Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 22.06.1978, Qupperneq 37

Dagblaðið - 22.06.1978, Qupperneq 37
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 22. JÚNl 1978. 37 Hvað sögðu þingmennirnir. ÁTTl MATTHÍAS PANTAÐ ,KOMMAKALL’ ÚR SALNUM? — „Skuldin eykst um8 milljónir á dag” sagði Geir Já, fyrsta umferðin var dauf. Ólafi G. Einarssyni var vel fagnað sem fyrsta ræðumanni enda á heimavelli. Hann kvað sinn Sjálfstæðisflokk hafa orðið undir í lævísum áróðri sem beitt hefði verið í launamálum, þar sem árangur úr- bótarstefnu i baráttunni gegn verðbólg- unni hefði ekki komizt til skila. Ólafur drap á ágenga þrýstihópa sem settu kerf- ið úr lagi og málamiðlun sem ætti sér stað í samsteypustjórnum. Aðgerðir nú- verandi stjórnar hefðu verið gróflega mistúlkaðar, allt hefði verið á botni þeg- ar tekið var við. Tekizt hefði að tryggja atvinnu, jafnvægi í viðskiptum og draga úr verðbólgu úr 55 í 26% þar til á þessu ári, að gera hefði þurft óvinsælar ráð- stafanir í nauðvörn. Verðbólgan væri höfuðvandamálið. Hann ræddi síðan varnar- og öryggismál og las fallega upp- talningu stefnumarkrhiða síns flokks. 8 milljónir á dag Geir Gunnarsson alþingismaður bar ótt á að vanda þegar mikið liggur við. Við heyrðum þóað hann talað um að lít- ið hefði farið fyrir efndum loforða þó þingfylgi stjórnarflokkanna væri um 70%. Hann ræddi um gjaldþrot sjóða, óðaverðbólgu og óheyrilega vexti. Geir sagði að þrátt fyrir góðæri hefði skuld ríkis við Seðlabankann 16 faldazt og ykist um 8 milljónir á dag. Yfirleitt væri efnahagslífið í rúst. Og úrræðin væru þau t.d. í nýjum skattalögum að sá sem vinnur fyrir aurum sínum borgar skatt af launum sínum, en sá sem græðir á annan hátt heldur gróðanum. Geir nefndi dæmi um mann sem hefði 1000 kr. á timann. Hann væri 4 1/2 klukkustund alla daga ársins að vinna sér inn upphæð sem samkvæmt nýju skattlögunum væri „hluthöfum” heimil sem „skattfrjálst hlutafé”. Geir fékk mikið klapp fáliðaðs hóps. „Hilmar minn ..." Matthias fjármálaráðherra hóf ræðu sína fast og ákveðið, kunni á hljóðnema, salinn og allt. Þetta var hans — ekki sið- ur en fjármálaráðuneytið. Hann byrjaði á „öryggi í varnarmálum”. „Þvi hefði stjórnin séð fyrir, 200 mílur væru unnar og þó verðbólgan væri ekki leyst væri hún betri nú en þá er núverandi stjórn tók við öllu á botni.” Þá kom það eins og pantað kall framan úr sal; spurning um hvernigMatti skildi nú við. Matthías brá við eins og Ólafur Thors var frægur fyrir á sínum tima og sagði. „Hilmar minn — og glotti fram i sal- inn. „Þegar Viðreisnarstjórnin skildi við hafði verðbólgan verið 6.4%, þegar vinstri stjórnin skildi við var hún 54%. Verðbólgan er Í8% á þessu ári. Og Matthías vildi enn mæla við þenn- an Hilmar og sagði: „Hlutdeild ríkis í þjóðtekjum var í lok viðreisnarstjórnar 25%, var 30% eftir vinstri stjórn en