Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1978. 3 FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 (5) Eigum einnig fyrirliggjandi margar fleiri geröir og stærðir af SKIL rafmagnshandverkfærum. Komið og skoðið, hringið eða skrifið eftir nánari upplýs- ingum. Guðjón H. Pálsson. GUNNLAUGUR A. JÚNSSON ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI, VELJA SKIL Einkaumboð á íslandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri. snýst einn hring um sjálfa sig á 25 dögum. þ.e.a.s. við miðbaug, en nokkru hægar annars staðar (33 daga við pólana). Sólin gengur umhverfis miðju vetrarbrautarinnar með geysimiklum hraða eða um 250 km á sekúndu. Ein slík hringferð tekur sólina um 200 milljónir ára, og sýnir sá langi um- ferðartimi hversu ótrúlega stórt þetta hnattasafn er, sem kallast vetrarbraut, en sólin er um 30 þús. Ijósár frá miðju hennar. 3. Hversu langt er eitt Ijósár? Ljósár er kallað sú vegalengd sem Ijósið fer á einu ári en hraði þess er 30Ó þús. km á sekúndu hverri. 4. Hversu hcit er sólin? Hitinn við yfir borð sólar er um 6000°C en álitið er að i iðrum sólar sé hitinn allt að 14 milljón gráðum. Þar á hitinn upptök sin, þar fer fram orkuvinnsla sólar við það að vatnsefni breytist i helium við samruna vatnsefniseinda. 5. Er yfirborð sólar alls staðar jafn- bjart? Nei, þvi víða á yfirborði sólar eru dökkir blettir, sólblettir, sem jafn- vel geta sést berum augum við sérstak- ar aðstæður. Gos á sólinni eru stórkostleg, en þá þeytast glóandi efni langt upp frá yfirborði hennar og falla aftur niður sem eldregn. Umhverfis sólina er svokölluð kóróna sólar, eins- konar geislabaugur, sibreytilegur að lögun og teygir sig milljónir kílómetra út frá yfirborði hennar. Við almyrkva á sólu eru hagkvæmust skilyrði til að skoða kórónu sólar og gosin á yfir- borði hennar. 6. Hversu sterkt er aðdráttarafl sólar? Það er geysisterkt og heldur öllum fylgihnöttum sólar á brautum sinum umhverfis hana. Við yfirborð sólar er aðdráttaraflið 28 sinnum sterkara en aðdráttarafl jarðar. Hlutur sem vegur I kg á jörðinni mundi þvi vega um 28 kgásólinni. 7. Hverjir eru fylgihnettir sólar? Niu eru jarðstjörnur þær eða reikistjörnur sem ganga um sólu. Næst sólu er Merkúr, síðan Venus, Jörðin. Mars, Júpiter, Satúrnus, Úranús, Neptúnus og Plútó, sem er lengst frá sólu. Nokkrir tugir tungla (alls 34) ganga um þessar reikistjörnur. Auk þess eru smástirni sem ganga um sólu á belti milli brauta Mars og Júpíters. Hundruð þekktra halastjarna ganga einnig umhverfis sólu á mjög aflöng- um brautum. 8. Hversu langt er til annarra sól- stjarna? Allar blikandi stjörnur sem við sjáum á himni á heiðskirum kvöld- um eru sólir eins og okkar sól en sumar þeirra eru margfalt stærri og bjartari. Nálægasta sólstjarnan er í um 4 Ijósára fjarlægð. 9. Er líf á öðrurn reikistjörnum en á okkar jörð? Talið er fullvíst að ekki sé mannlíf á neinum öðrum reikistjörn- um sólhverfis okkar en jörðinni. En fullvist má telja að á ýmsum reiki- stjörnum, sem ganga um aðrar sólir, sé mannlif og vitlíf, jafnvel miklu þrosk- aðra og lengra komið að viti en hér gerist. Hér á undan hef ég talið upp nokkrar kunnar staðreyndir um sólina okkar og vona ég að þessi fáu atriði verði einhverjum börnum og ungling- um hvati til að afla sér frekari fróð- leiks um sólina og um sólhverfi okkar yfirleitt og þá jafnframt um stjörnu- fræði almennt. Þvi fátt er meira heillandi en að kynna sér eftir föngum þann mikla heim stjörnuheiminn sem við öll lifum og hrærumst í. „Heimsfréttir — höfundur Þorsteinn |% 0II l 61 S Thorarensen! Nú vita allir upplýstir menn að' Alþýðubandalagið er ekki og hefur aldrei vcrið kommúnistaflokkur. Varla er einu sinni hægt að segja að í flokknum séu kommúnistar. Þeir eru komnir i hin og þessi sértrúarsamtök utan Alþýðubandalagsins. Hvernig skyldi standa á þvi að fréttastofan Reuter kallar Alþýðu- bandalagið kommúnistaflokk? Hver fóðrar fréttastofuna á svo villandi upp- lýsingum? Ég vil leyfa mér að upplýsa að fréttaskeyti