Dagblaðið - 22.06.1978, Síða 15

Dagblaðið - 22.06.1978, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978. 15 Hver er stórveldi? Fyrir tæplega 8 árum ákváðum við íslenskir námsmenn í K-höfn að leita til Magnúsar Torfa Ólafssonar þáverandi verslunarstjóra Máls og menningar um að halda hátíðarræðu félagsins 1. desember. Ræðuefnið völdum við hugstætt námsmönnum á erlendri grund, þ.e. stórveldi og smá- ríki. Mér er minnisstæður ótti sumra ráðamanna íslenskra um að þessi ræða yrði of „pólitisk”. Við bjuggum þá við samstjórn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks hér heima og gerðir þeirra voru náttúrlega ekki pólitískarl! Ræðan var pólitísk — ekki á þann veg sem óttast hafði verið, þ.e. að Bandaríkjunum yrði úthúðað og aust- ræn ríki hafin í dýrðarljóma. Nei, hún var pólitísk vegna þess að i henni var lögð áhersla á þá nauðsyn smáþjóða að standa vörð um sjálfstæði sitt, að vernda rétt hinna smáu, að efla með- vitund smáþjóða og að fá þær til að leggja af mörkum í heimsmyndina i stað þess að vera auðfenginn leiksopp- ur stórvelda. Stórveldin voru fleiri en eitt og þau áttu kannski fleira sameig- inlegt en þau vildu vera láta. Stórveld- isdraumurinn var að hafa svo mikinn styrk að ekki þyrfti að leita ráða ann- arra, að ekki þyrfti að leita aðstoðar annarra, að ekki þyrfti að hlita ákvörðunum annarra, að ekki þyrfti að standa öðrum skil gerða sinna. Siðan þetta gerðist úti í Kaup- mannahöfn hafa mörg vötn runnið til sjávar. Gestur okkar námsmannanna hefur setið á þingi tvö kjörtímabil og aflað sér óskiptrar virðingar fyrir vandvirkni í skoðanamyndun, víðsýni, þekkingu og vandaðan málflutning. Við stöndum nú frammi fyrir þriðju alþingiskosningunum þar sem Samtök frjálslyndra og vinstri manna bjóða fram. Mér virðist skoðanir fólks á því hvað pólitík sé hafa hreyfst nokkuð fram á veg. Að pólitískt val sé afleið- ing lifsskoðunar og tilraun til að vinna henni fylgi er að verða mörgum aug- Ijósara. Og það á greinilegra minni hljómgrunn en nokkru sinni fyrr að kosningar snúist um að það að halda flokki, sem kjósendur eru óánægðir með við stjórnvöl, af einskærri hræðslu við hið óþekkta. Þetta er spor fram á við. Sveitarstjórnarkosningar sýndu glöggt-að kjósendur telja í stórauknum mæli að félagshyggjumenn hafi betri úrlausnir við vandamálum á heima- ■slóðum en einstaklingshyggjuöflin hafa. Lítum nánar á kosningarnar í Reykjavík. Hver einasti kjósandi sem greiddi atkvæði sitt öðrum en D-lista gerði það vitandi að það væri lóð á vogarskál samstjórnar. Hver einasti kjósandi þeirra vissi að hann var að hafna einræði stóra flokksins, stór- veldisins og hvetja til samvinnu smærri flokka. Og hver hugsandi kjós- andi gerði sér ljóst að slík samstjórn mætir óhjákvæmilega ýmsum erfið- leikum sem flokkseinræði þarf aldrei aðglíma við. Það var ánægjulegt að sjá myndaða samstjórn þriggja flokka í Reykjavik og gerðan málefnasamning i félagsleg- um anda. Það er því miður jafn dapur- legt að fylgjast með tilraunum sjálf- stæðismanna til að sundra samstarfs- aðilunum. Jafn lágkúruleg barátta og þar er háð þjónar engum nema skratt- anum og hrindir aðeins fleiri stuðn- ingsmönnum frá Sjálfstæðisflokknum. í sveitarstjórnarkosningunum buðu Samtök frjálslyndra og vinstri manna óvíða fram, heldur miðuðu starf sitt við alþingiskosningar. Þar sem ekki var um framboð að ræða kaus að sjálf- sögðu hver samtakamaður þann flokk sem hann treysti best til að vinna að markmiðum okkar. Atkvæðisréttur- inn er of dýrmætur til að láta hann ónotaðan. Því veit ég varla hvort ég á nú að brosa eða gráta þegar gamlir og mosavaxnir forkólfar Alþýðubanda- lagsins eigna þvi allan sigur vinstri manna, vara við þvi grafalvarlegir að kjósa litlu flokkana, tala um