Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 10
10 MEBIAÐIÐ jÚtgefandk DagblaðUfhC Framkvœmdastjóri: Svainn R. Eyjonsaon. HKstjon: JOnas Kristjánssoi^ Fréttastjórf. Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfultrúi: Haukur Helga*on. Skrffstofustjóri ritstjómar Jóhanneu ReykdaL íþróttir HaDur Sfmonarson. AöstoöarfréttastjóVar Atii Stoinarsson og Omar Valdknarssor Handrit: Ásgrimur Pálsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Asgeir Tómasson, Bragi Slgurösson, uora Stefánsdóttir, Gissur Sigurös- son, Guðmundur MagnCtsson, Halur HaMsson, Hetgi Pétursson, Jón^s Haraldsson, Ótofur Geirsson, ólafur Jónssory Ragnar Lár., Ragnheiður Kristjánsdóttir. Hönnun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ari Kristínison Ami PáH Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, HÖrður VHhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóðssdn. SkrifstoKistJórii Ótofur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Práinn Þorieifsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Már E.M. HaNdórsson. Ritstjóm Síöumóia 12. Afgreiðsla, áskriftadefld, auglýslngar og skrifstbfur Þverhoiti 11. Aðalsími blaðsins er 27022(10 línur). Áskrift 2000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. ointakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Síðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf. Slðumúla 12. Prentun: Árygjuir hf. Skeifunni 10. Undir fána ranglæ tis Ný ríkisstjórn verður að snúa sér af fullri alvöru að endurbótum á kjördæma- og kosningaskipun. Stjórnarskrárnefnd á að skila áliti og tillögum á miðju kjör- tímabilinu. Þá ber ríkisstjórninni að stefna að samkomulagi milli flokkanna, rjúfa þing og láta kjósa um stjórnarskrármálið. Nýir menn í þingsölum lofa umbótum í þessum efn- um. Nú ættu forystumenn ekki að geta hunzað tillögur, sem sambönd ungra manna í Sjálfstæðis-, Alþýðu- og Framsóknarflokki beittu sér fyrir fyrir tæpum tveimur árum eins og stjómarskrárnefnd Hanúibals lét sig hafa að gera. Einn þeirra, sem sömdu þessar tillögur, Finnur Torfi Stefánsson, hefur verið kosinn á þing fyrir Alþýðu- flokkinn. Þess er að vænta, að hann og Friðrik Sophus- son, nýkjörinn þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn, knýi á um framkvæmd þessara tillagna, sem geta orðið grund- völlur mikilla úrbóta, verði út frá þeim gengið í meginat- riðum. Lýðræðinu er stórlega áfátt. Kjósendur hafa ekki jafnan kosningarétt, einn hefur margfaldan rétt á við annan, miðað við tölu þingmanna í hinum ýmsu kjör- dæmum. Suðvesturhornið, Reykjavík og Reykjanes, hefur verið í öskustó í þessum efnum. Flokksræðið drottnar þrátt fyrir aukin prófkjör. Meðal annars getur hver kjósandi einungis kosið fram- bjóðendur eins stjórnmálaflokks og verður því í reynd- inni að greiða þeim öllum atkvæði sitt. Útstrikanir mega heita vonlausar. Samvinnunefnd fulltrúa ungliða flokkanna þriggja starfaði á tímabilinu frá desember 1975 til október 1976 að því að leita leiða til að auka lýðræðið í þessum efnum. Hún varð sammála um tillögur um „persónukjör með valkostum”, sem líkist skipan þessara mála á írlandi. Framboð skyldu verða einstaklingsbundin. Flokksað- ildar frambjóðenda skyldi getið á kjörseðli. • Kjósandi hefur eitt atkvæði en getur einnig gefið til kynna valkosti sína að frágengnum þeim, sem hann kýs. Hann gerir það með því að setja töluna 1 við nafn þess, sem hann kýs, 2 við nafn þess, sem hann vill helzt að hin- um fyrsta frágengnum og svo framvegis. Við þetta er hann óbundinn af flokkum. Við talningu er tekið tillit til valkostanna, sem kjós- endur hafa látið í ljós, með því að þeir frambjóðendur, sem fæst atkvæði fá, eru felldir brott og atkvæðum þeirra skipt milli annarra frambjóðenda samkvæmt val- kostum kjósenda. Þeim atkvæðum hinna kjörnu, sem eru umfram það lágmark, sem þarf til að ná kjöri, er einnig skipt milli annarra á sama hátt. Við þetta fengist fram það mikla.réttlætismál, að kjör yrði persónubundið en ekki komið undir valdboði flokks- klíkna. Við núverandi skipan hefur flokksræðið að mestu leyti ákveðið, hverjir skulu vera þingmenn, áður en kjósendur fá að koma þar nærri. Unga fólkið gerði einnig tillögur um kjördæmaskipun, sem skapaði jafnrétti milli kjördæma, svo að kosninga- réttur íslendinga yrði að kalla hinn sami, hvar sem væri á landinu. Þessar tillögur eru hið markverðasta, sem fram hefur komið um kosningaréttarmálefni. Auk þess báru nokkrir þingmenn á síðasta þingi fram merkar tillögur í þessum efnum, svo sem um óraðaða lista og aukið jafnrétti í skiptingu landsins í kjördæmi. Samtryggingarkerfi flokk- anna allra lagðist- á allar þessar umbótatillögur sem svæfði þær. Tillögur unga fólksins voru hunzaðar og kjósendur leiddir að kjörborðinu undir fána hins rangláta kerfis. