teknir
vestir, það er á láni undirritaðs, þar
sem ég neitaði auðvitað að greiða, þar
sem enginn víxill fannst, eftir að
brotizt hafði verið inn hjá Sildar-
vinnslunni i Neskaupstað og öllum
þessum gögnum stolið, en siðan er
víxillinn dæmdur á mig og krafizt
vaxta.
Það fer auðvitað ekki hjá því að í
svona máli vakna ýmsar spurningar
sem auðvelt ætti að vera að fá svar
við. Sú fyrsta gæti hljóðað eitthvað á
þessa leið: ,
Hvað segir yfirmaður skattrann-
sókna þegar vextir af þessum lánum
eru ekki gefnir upp?
Hvað segir yfirmaður Seðlabanka
við því þegar svona lánastofnanir
blómstra við hliðina á útibúi Lands-
banka íslands og Sparisjóði
Norðfjarðar?
í Göttingen i Þýzkalandi eru 188 blindar manneskjur. Þar hafa bæjaryfirvöld
látið gera kort af bænum fyrir blinda fólkið. Gerð þeirra kostaði 16000 mörk
eða tæpar 2 milljónir islenzkra kr. á núverandi gengi. Mik liiálpartæki eru
nauðsynleg blindum en næsta litið er til af þeim hér á landi.
sérstakt stafróf að ræða, þar sem
hverju sinni er notað það stafróf, sem
tiðkast í hverju landi um sig. heldur er
um ákveðna stafagerð að ræða. Hægt
er að ná eðlilegum leshraða með
blindraletrinu, þótt aldrei verði jafn-
hratt lesið og hinir hraðlæsustu sjá-
endurgera.
TM að rita blindraletur eru síðan
notaðar þar til gerðar ritvélar. og
einnig er letrið rilað með sérsiokum
stil.
Helsti ókostur blmdraletursiiis er
sá, að það er lyrirferðarmikið. Til
dæmis má geta þess, að Egils saga
Skalla-Grimssonar er i 10 þykkum
bindum, og er þó formála sleppt.
Reynt hefur verið að bæta úr þessu
með svokölluðum styttingum. þannig
að Ð merkir þá það, U er um. Y er því.
mk mikiðo.s.frv.
Upphaflega er talið. að svartleturs-
ritvélar hafi verið fundnar upp til að
auðvelda blindu fólki að rita vanalegt
letur, en ritvélin er handhægt tæki,
sem öllum kemur að gagni jafnt.
Verður nú látið hér staðar numið að
sinni, en í næstu grein verður haldið
áfram að ræða um hjálpartæki og lítil-
lega drepið á atvinnumál blindra.
Seltjarnarnesi, 22. maí 1978.
Arnþór Helgason.
V
'V-V- • cítaftf'. L- v; . ' 4 ' ■" • " ■ ■ ' - -i. z4- •" '■• í OfBET V-
/. O C o
3. i Jp p!oL
r
1 - • 1 f. J — 'Zo. O O o
JíxuJ! Qn* —XmL i y- - 317 C C o
I 'JL' f ix' i—i k- — '-■ - j r ■ ■ Lo C o o
í W1. J, • ~ ' • * o j t & r 0
r /c : 3 í.
rx Ot
/f. C\ i -•■ . h O t
/z. ' •••■-»' j :io GO c.
n JLj .J-- jC Oo o i
r* 3 2-1 O O *
h lo. | S>€> o _
IL. oloja _
,7. '2+ . — 1 —
/í. 1 1 1 - ^ i 1 !22. »io o
n. ‘ i íy
lo \Ll Oo
ii. /oa I *
v<. 7 t;7 V ®i • oe'c- —
■ir ó-
>4. V i sfV dc o
K . L'C-c-4— ; jzk J Op *
k idu -í t».... i . IjrK ! 2 Vo o o o‘m •
% T. *
ð. o%
Listinn yfir lánþiggjendur sem greinar höfundur ræðir um.
Að endingu gætu svo eflaust ein-
hverjir spurt: En Pétur. hvernig
stendur á því, að þú ert sjálfur með
200 þús. króna lán? Þvi er fljótsvarað.
Það er auðvitað ekkert vit í því að
nota ekki svona þjónustu þegar hún
býðst. Ekki vegna þess að ég kysi þessa
menn heldur vegna þessað þaðer mis-
jafnt hvað menn leggja á sig til að
komast yfir sönnunargögn og þar með
grafa undan þessu áratuga einokun-
arstjórnarstarfi.
Pétur Óskarsson
Neskaupstað
J