nú 21%." Síðan bætti Matthias við: „Ég er sam- mála hverjum sem er um að þetta er ekki nógu góður árangur. En við erum til- búnir til að vinna með hverjum sem er að betri árangri verði náð.” Ráðherra ræddi um efndir vinstri flokka á sínum loforðum og svaraði Gunnlaugi Stefánssyni því að ekki hefði hann (þ.e. M.Matt.) samið við Jón Sig- urðsson um „milljón á mánuði”, það hefði alþýðuflokksmaðurinn Eggert G. Þorsteinsson gert. (Datt nú andlitið af Gunnlaugi). Matthías fór létt með að svara því sem hann vildi af fyrirspurnum annarra frambjóðenda. Taldi Sjálfstæðisflokk til- búinn til samstarfs um lausn verðbólgu sem væri höfuðvandi. En stefnumið, leiðbeiningar eða loforð gaf hann engum — enda krafðist þess enginn. Hann fékk mikið klapp og langt, þetta var ekki erf- iður fundur fyrir hann. „Synir feðranna" Gils Guðmundsson (G-l) talaði fyrst Hann var ekki á móti samstarfi en taldi menn ekki þurfa að liggja hund- flata þó þeir ynnu með öðrum. Hann spurði hvert stóru fjárfúlgurnar fyrir samstarfið færu nú. Sigurður Helgason, efsti maður V- listans hafnaði því að útreið stjórnar- flokka í sveitarstjórnarkosningum hefði verið svo slæm vegna illkvittni, eins og Ólafur G. Einarsson hafði haldið fram. „Getur ekki verið að einhver hafi staðið sig illa einhvers staðar? Getur ekki verið að eitthvað sé að í Reykjavík?” spurði Sigurður. Hann las upp lýsingu úr „heimsbók” sem átti við ítalska demókrata og taldi hana eiga við Sjálfstæðisflokkinn eins og hann er nú. „Hann er hættur að skilja sitt hlutverk,”sagðiSigurður. Síðan veifaði Sigurður skjölum sem hann kallaði gögn um „samninga ríkis- starfsmanna og stuðning við stjórnmála- 'flokkana.” Þetta fauk úr höndum hon- um (kannski viljandi)„Já, svona fer þetta allt,” sagði hann. (Þetta hreif að nokkru). Sigurður minnti á orð Bjarna Bene- diktssonar um að þingmenn ættu ekki að hafa fullt kaup. Það myndi tryggja að þeir kæmu úr atvinnustéttum og túlkuðu stéttanna mál. Hvað hefur síðan gerzt,” spurði hann. (Sjá upphafs- grein). Kjartan Jóhannsson (A—1| reyndist allharður. Hann kvað Framsókn enga skýringu vilja gefa á þvi hvaða stefnu hún fylgdi. Alþýðubandalagið benti í þeim efnum á sína bæklinga, aðalliði í mörgum flokkum og ennþá fleiri undir- flokkar. Hann benti á grátbroslegan grát Gils þingmanns yfir hugsanlegu falli Geirs Gunnarssonar sem alþingismanns. „Þessi lygavefur hljóðaði eins fyrir 4 árum, fyrir 8 árum og fyrir 12 árum,” sagði Kjartan. Matthías Matt. reyndi við verðbólguna, sagði Kjartan. Það gekk ekki. Hann reyndi við kjördæmamálið. Fulltrúar Samtakanna, Steinunn Finnbogadóttir, Guðleifur Guðmundsson og Sigurð- ur Konráðsson. Fulltrúar Framsóknar. Frá hægri: Jón Skaftason, Ragnheiöur Sveinbjórnsdóttir, Haukur Níelsson og Gunnar Sveinsson. Á hinum endanum (til hægri frá áhorfendum) sátu sjálfstæðismennirnir. F.v. Matthías