Reuters sem varða íslenzk málefni eru samin hér í Reykjavík. Höfundur þeirra er Þorsteinn Thorar- ensen, rithöfundur og fréttaritari Reuters á Islandi. Þorsteinn er ein- dreginn hægrimaður og andstæðingur Alþýðubandalagsins. Lætur hann þá andúð sýnilega bitna á fréttamennsku sinni sem þar af leiðandi getur ekki tal- izt áreiðanleg. Þeir eru fleiri hér á landi sem semja „heimsfréttimar” um Island fyrir er- lendar fréttastofur og blöð. Einn þeirra er Björn Jóhannsson, frétta- stjóri á Morgunblaðinu. Geta menn rétt imyndað sér hvaða augum hann lítur viðburði hér á landi. Þorsteinn Thorarcnsen. Hvernig væri að frjálsir og óháðir blaðamenn leystu þessa fréttaritara af hólmi, svo umheimurinn fengi sannari fréttir héöan, fréttir lausar við pólitísk- an lit og pólitískt ofstæki. Jafnan fyrirliggjandi í miklu úrvali RAFMAGNSm HANDVERKFÆRI Fjölvi skrifar: Frá þvi hefur verið greint i blöðum og ríkisfjölmiðlum hér á landi að er- lendar fréttastofur fylgist spenntar með framvindu stjórnarmyndunarvið- ræðna, einkum þeirra viðræðna sem Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, hefur leitt. Ég minnist þess að fyrir skömmu vitnaði sjónvarpið I frásögn Reuter- fréttastofunnar af stjórnarmyndun hér á landi. Kallaði Reuter þá Alþýðu- bandalagið kommúnista og hálfvegis bendlaði flokkinn við Rússa. 1439 H Heimillsborvél Mótor: 380 wött Patróna: 10 mm Stiglaus hraðabreytir í rofa: 0-2600 sn/mín. Höggborun: 0-36000 högg/mín. 1417 H. Heimilfsborvél Mótor: 420 wött Patróna: 13 mm Stiglaus hraðabreytir í rofa og tvær fastar hraðastillingar: 0-900 eða 0-2600 sn/mín. Við SKIL heimilisborvélar fæst gott úrval hagnýtra fylgihluta, svo sem hjólsög, stingsög, smergel, pússi- kubbur og limgerðisklippur. Alla þessa fylgihluti má tengja við borvélina með einkar auðveldum hætti, svo nefndri SNAP/LOCK aðferð, sem er einkaleyfisvernd- uð uppfinning SKIL verksmiðjanna, Ekkert þaft að fikta með skrúfjárn eða skiptilykla heldur er patrónan einfaldlega tekin af, vélinni stungið í tengistykkið og snúið u.þ.b. fjórðung úr hring, eða þar til vélin smellur í farið. Fátt er auðveldara, og tækið er tilbúið til notkunar. Auk ofangreindra fylgihluta eru á boðstólum hjólsagarborð, láréttir og lóð- réttir borstandar, skrúfstykki, borar, vírburstar, skrúfjárn og ýmislegt fleira sem eykurstór- lega á notagildi SKIL heimilis- borvéla. Ökukennsla Kennslubifreiðin er Toyota Cressida ’78 ogannaðekki Geir P. Þormar ökuksnnarí. Shnar 19896 og 21772 (sknavari). Raddir lesenda Spurning dagsins Hefurðu ferðazt eitthvað í sumar? John T. Robinsor, bandarískur nemi: Ja, ég hef nú ferðazt nokkuð um landið og dvalizt sums staðar um tíma eins og t.d. i Króksfjarðarnesi þar sem ég staldraði við á bóndabæ. Þá hef ég farið að sjá GullfossosGevsi Björgvin Gislason barþjónn: Ég hef ekk- ert ferðazt I sumar, ekki nokkurn skap- aðan hlut og geri ekki ráð fyrir því að fara nokkuð, nema þá að ég takist á hendur styttri ferðalög svo sem í Hveragerði að kauna hlóm. Mike Williams fóstri, frá Minnesota í Bandaríkjunum: Já, ég hef ferðazt nokkuð um landið, dvalizt á Isafirði, i Flautuvik, komið til Selfoss og skoðað Gullfoss. Þetta var allt mjög spennandi og ólíkt þvi sem maður á að venjast heima. Tamara Ann Kavtzman þjónusta, frá Norður-Dakóta I Bandarfkjunum: Jú, það hef ég og farið bara nokkuð viða, til Hafnarfjarðar, Akureyrar, Dalvíkur, Borgarfjarðar og til Vestmannaeyja fór ég með fjölskyldu minni og skoðuðum við þar m.a. fiskverkunarstöð. Eymundur Einarsson, skólastrákur i sumarfríi: Já, það hef ég gert. Ég fór til Danmerkur, var í Kaupmannahöfn, leit inn í Tívoli, þá dvaldist ég með foreidr- um minum um skeið í Vejle á Jótlandi. Nú og svo var ég lika í sveit austur í Skriðdal. Maríon Cutting, vinnur á golfvelli i Kali- fornfu: Já, ég hef ferðazt um Mývatns- sveitina og Skagafjörðinn og var það mjög skemmtilegt, sérstaklega þótti mér þó gaman að sjá Dimmuborgir. Þá dvaldi ég um skeið á Akureyri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.