Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 28.08.1978, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 1978. " 8 ■............... _ Japönskum ævintýramanni bjargað af Grænlandsjökli: á hundafóðri síð- dagana á jöklinum Japanski ævintýramaðurinn Noami Uemura tók lífinu með ró í gær eftir að flugvél hafði bjargað honum ofan af Grænlandsjökli. Uemura var þvi sem næst kominn yfir jökulinn er hann varð að hætta för sinni. Hann hafði farið einn síns liðs um 3000 km með hundasleða frá nyrsta odda Grænlands og var förinni heitið til Narssarssuaq. Félagi í stuðningsflokki Uemura, sem varpaði birgðum til hans úr flugvél og var í talstöðvarsambandi við hann allan tímann á jöklinum, sagði að Uemura hefði ekkert látið á' sjá á þessari maraþonferð yfir jökul- inn, en ferðin stóð á hálfan fjórða mánuð. Uemura, sem er 37 ára gamall vaknaði hress i gærmorgun og gaf hundum sínum, sem einnig var bjartaðofan af jöklinum. Ókleif jökulsprunga á jökul- jaðrinum, aðeins 80 km frá Narssarssuaq hefti för ofurhugans og kom þannig í veg fyrir að hann næði að komast landveg þangað, en Narssarssuaq er flugumferðarmiðstöð á Grænlandi. Þessi leiðangur Uemura var hinn siðasti I flokki könnunarleiðangra.sem hann hefur farið um nánast öll heimshorn. Japönsk iðnaðarfyrirtæki ffjölmiðlar hafa staðið að ferðum ppans. Hann hefur klifið hæstu fjöll Himalaya, farið yfir Norðurpólinn á hundasleða og farið niður Amazon fljótið á eintrjáningi svo nokkuð sé nefnt. Leiðin sem Uemura fór hefur ekki verið farin áður. Hann lýsti för sinni sem tíðindalítilli, ef frá er skilinn smá- vægilegur árekstur við ísbjörn I upphafi ferðar, sem lauk með því að björninn féll fyrir byssu Japanans. Uemura mun fljúga til Kaupmanna- hafnar I dag með konu sinni Kimiko, sem kom til móts við hann í fyrradag. Ofurhuginn mun ekki hafa gert nýjar ferðaáætlanir og hefur enn ekki leyst það vandamál, hvað gera skál við sér- þjálfaða sleðahunda hans, 16 að tölu. Björgun Uemuras af jöklinum tafðist um nokkra daga, vegna þess að hann neitaði að yfirgefa hunda sína. Hann var þá uppiskroppa með matarbirgðir og varð því að lifa á hundafóðri siðustu dagana. Mögulegterað fljúga , með hundana aftur til Japans eða selja þá grænlenzkum veiðimönnum, að þvi er talsmaður leiðangursins sagði. Fyrirhugaður áfangastaður Uemura, Narssarssuaq á Suður-Græn- landi var bandarísk herstöð i seinni heimsstyrjöldinni og þeir byggðu þar flugvöll við enda fjarðarins. í Narssars- suaq var fyrrum aðsetur norrænna víkinga, sem fluttust frá Íslandi á 11. öld. Rústir byggðar hinna norrænu manna má enn finna. Búseta hinna norrænu manna lagðist af þarna á 15. öld og stofninn hvarf með óskýrðum hætti. Noregur: Má ekki grafa eftir nasistabrennivíninu Norsku ríkisjárnbrautirnar hafa neitað manni nokkrum frá Hamar um leyfi til að leita falins fjársjóðar. Fjár- sjóðurinn er þúsundir brennivínsflaskna sem þýzka setuliðið faldi í Noregi árið 1945. Talið er að fjársjóður þessi muni leynast I jörðu á landi sem tilheyrir Norsku ríkisjárnbrautunum. Er Þjóðverjar gáfust upp I síðari heimsstyrjöldinni, átti þýzka setuliðið i Noregi mikið magn af norsku brenni- víni. Líklegt þykir að hluti af þessu góssi hafi veriðfalinnijörðu. Lögreglan hefur varað hinn áhuga- sama grafara við þvi að grafa í leit að fjársjóði I landi annarra. Brúðkaupið breytt- ist í harmleik — er hópferðabfllinn rann stjórnlaust niður f jallshlíðina Brúðkaup sem haldið var í Zúrich í Sviss á laugardaginn varð skyndilega að miklum harmleik. Ástæðan var sú að rúta sem fiutti brúðhjónin og gesti þeirra rann stjórnlaust niður fjallshlíð með þeim afieiðingum að fimrn manns létust. Nánari tildrög slyssins voru þau að bifreiðin var á leið með veizlugesti i fjallaþorp I grennd við Zúrich. U.þ.b. 30 farþegar og brúðhjónin fóru út úr rút- unni á leiðinni til þess að fylgjast með sýningu á veginum sem haldin var brúð- hjónunum til heiðurs. Sjö manns urðu eftir i bifreiðinni. Að sögn lögreglu byrjaði bifreiðin skyndilega að renna og fór út af veginum og 200 metra niður fjallshlíðina. Þau einu sem komust af úr slysinu voru kona og barn. Hársnyrting Villa Þórs Ármú/a26 2. hæð Sími34878. ✓ §■11 .7" Stutt gaman en ánægjulegt Alls kyns rallí eru nú I gangi, bæði á sjó og á landi. Hér segir frá einu sem átti að fara fram í lofti. Tímarit i Bretlandi bauð 1000 punda verðlaun, eða um hálfa milljón króna, til þess, sem gæti flogið handknúinni eða fótstiginni flugvél eða öllu heldur flugu. Margir fundu sig knúna til flugferða en enginn hlaut verðlaunin eftirsóttu.Mennlentuhér og þar án þess þó að skaða sig að nokkru ráði. Á myndunum má sjá einn keppandann, Jonathan Cole, á hjartfólgnu apparati sinu. Hann fór þó ekki langt því hann steypt- ist á nefið ofan i sjó og stolt hans og prýði með honum. Það eru ekki allar ferðir til fiár. bótt farnar sén. NiceFrakklandi: HÖGGVIÐ í SAMA KNÉRUNN -listaverkum og skartgripum fyrir milljónir dollara stolið Vopnaðir ræningjar stálu skartgrip- húsið og bundu þjónustufólk Florence Þetta er ekki í fyrsta skipti sem frú um og listaverkum að verðmæti margra milljóna dollara á frönsku rívíerunni I gær. Ræningjarnir gerðu sig heima- komna i glæsihýsi bandarísku milljóna- ekkjunar Florence Gould, að þvi er franska lögreglan sagði frá. Þrír menn vopnaðir byssum réðust á og létu greipar sópa. Þeir sluppu á brott með feng sinn. Florence var I sólbaði i hinum enda hússins og varð ekki vör við atburðinn. Húsið er enda engin smá- smíði, en í þvi eru 42 herbergi. Frú Gould er ekkja fjármálamannsins Frank J.Gould. Gould verður fyrir slíkri heimsókn. Það er ekki lengrá« siðan en í maí, að ræningjar réðust inn í hús hennar og stálu þaðan málverkum, sem metin voru á um 300 þúsund dollara. Ekki er vitað hvort hér voru á ferð sömu þrjótar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.