Mathiesen, Sigurgeir Sigurðsson, Salóme Þorkelsdóttir og Ólafur G. Einarsson. um belging fjármálaráðherra, nefndi töl- ur annarsvegar um 25 földun en hins vegar um rúmlega fjórföldun á fjögurra ára timabili. Gils kvað Alþbl. aldrei hafa verið móti kjördæmabreytingu til breytingar á þingmannafjölda i Reykjaneskjördæmi. Staðið hefði á öðrum. Alþbl. hefði hins vegar ekki viljað samþykkja tillögur sem gætu leitt til fækkunar þingmanna kjör- dæmisins. Gils talaði um stjórnmálaflutning Morgunblaðsins sem „höfuðsóttarkind” en taldi orð Matthíasar Bjarnasonar um gróðapunga þau hvatlegustu sem felld hefðu verið eftir sveitarstjórnarkosning- arnar. Gils gerði litið úr Rússagrýlu Salóme á D-lista og lýsti..sonum feðranna”, þ.e. A-lista drengjum, sem flugeldaskrauti, rifnum blöðrum, vindlitlum og liklega væri sprungið þegar hjá Vilmundi. „Sama hringekjan" Jón Skaftason (F-l) hafði ekki langan tíma til afreka eftir málæði félaga sinna. „Ég hef verið 20 ár í stjórnmálum og hér heyrði ég enga nýja lausn, aðeins sömu hringekjuna,” sagði Jón. „Allt sem and- stöðuflokkarnir saka aðra um, hafa þeir sjálfir gert.” Jón kvað augljóst að tími bráða- birgðalausna vandamála væri liðinn. Verðbólguvandinn hefði forgang i allri stjórnmálastarfsemi. Gera yrði kjara- sáttmála ríkis og vinnandi stétta. Skipu- legt átak yrði að gera til nýtingar auð- linda sjávarins. Hann kvað vinstri stjórnir engar töfralausnir hafa á vandanum. „Vinstri stjórn gagni ekki lengur — slíkan kött þýddi ekki að kaupa i sekk.” —ASt. Alvara á ferðum? Fulltrúar G-listans. Frá hægri Karl Sigurbergsson, Gils Guðmunds- son og Bergljót Kristjánsdóttir. t Ó'i'V j. Ekki eru þeir alveg opnir, alþýðuflokksmennirnir Gunnlaugur Stefánsson og Kjartan Jóhannsson sem hér hvislast á. Siguröur Helgason V-lista maður sýndi tilþrif i ræðustól. Það gekk ekki. Sjálfstæðisflokkurinn reynir við margt — ekkert gengur. Hann var stór og sterkur er hann átti forystumenn. Nú er það liðin tíð — og þótt flokkurinn sé stór er hann ekki sterkur. K.jarlan talaði um að ráðamenn hefðu viljað fá „kjölfestu í þjóðfélagið”. Mikið væri ef þeir væru ekki orðnir sjóveikir á volkinu. Minnsta kosti væri hætt að tala um kjölfestu. „Siðast er þeir tóku við sögðu þeir að allt væri að hrynja. Fengu þeir ekki tækifæri? Þeir hafa stjórnað í 4 ár? Hvað hefurgerzt?” Steinunn Finnbogadóttir flutti loka- orð Samtakanna og sagði á leiðinni í stólinn og i honum nokkra Hannibals- brandara. Það fór henni ekki eins vel og honum á sinni tíð. Hún ein svaraði þeirri fullyrðingu framsóknarfulltrúa að öll framfaraskref í landhelgismálum væru Framsókn að þakka ( — og kenna). „Ég hélt ég færi að heyra að á Islandi hefði enginn róið til fiskjar nema framsóknar- menn,” sagði Ijósmóðirin. -A5t. Guðlaugur Guðmundsson (F—6) einnig af F-lista kvaö jafnrétti kynja meira en