Dagblaðið - 22.06.1978, Page 7

Dagblaðið - 22.06.1978, Page 7
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNt 1978. Svipmynd f rá kosningu utan kjörstaðar: „ENGAN ARODUR Á KJÖRSTAД — sagði dyravöiðurinn þegar sorgarsaga Steina tannlæknis f rá kjördegi var sögð „Viljiði gera svo vel að hafa röðina tvöi'alda." sagði húsvörður Miðbæjar- skólans á tiunda timanum í gærkvöldi þegar þröng varð fyrir dyrum i utan- kjörstaðaatkvæðagreiðslunni. „Það flýtir nú litið fyrir að hafa röðina tvöfalda. Það þyrfti að bæta við skrifara," sagði vörpulegur maður um þritugt. „Er ekki hægt að fá fleiri skrifara?” bergmálaði konurödd úr sömu átt. Ungur maður sat og skráði hvern mann um leið og röðin seiglaðist áfram með talsverðum skriði. Hann skrifaði á við þrjá. „Hvar ætlið þér að dveljast á kjördag?” spurði skrifarinn ungi. „Á sjó." svaraði kurteis stúlka. „A hvaða skipi?" spurði skrifarinn. „Árna Friðrikssyni," svaraði kjósandinn. „Önnur kjördeild. gerið svo vel." sagði skrifarinn um leið og hann hóf að lesa af ökuskírteini sem næsti kjós- andi rétti fram. „Uppi í Börgarfirði." var næsta svar um dvalarstað. „Á Spáni." svaraði ung og falleg kona. Það var ekki laust viö spennu sigursins í raddblænum. „Erlendis" skráði skrifarinn. Honum varð ekki úr vegi að samgleðjast sólarlándsfaranum með brosi. Spánn eða Grikkland eða Nigeria — allt er þetta einfaldlega erlendis. „Það er breytt heimilisfang. Ég bý ekki lengur i Barmahlíðinni." sagði næsti kjósandi. Svona leið timinn og tvöföld röð af fólki, sem tjáði iífsviðhorfið með bókstaf, neytti réttar sins i annað skipti á einum mánuði eftir fjögurra ára afskiptaleysi um landsstjórn og borgarmálefni. „Fyrsta kjördeild er innstu dyr til vinstri," sagði húsvörðurinn við þá sem var l'lutt úr Barmahliðinni. „Geriði svo vel að koma inn." sagði aldraður dyravörður við innstu dyr til hægri. Hann var svo finn að hann ógnaði veldi kjósandans á þessu litla sviði á fjölum lifsins. „Hann Steini tanniæknir var rétt lagztur i rúmið um daginn.” sagði sá með hugmyndina um fjölgun skrifara. „Það var ekki nóg meö útkomuna hjá ihaldinu heldur þurfti Vikingur að tapa fvrir Þrótti á kjördag.” „Engan áróður á kjörstað." sagði dyravörðurinn. „Geriði svo vel, næsti." „Þetta er ekki löglegt," sagði Kosið utan kjúrstaðar í Miðbajarskólanum i Reykjavík í síðustu viku. — DB- mynd R.Th. Sig. myndarlegur niaður urn leið og hann sleikti limið á umslaginu. „Þú vildir kannski segja okkur hvernig þetta á að vera." sagði ein í kjörstjórninni. „Þú gætir kontizt að þvi hvað ég kýs. ef þú vildir." sagði kjósandinn. „Það er ekki löglegt ef það er gert öðruvisi en svona." sagði Jónas Gústafsson fógeti og kjörstjóri. „Við höfurp ekki samið kosningalögin," bætti hann við. „Skrifa bókstafinn hér og lima svo aftur,” sagði sú i kjörstjórninni. „Takk.ogskrifa hér undir." Umslög með utankjörstaðar- atkvæðum duttu niður um rauf á innsigluðum kassa. „Hvernig á að strika út þegar engin nöfn eru?" spurði ungur og reiðilegur maður með sjávarseltu og briliantín i hárinu. „Það er vist dálitið erfitt," sagði snaggaralegur félagi hans á hálferma- bol og með tattóverað „Miranda" á hægri upphandlegg. „Fjandann ætli þú strikir út." bætti hann við. Það var fersk kaupstaðarlykt af þeim. „Næsti, geriði svo vel." hljómaði eins og óperuaria með fótatak kjós- andans á göngum Miðbæjarskólans að undirleik. Röddin og fótatakið dóu hvert öðru urn leið og kjósandinn hvarf út i dagbjart vorkvöldið. Svona mikið verður ekki haft við hann l'yrr eneftirfjögurár. BS Mazda 616 árg. 1976, ekinn 31 þ. km, fallegur vei með farinn bíll. Litur dökkgrænn. Verð 2.550 þús. Fíat 131 S árg. 1976. Litur Ijðs, ekinn 32 þ. km. Verð 1900 þús. BÍLASALAN SKEIFAN Skeifunni 11 — Símar84848 - 35035 SELUR ALLA BÍLA, DRÁTTARVÉLAR, GRÖFUR, HJÓLHÝSI, KRANA, BÁTA, VÉLSLEÐA 0G MÓTORHJÓL Austin Mini Clubman, 1977, 20 þ. km, gulbr. með 1600 þús. Pontiac Trans Am. 1975 ekinn 56 þ. milur, silfurgrár. Verð 3.2 millj. Skipti koma til greina. Pontiac Firebird Esprite 1976. Sá glæsilegasti á götunni, ekinn 32 þ. m. 8 cyL, sjálfsk með öllu. Silfurblár. Verð 4.750. Skipn. Mazda 929 station árg. 1976, ekinn 35 þ. km. Bill i algjörum sérfl. Blá- sanseraður. Verð 2.950 þús. Cherokee Jeep árg. 1975, 8 cyl., sjálfsk. m/öllu, breið dekk. Krömfelgur, útvarp, segulb. Verð 3,7 millj. Skipti koma til greina. Chevrolet Blazer K5 Cheyenne árg. 1974, ekinn 44 þ. km. Verð 3,8 m. Skipti möguleg. Chevrolet Blazer 1973 K5 Cheyenne, ekinn 117 þús. Verð 3.250 þús. Sunbeam Arrow 1971, sjálfskiptur bill á göðu verði. Verð 500 þús. Tovota Mark II árg. 1972, gullfallegur bill, ekinn 85 þ. km. Verð 1350 þús. Merc. Benz 220 D árg. 1969, ekinn 90 þús.. dökkblár, göður bill. Verð 1600 þús. Skipti koma til greina. Volvo 144 de Luxe árg. 1972, ekinn 118þús. km. Ljösblár. Verð 1700 þús. G.S. 1220 1974, ekinn 50 þús. Verð 1450 þús. Mustang '68. millj. Verð 1 Volkswagen sendibill '74. Ekinn ca 70 þ. allur nýyfirfarinn. Vél nýupptekin. Góður bíll. Verð 1700þús. Austin Mini '75, ekinn 35 þús. km. Vcrð 950 þús. Útb. sem mest. Staöreyndiner: SE BILLINN A STAÐNUM SELST HANN STRAX

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.