Dagblaðið - 22.06.1978, Síða 6

Dagblaðið - 22.06.1978, Síða 6
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978. DB á ne ytendamarkaðí Langódýrasti maturinn sem við höfum heyrt um: APPELSINULIFUR UM100 KR. SKAMMTURINN OKkur hafa borizt nokkrar uppskriftir frá lesendum Neytenda- síðunnar. Pétursson, sem er úti- vinnandi húsfaðii, sendi okkur eftir- farandi uppskrift af appelsinulifur. Uppskriftina segist hann hafa rekizt á í einum af sparnaðardálkum norsku blaðanna þegar hann var við nám í Noregi, á sultarárunum, eins og hann kallar það. Að visu er lamþalifur ekki neitt sér- staklega ódýr matur hér á landi, kg Borgarinn vegur 70 gr. en ekki 50 gr. Guðfinnur framkvæmdastjóri í Nesti hringdi til Neytendasíðunnar og vakti athygli á þvi að hamborgarinn sem Nesti selur vegur ekki 50 g eins og getið var um í samanburði DB á hamborgurum I miðvikudagsblaðinu i gær, heldur 70 g. Einnig vildi fram- kvæmdastjórinn að fram kæmi að minnsti kartöfluskammturinn i Nesti vegur300g. -A.Bj. KOSMNGA Fæst i bókaverzlunum UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN AÐVÖRUN um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í lögum nr. 10, 22. mars 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt fyrir janúar, febrúar og mars 1978 og ný-álagðan söluskatt frá fyrri tíma, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöld- um, ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostn- aði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstof- unnar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn í Reykjavík 14. júnf 1978. Sigurjón Sigurðsson (sign). kostar núna 1363 kr., en lifur er rík af bætiefnum og matvælafræðingar ráðleggja fólki að borða lifrarmáltíð að minnsta kosti einu sinni í viku. Þetta er nýstárlegur og spennandi máls- verður. í hann fara: ca400g lifur, smjörliki til aðsteikja í, 2 appelsínur, kryddað meðengiferi, salt og pipar. Lifrin er skorin í sneiðar og steikt á pönnu I litlu smjörlíki við vægan hita. Önnur appelsínan er skorin í sundur og safinn úr öðrum helmingi hennar látinn drjúpa yfir lifrina. Hin appelsínan er tekin i sundur i báta sem látnir eru á pönnuna þegar lifrin er fullsteikt. Afgangurinn af safanum settur á pönnuna og hann blandaður með ofurlitlu af rjóma. Með þessu eru borðaðar soðnar kartöOur. Lifrarrétturinn kostar um 715 kr. úr lambalifur. — Að viðbættum 500 g af kartöflum kostar rétturinn 806 kr. eða um 200 kr. á mann. Það skal enn tekið fram að þetta er frekar litill skammtur og hverjum í sjálfsvald sett að bæta við hann, en þá verður hann líka dýrari. En ef notuð er nautalifur — l þennan rétt er tilvalið að nota nautalifur og breytist þá kostnaðurinn við hann talsvert mikið Pétursson keypti nautalifur i Kjöthöllinni á þriðjudaginn sem kostaði 350 kr. kg. Sagði hann að þessi lifur hefði verið stórfin, mjúk og góð og ekki orðíð hörð við steikinguna. Með nautalifur kostar rétturinn þvi: 404 kr. með kartöflunum, eða um 100 kr. hver skammtur! Geri aðrir betur! Tekið skal fram að hjá Vigfúsi Tómassyni sölustjóra hjá Sláturfélagi Suðurlands fengust þær upplýsingar að jafnan væri fyrir hendi nautalifur i litlum pakkningum og kostar hún 387 kr. kg i heildsölunni. Hægt er að panta slika lifur í gegnum kjötkaup- nienn sem verzla við Sláturfélagið. Tómat- arnir komnir á sumar- verö Loksins hefur orðið verðlækkun á tómötum, en nú eru þeir komnir á svokallað sumarverð. Kg kostar núna 1050 kr. i smásölu, en kostaði áður 1125 kr. Þeir kosta 750 kr. i heildsölu. Nú er tilvalið að hafa tómata á boðstólum I öll mál og á morgun birtum við fyrstu tómatuppskriftina með verðútreikningi að sjálfsögðu. DB-mynd Bjarnleifur. Raddir neytenda Koffein-f rítt kaff i til í Hraunbænum Kaupmaður læ tur f rá sér heyra Kristján kaupmaður i Kjörbúð Hraunbæjar hringdi og sagði okkur að hann ætti til koffeinfritt kaffi, sem lýst væri eftir í bréfi frá neytanda i fyrra- dag. Það heitir Gaphren instant korn kaffi, og kosta 80 g 445 kr. I kjörbúð Hraunbæjar er einnig til Planters hnetusmjör og kosta 340 g 743 kr. Við þökkum Kristjáni góðar ábendingar hans en hann lýsti áhuga sinum á Neytendasíðu Dagblaðsins. Hann sagðist allsendis óhræddur við allan verðsamanburð en þótti miður að ekki hefur verið tekið fram að stór hluti þeirrar neyzluvöru, sem almenningur kaupir, mjókurvörur, brauð og dilkakjöt, er á sama verði i öllum verzlunum, bæði stór- mörkuðum og litlum kaupmanns- verzlunum. Hins vegar getur verð verið mismunandi á svokölluðum hilluvörum og pakkavörum, vegna mismunandi verðs á sendingum og einnig vegna þess að í sumum tilfellum er ekki notuð full álagning. Ágóðu verði í Kron á Dunhaga er rússnesk jarðarberjasulta á mjög hagstæðu verði, 490 g kosta ekki nema 290 kr. Þar eru einnig til niðursoðnar ferskjur frá Kína og kostar l/2 dós 200 kr. og blandaðir ávextir (tvær tegundir), l/2 dós, á 225 kr. til T Koffein-lausa kaffið er víða til Döðlurnar á góðu verði á Dunhaga Leví, verzlunarstjórinn I Kron á Dunhaga, hringdi og sagðist hafa á boðstólum rússneskt hunang, 450 g, á 285 kr. Einnig hefur hann á boðstólum pressaðar döðlur, 250 kg, á 290 kr., sem er mjög gott verð. Einnig er til koffein-laust kaffi frá Brasilíu, frostþurrkað, instant kaffi og kosta 50 g 785 kr. Loks er einnig til rússneskt hunang í Kron á Dunhaga og kosta 450 g 285 kr. — Þannig kemur I ljós að Sonja Haraldsdóttir, sem bað okkur að hafa upp á þessum vörum fyrir sig, getur nú valið úr stöðum þar sem vörurnar fást og það á dálítið mismun- andi verði.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.