orðin tóm, minnti á kvennadag og að F-listinn væri sá eini sem væri með 2 konur í efsta sæti og 3 i öðru sæti. Hann fór á sömu brautir og hinir. Gunnar Sveinsson (B—2) kvað alla framtíð velta á að framsóknarmenn tækju þátt í henni. Hann var meðal þeirrá fyrstu sem nefndu fisk í þessu fisk- lausa kjördæmi, ræddi um að rétta við ofveidda stofna, nýta landgrunnið og byggðastefnu. Hann gat talna sem sýndu að Reykjaneskjördæmi hefði á sl. kjörtímabili notið 20,5% af framlögum til menningarmála, Reykjavík kæmi næst með 19% og aðrir minna. Hann var sá eini sem minnti á hita- veitu Suðurnesja, er hann sagði vera sérkapitula og spara milljarða. Hann kvað engri rikisstjórn i 30 ár hafa auðnazt að ráða við verðbólguna. Eiríkur Rósberg fékk aftur orðið og ítrekaði stefnuskrá Stjórnmálaflokksins. Hann deildi á óreiðu og flokkakerfið sem öllu réði og bað menn vara sig á skulda- söfnuninni sem hefði ógnvekjandi hættur í för með sér. Sjö listar í kjöri F-listi A-listi B-listi D-listi Samtaka f ijálslyndra G-listi S-listi V-listi Alþýðuflokksins: Framsóknarflokksins: Sjálfstœðisflokksins: og vinstri manna Alþýðubandalagsins Stjórnmálaflokksins Óháðra kjósenda l.KjartanJóhannsson 1. Jón Skaftason 1. Matthías Á. Mathiesen 1. Steinunn Finnbogadóttir l.GilsGuðmundsson I. Eirikur Rósberg 1. Sigurður Helgason 2. Karl Steinar Guðnason 2. Gunnar Sveinsson 2.0ddurólafsson 2. Þorgerður J. Guðmundsdóttir 2.Geir Gunnarsson 2. Syeinn Sigurjónsson 2. Dr. VilhjálmurGrímurSkúlason 3. Gunnlaugur Stefánsson 3. RagnheiðurSveinbjamardóttir 3. ólafur G. Einarsson 3. Sigurður Konráðsson 3. Karl G. Sigurbergsson 3. VilborgGunnarsdóttir 3. Gísli Kristinn Sigurkarlsson 4. Ólafur Bjömsson 4. Haukur Níelsson 4. Eirikur Alexandersson 4. Hannibal Helgason 4. Bergljót S. Kristjánsdóttir 4. Davið ólafsson 4. Sigurpáll Einarsson 5. Guðrún Helga Jónsdóttir 5. Sigurður J. Sigurðsson 5. Salome Þorkelsdóttir 5. Dóra Sigfúsdóttir 5.SvandísSkúladóttir 5. Einar Dagbjartsson 5. Sigurður Héðinsson 6.öm Eiösson 6. Dóra Sigurðardóttir 6. Sigurgeir Sigurðsson 6. Guðleifur Guömundsson 6. Björn Ólafsson 6. Anna Kristjánsdóttir 6. JúlíusSigurðsson 7. Jórunn Guðmundsdóttir 7. Halldór Ingvason 7. Ásthildur Pétursdóttir 7. Jens J. Hallgrimsson 7. Albina Thordarson 7. Ásgeir Heiðar 7. Kristján Sveinn Kristjánsson 8. Reynir Hugason 8. Gylfi Gunnlaugsson 8. Hannes H. Gissurarson 8. Sigurður Ingi Hilariusson 8. Kjartan Kristófersson 8. Sigfús Eiríksson 8. ValgerðurSveinsdóttir 9. Jón Hólmgeirsson 9. Valtýr Guðjónsson 9. EUert Eiriksson 9. Margrét Pálsdóttir 9. Njörður P. Njarðvík 9. Sigriður H. Jóhannesdóttir 9. Ingólfur Pétursson 10. EmilJónsson. 10. Hrafnkell Helgason. 10. Axel Jónsson. 10. Andrés Kristjánsson. 10. Magnús Lárusson 10. Sigurður Þorkelsson 10. Guðni Jónsson.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.