Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 22.06.1978, Qupperneq 34

Dagblaðið - 22.06.1978, Qupperneq 34
34 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1978. Bílasýning á þ jóðhátíð Akureyringa: Bifreiðaklúbbur Akureyrar hélt bíla- sýningu á Akureyri i tilefni þjóðhátíðar 17. júní. Tiðindamaður DB. Friðgeir Axfjörð. brá sér á sýninguna og festi nokkra sýningargripina á filmu. Þarna mátti sjá gamla og lifsreynda gripi sem hafa þjónað eigendum sínum vel á undanförnum áratugum, m.a. Dixie Flyer. sem verður sextugur á Margrevndur vagti, Chrysler árgerð 1928. næsta ári og þó nokkra sem standa undir náfninu Gamli Ford með virðingu. Þar voru og aldraðir vörubílar. aðallega Chevrolet og Ford og vaensta rúta af Ford-gerð með skoðunarmiða frá árinu 1978. En gamlingjarnir voru engan veginn einráðir á sýningunni. Nýjustu Fordar röðuðu sér upp með vegg Oddeyrar- skólans, þar sem þeir lífsreyndu gátu litið til með ungviðinu og gætt að því að enginn færi sér að voða með nýja og óreynda vél. Þá vöktu ekki síður athygli ýmis tryllitæki svokölluð, en eigendur þeirra fá gjaman krampa í bensínfótinn, þegar þeir setjast undir stýri. Þar þykir sá beztur, sem getur skilið mest eftir af gúmmíi á malbikinu og eigendurnir anda siðan að sér gúmbrælunni eins og gamlir lífsnautnamenn anda að sér höfgum vindlareyk. Og ekki var nóg að sýna tryllitækin fullsköpuð. Nei, menn fengu að sjá hjörtu þeirra slitin frá búknum, átta gata vélarnar eins og þær komu úr móðurkviði. Hjörtum þessum fylgdi síðan alls kyns útbúnaður, millihöfuð, knastásar og blöndungar af beztu gerð. Þá má heldur ekki gleyma bensíndælum, sem afkasta meira en gengur og gerist og siðast en ekki sízt pústflækjum, sem setja puntkinn yfir ið-ið. En myndirnar segja meira en mörg orð. JH. DB-myndir Friögeir Axfjörö Ford rúta, enn í fullu fjöri þótt aldurinn færist yhr og skoounarmióinn er mcú ái- talinu 1978. MEÐ UNGVIÐINU LÍFSREYNDIR ÖLDUNGAR LITU TIL MG 1500 TF árgerð 1955. Skruggutæki, fallegur bíll, sem eitt sinn var 1 eigu Thors Thors. Vélarnar úr tryllitækjunum vöktu athygli. Hér má sjá 454 rúmtommu vél úr Chevrolet árgerð 1975. Fyrir áhuga- menn má geta þess að maskínan er út- búin Torker„miIliheadi”, Crane knastás. Holley blöndungi og bensíndælu, Black Jack pústflækju og Accel kveikjubúnaði. Með þessum útbúnaði mun möguleiki á þvi að komast inn í radarsvið lög- reglunnar. HÚLLUMHÆ AF STAÐ ÚR BÆNUM Ólafur Gaukur og Svanhildur þykja góðir gestir úti á landi, þegar þau heimsækja hina ýmsu staði með Húllumhæið sitt. Húllumhæ hefur nú unnið sér sess sem árlegur viðburöur sem landsmenn fá að njóta, nema Reykvíkingar og þeirra. Borgarnes verður fyrsti viðkomustaðurinn að þessu sinni og þar verður barnasýning á morgun og á ísafirði á laugar- daginn i I lullumhæ-flokknum að þessu sinni eru Halli og Laddi. Gaukurinn með hljómsveit sína og enski fjöllistaflokkurinn White Heat, sem sýnir ótrúlegustu kúnstir Hcfur flokkur þessi komið l'ram á mörgum beztu hótelum heimsins og i brezka sjónvarpinu. Á skemmtununum verða happdrættis- vinningar i stuttu sólarbingói, sólarferð meðSunnu. WHITF HEAT, unni. liðsstvrkur Húllumhæsins á landsreis-

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.