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1978. Enn lifir franska útlendingaher- sveitin góðu lífi Aðeins þrír af hverjum tíu umsæk jendum fá inngöngu — Hersveitin er föðurland okkar — Þannig hljóða einkennisorð frönsku útlendingahersveitarínnar. Þeir Dmm teiagar hennar sem féllu i átökunum i Shabahéraði i Zaire hafa þá væntanlega fallið ánægðir. Myndin er þaðan. Átökum er lokið og Evrópumaðurínn f búningi útlendingahersveitarínnar gengur afslappaður og öruggur um götur Kolwesi. Enn er það svo að fjöldi manna hvaðanæfa úr heiminum sækist eftir að gerast hermenn í útlendingaher- sveitinni frönsku. Síðasta afreksverk hennar var er flokkar hennar höfðu af- skipti af uppreisninni i Shaba héraði í Zaire. Þar björguðu Frakkar skjól- stæðingi sinum, Mobuto, frá þvi að hrekjast frá völdum. Þó umsækjendur séu margir er því alls ekki á þann hátt farið að margir komist í útlendingahersveitina. Aðeins þrír af hverjum tíu umsækjendum fá jákvætt svar að sögn stjómenda þessa átta þúsund manna hóps. Þess' er krafizt að umsækjendur séu á aldrin- um sautján ára til fertugs. Þrátt fyrir að almannarómur telji að í sveitunum sé samvalinn hópur afbrotamanna er því að sögn stjórnenda alls ekki þannig farið. Segja þeir að sérstaklega sé haft auga með því að umsækjéndur sem eftirlýstir séu fyrir ofbeldisverk af einhverju tagi komist ekki til þjónustu. Að sögn yfirmanna útlendingaher- sveitarinnar, eða réttara sagt falihlifa- deildar hennar, sem hefur aðsetur í herbúðum við borgina Calvi á Korsíku, er þessi gamli orðrómur um glæpamennina og útlendingaher- sveitina orðinn heldur slitinn. „Við gætum þess til dæmis mjög vel að kanna ávallt hvort þeir sem sækjast eftir störfum hjá okkur hafi sætt ákæru eða dómi fyrir neyzlu eða sölu eiturlyfja. Dæmdir ofbeldismenn fá heldur ekki inngöngu hjá okkur. Að sögn eru flestir umsækjenda ungir að árum og viija leita æfintýra, þvi sé aftur á móti ekki að leyna að margir séu þeir sem eru að flýja frá persönulegum vandamálum, svo sem í hjónaböndum, atvinnuleysi eða vegna bezta, er á reynir, fyrir þá yfirmenn og stjórnendur sem sérstaka áherzlu hafi lagt á að auðmýkja undirmenn sína. Þess eru jafnvel dæmi að liðþjálfar hafi verið lækkaðir í tign fyrir að hafa gengð í skrokk á óbreyttum her- mönnum. Háttsettur yfirmaður sveitarinnar hefur látið hafa eftir sér að hlutverk þeirra sé að framkvæma þær skipanir sem þeir fái. Það geri hermenn sveit- arinnar en auðvitað verði þeir að vinna sín verk með hliðsjón af aðstæðum í hverju tilviki. En að fram- fylgja skipunum þeim sem við fáum er okkar hlutverk.” Gott dæmi um starf hermanna út- lendingahersveitarinnar er verkefni þeirra í Shaba héraði í Zaire. Verkið var framkvæmt á skipulagsbundinn hátt. Farið var inn í námubæinn Kolwesi og voru innrásarmennirnir hraktir þaðan hægt en orugglega. Fallhlífalið var látið svifa til jarðar hinn 19. maí síðastliðinn. Eftir komu þeirra linnti • loks hryðjuverkum innrásarliðsins, sem að sögn drap hundruð Evrópumanna og innbyggja. Þar sýndi útlendingahersveitin yfir- burði sína í það minnsta í samanburði við hinar afrísku hersveitir. Mannfall hersveitarinnar varð fimm hermenn dauðir og tuttugu særðir. Að loknum bardögum, þegar andstæðingarnir voru á hraðri ferð aftur til Angóla, kom í ljós að i það minnsta þrjú hundruð höfðu fallið í liði þeirra. „Lífið í útlendingahersveitinni er vissulega erfitt en mér fellur það,” sagði tuttugu og niu ára brezkur her- maður. Hann hefur verið í her- sveitinni í sex ár og tók meðal annars þátt í leiðangrinum til Shaba. stjórnmálaástands i heimalöndum þeirra. Yfirmenn útlendingahersveit- arinnar neita því einnig algjörlega að að því sé stefnt með þjálfun her- sveitanna að sadiskar tilhneigingar mannanna njóti sín sem mest. Þó viðurkenna þeir að slíkt sé erfitt þegar verið sé að þjálfa menn til her- mennsku. Einnig viðurkenna þeir að aginn sé mikill og jafnvel meiri en í nokkrum öðrum hersveitum. Haft er eftir Breta einum sem verið hefur í sveitunum í sautján ár að hann telji nauðsynlegt að agi sé harður i út- lendingahersveitinni. Þeir sem þar séu verði að gera sér Ijóst að það séu bæði hagsmunir franska ríkisins og þeirra sjálfra að þeir séu á hverjum tíma viðbúnir að fara hvert sem er og sinna hverju sem er. Hinn brezki hermaður bendir aftur á móti á að fullyrðingar um óeðlilega hörku yfirmanna standist engan veginn ef litið sé á að fæstir geri sitt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.