glund- roðaöflin og hættuna af þeim. Hvefs konar stórveldistal er þetta? Hver er nú að tileinka sér valdsmannssvipinn? Mér er sem ég sitji aftur úti i Kaup- mannahöfn. Viðaeru stórveldin. Gera alþýðubandalagsmenn sér ekki ljóst að kjör Reykvíkinga í borg- arstjómarkosningunum var persónu- kjör umfram allt — kjör persónu sem borgarbúar i þúsundavís treystu til að framfylgja félagshyggjustefnu þótt um samstarfsvandamál flokka gæti orðið að ræða. Kjör til alþingis er líka háð þvi að við treystum þeim sem við greiðum at- kvæði. Það er ekki nóg að flokkur móti ítarlega og víðtæka stefnu. Það stjórnar sem betur fer enginn flokkur einn í dag. Þegar á alþingishólminn er komið' duga ekki breiðfylkingamar einar með stefnuskrárnar. Á alþingi Kjallarinn Anna Kristjánsdóttir þurfum við viðsýnt fólk sem vandar skoðanir sinar og störf, fólk sem getur fylgt stefnu sinni eftir í samstarfi við aðra. Magnús Torfi Ólafsson hefur þegar sýnt að hann er traustsins verð- ur og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir er eini fulltrúi islenskra verkakvenna sem á möguleika á þingsetu. Verndum rétt hinna smáu. Hvetjum þær til að 'setja svip sinn á alþingismyndina. Kjósum F-listann á sunnudaginn. Anna Kristjánsdóttir námsstjóri. TRYGGJUM FRELSIÐ í aukablaði Þjóðviljans 9. júní sl. er viðtal við Gils Guðmundsson alþingis- mann um atvinnumál á Suðurnesjum. Sama dag kemur með Þjóðviljanum blaðastúfur, sem nefndur er Reykja- nesblað og er í blaðastúf þessum grein eftir Jóhann J. E. Kúld. Það verð ég að segja að eftir að hafa lesið viðtalið við Gils og greinarstúf Jóhanns, varð ég gjörsamlega orðlaus, kemur það þó ekki oft fyrir mig. Hefur alþingismaðurinn Gils Guðmundsson sofið i þau sárafáu skipti sem hann hefur látið það eftir sér að koma hingað suður með sjó til þess að ræða við okkur um at- vinnumál og vanda sjávarútvegsins, eða er hann vísvitandi að gera okkur Suðurnesjamenn tortryggilega í aug- um landsmanna? Hefur þingmaðurinn ekki ennþá skilið það að höfuðvanda mál okkar á Suðumesjum er stór- kostlegur aflabrestur undanfarnar vetrarvertíðir, allt upp i 36,5% síðastliðnar 5 vertíðir? Hvaða tslendingum öðrum en þessum tveim framangreindum höfðingjum og þeirra fylgifiskum lætur sér til hugar koma að hersetan á Miðnesheiði eigi hér hlut að máli? Nei, kæru vinir, þótt Bandaríkja- mönnum sé margt til lista lagt þá ráða þeir ekki ennþá að minnsta kosti fiskigengd á miðin við Suðvestur- landið. Það er annað sem hefur valdið því að við Suðurnesjamenn erum verr í stakk búnir til þess að mæta svona vandamálum, sem aflabrestur er, og það er byggðastefnan, sem hér hefur helriðið húsum. Þegar vel gekk hér á Suðurnesjum var fjármagn flutt héðan í stórum stíl til uppbyggingar á landsbyggðinni og taldi enginn eftir, en þegar fór að halla undan fæti hjá Suðurnesjamönnum, brugðust þeir hópar illa við sem vilja halda við byggðastefnu í þeirri mynd sem hún er í nú. Þeir félagar Gils og Jóhann leggja mikið upp úr því í sinu máli, að þeir Gils Guðmundsson og Geir Gunnars- son hafi á liðnum vetri flutt þings- ályktunartillögu á alþingi um að fela Framkvæmdastofnun rikisins að gera Suðurnesjaáætlun um atvinnumál, en þeir þegja báðir tveir dyggilega yfir því að tillaga um sama efni hafði þá þegar verið samþykkt í stjórn Framkvæmda- stofnunarinnar. Sú tillaga var samþykkt af fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins og forstjórum stofn- unarinnar og Steingrimi Hermanns- syni, en hann lét fylgja sínu atkvæði, að hann væri i eðli sinu á móti tillögunni. Gegn tillögunni greiddu at- kvæði þeir Ragnar Arnalds, flokks- bróðir þeirra, Gils, Geirs og Jóhanns, og Ingvar Gíslason framsóknarmaður, en Benedikt Gröndal sat hjá. Það ætti Karl Steinar Guðnason að athuga