Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 14
DAGBLAÐID. MANUDAGUR 28. AGUST 1978. Elíeser hljóp í skarð Bianchis Gífurlegur mannfjöldi fylgdist með Flugdeginum á Reykjavíkurflugvelli I gærdag en hann var haldinn í tilefni af 50 ára afmæli farþegaflugs á tslandi. 1 upphafi sýningarinnar flaug einhver traustasta farþegaflugvél þessa tímabils. Douglas Dakota DC-3, yfir svæðið. Hér var reyndar fyrr- verandi farþegaflugvél á ferðinni, TF—NPK, flugvél Landgræðslunnar og í samfloti við hana var flugvél frá danska flughernum. Vélarnar lentu um kl. 14.15 en áður hafði hópur einkaflugvéla flotið yfir sýningar- svæðið og Reykjavik I miklu hópflugi. Síðan rak hvert atriðið annað á flug- degi. Alls munu eitthvað á milli 50 og 60 flugvélar hafa verið á sýningunni. Varnarliðið lagði sitt af mörkum til sýningarinnar og vakti mikla athygli þegar Lockheed Hercules vél og Sikorsky þyrla bandaríska flughersins sýndu eldsneytistöku á flugi. Þá sýndi þyrlan einnig björgun og ýmsar aðrar listir. Ekki varð af því að hinn heims- þekkti listflugmaður Tony Bianchi sýndi kúnstir sínar. Hann varð að halda til Englands, en Elíeser Jónsson hljóp í skarðið og sýndi listflug á nýjustu flugvél íslenzka flugflotans, sem er af gerðinni CAP 10, smiðuð I Frakklandi. Þá sýndu svifflugur, tog og listflug og fallhlifarstökkið vakti mikla hrifningu og sagði einn áhor- fenda við blaðamann DB, að það hefði ólýsanlega hugarró í-för með sér að horfa á menn svífa til jarðar „í einhverri tusku”. Óvæntur og ekki fyrirfram ákveðinn dagskrárliður var flug Falkon þotu af gerðinni DA—20 yfir völlinn. Stór hluti íslenzka einkaflugvéla- flotans svo og flestar þær flugvélar er tóku þátt i sýningaratriðunum voru áhorfendum til sýnis á sýningar- svæðinu. Það voru íslenzka flug- sögufélagið og Vélflugufélag íslands, sem stóðu að þessari sýningu sem þótti takast hið bezta. GAJ. ÍÉMÍÍ lnnrítun 1 byrjendanámskeið 1 karate hjá Karatefélagi Reykjavlkur hefstí dag, mánudag. Innritun í byrjenda- námskeið i karate Innritun í ný byrjendanámskeið í karate haustið ’78 fyrir karla og konur, 15 ára og eldri, verður sem hér segir: Mánudaginn 28. ágúst til föstudagsins 1. septem- ber kl. 19.00—21.00. Skráning nýrra nemenda fer fram á skrifstofu félagsins að Ármúla 28 og í síma 35025 á ofangreindum tímum. Karatefélag Reykjavíkur, Seiwa Kai, Ármúla 28. Sími 35025. sjálfur Tony Bianebi á ferö. Fallhlifarstökkvari I „mjúkri lendingu”. Flestar flugvélar á sýningarathöfninni voru áhorfendum til sýnis á flugvellinum og kunnu börnin svo sannarlega að meta það. Flugdagurinn 1978:

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.