vel áður en hann snýr sér að því að endur- reisa atvinnuvegina á Suðurnesjum að flokksbræður hans aðrir bera sama hug til Suðurnesja og Benedikt Gröndal. Þeir greiða því ekki atkvæði sín með þvi að Suðurnesin fái fyrir- greiðslu úr sameiginlegum sjóðum landsmanna, það samræmist ekki þeim hugmyndum þessara manna um nýja vinstristjórn og aukna byggða- stefnu. Það eru nánast sagt þau einu stefnumörk er þessir flokkar, það er Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur og kommúnistar (alþýðubandalags- menn eru ekkert annað en ^ kommúnistar), geta komið sér saman»- um: aukin byggðastefna á kostnað Suðurnesja og óvarið land, svo að kommúnisminn eigi greiðari aðgang að landinu. Hvað mundu vinstri menn gera? Ég trúi því ekki að nokkur sannur íslendingur óski eftir þvi að hér ríki þjóðskipulag svipað þvi sem gerist í Austur-Evrópulöndunum, þar sem menn fá ekki að hugsa, tala eða skrifa nema það sem valdhöfunum þóknast, ef út af er brugðið eru menn hnepptir i varðhald, dæmdir á geðveikrahæli eða i þrælkunarvinnu. Ég vil benda þeim sem efast um á- standið þar á að lesa bókina Hróp úr austri eftir danska prestinn H. K Neerskov, þar sem lýst er á átakanleg- an hátt hvernig fólk er lagt i einelti fyrir þær sakir einar að trúa á Guð og reyna að breiða úr riki Hans. I Góðir Suðurnesjamenn, hvert það atkvæði sem greitt er vinstri- flokkunum er greitt gegn atvinnu- uppbyggingu á Suðurnesjum. í tíð fyrrverandi vinstristjórnar var algjört bann við lánveitingu úr Byggðasjóði til Suðurnesjanna. Hver trúir þvi í alvöru að Gils Guðmundsson fái Ragnar Arnalds og hans fylgifiska til að hverfa frá loforðinu um aukna byggðastefnu? Sama er að segja um Alþýðuflokkinn. Gerir nokkur sér vonir um að Karl Steinar fái Benedikt Gröndal til að leggja þvi lið að sam- þykkt sú sem gerð var í stjórn Fram- kvæmdastofnunarinnar sem að framan er greint, verði framkvæmd? Sama verður upp á teningnum með Framsókn. Með nýrri vinstristjórn getur Steingrímur Hermannsson sam- kvæmt eðli sínu verið á móti því að samþykkt sjálfstæðismanna nái fram að ganga. Góðir Suðurnesjamenn, við skulum i fullri alvöru snúa saman bökum gegn kommúnismanum, gegn nýrri vinstri- stjórn, gegn þeirri hættu sem því fylgir að hafa landið óvarið í þeim viðsjám, sem nú eru í heiminum. Sjálfstæðis- flokkurinn er eini stjómmála- flokkurinn á íslandi sem hefur á stefnuskrá sinni að varðveita frelsið, frelsi til athafna, frelsi til að hafna og velja. og siðast en ekki sist frelsi til að játa trú sina á Jesúm Krist. Góðir Suðurnesjamenn, með þvi að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosning- unum 25. júní nk. eruð þið að tryggja þetta frelsi um leið og þið stuðlið að því að koma Suðurnesjamanni á þing til þess að rödd af Suðurnesjum fái að hljóma í alvöru með þeim þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins sem lagt hafa grunninn að Suðurnesjaáætlun um uppbyggingu atvinnulífsins á Suðurnesjum. Við skulum hafna sýnd- armennsku-mönnunum, sem vilja fórna öllu fyrir kommúnismann. Sigur D-listans í kosningunum sunnudaginn 25. júni er sigur frelsis og framfara. Halldór Ibsen, form. fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins i Keflavik. Halldórlbsen IMY SENDING Noppy Heilsubótartafflan gefur yður ótal möguleika til notkunar, eru góðar fyrir heilsu yöar, þær má notaheima, í sundlaugunum, ígufubaöi, ígarðinum, á ströndinni o.s.frv. Töfflurnar eru léttar og laga sig eftir fœtinum, örva blóö- rásina og auka vellíðan, þola olíur og fitu, auövelt að þrífa þœr. Fóanlegar í 3 litum: Gult, rautt, blátt Stœrðir nr. 35—46. Verð kr. 2.570.- POSTSENDUM Skóverzl. Þórðar Péturssonar, Kirkjustræti 8 v/Austurvöll. Sími 14181.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.